Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 8. september 2019 20:15 Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. Starfsmenn embættisins upplifi ógnarstjórn. Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra vill að öll lögregluembætti verði sameinuð undir einn hatt. Dómsmálaráðuneytið óskaði nýverið eftir því að Ríkisendurskoðun gerði heildarúttekt á Embætti ríkislögreglustjóra og var það gert eftir að ákveðið var að leggja niður Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna óánægju innan lögregluembætta með rekstur hennar. Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir félagsmenn ítrekað hafa kvartað undan störfum Ríkislögreglustjóra, bæði lögreglumenn sem starfi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og félagsmenn sem starfa hjá embætti Ríkislögreglustjóra. „Við höfum fengið athugasemdir frá þó nokkrum varðandi það að þeir treysti sér ekki til viðræðna við ríkislögreglustjóra og kvarti yfir ógnar - og óttastjórnun og tali um meðvirkni í efsta lagi stjórnenda,“ segir Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Þá hafi mikið verið kvartað undan fatamálum lögreglumanna. Í dag sé erfitt að ná saman hópi af lögreglumönnum í samstæðum fatnaði. Auk þess sé kvartað undan því að verklagsreglur séu ekki gefnar út en það er hlutverk Ríkislögreglustjóra. „Meðal annars má nefna verklagsreglur um stöðvun ökutækja, við höfum beðið eftir þeim í mörg ár og fleiri verklagsreglum er varða okkar störf,“ segir Arinbjörn.Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.Vísir/BaldurEmbætti ríkislögreglustjóra telur að úttektin eigi að beinast að heildarendurskoðun lögreglumála í landinu, ekki einungis að embættinu. „Við teljum í raun og veri að það eigi að vera hægt að ná kannski betri árangri ef að lögreglan væri heildstæðari og svo þegar maður hefur horft á þessa sundrung undanfarin fimm ár eða svo og þessi upphlaup í fjölmiðlum þá finnst mér eiginlega að það væri bara ágætt að fá einhvern utanaðkomandi, eins og ríkisendurskoðanda til að skoða bara starfsemi lögreglunnar í heild sinni,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Betri árangri megi ná í rannsóknum á tölvuglæpum og skipulagðri brotastarfsemi. Til að ná því fram þurfi að minnka yfirbyggingu. Sameina öll lögregluumdæmi og embætti ríkislögreglustjóra undir einum hatti. „Þegar lögreglan er brotin upp í svona margar stofnanir og tími stjórnenda fer í það að deila um fjárveitingar og verkefni og þetta er svona má segja bara samkeppni. Ég tel að þetta sé ekki heilbrigt fyrir lögregluna,“ segir Jón. Arinbjörn segir mikilvægt að byrja úttektina hjá embætti Ríkislögreglustjóra og það strax. Honum þyki alvarlegast að lögreglumenn skynji að ekki ríki fullt traust milli Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranna. „Sé þetta satt er grafalvarleg staða uppi. Og náttúrlega staða sem ráðuneytið verður að bregðast við strax. Ég og félagar mínir innan lögreglufélagsins teljum að stjórnandi, ríkislögreglustjóri sjálfur eigi að stíga til hliðar á meðan þessi úttekt eigi sér stað,“ segir Arinbjörn. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. Starfsmenn embættisins upplifi ógnarstjórn. Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra vill að öll lögregluembætti verði sameinuð undir einn hatt. Dómsmálaráðuneytið óskaði nýverið eftir því að Ríkisendurskoðun gerði heildarúttekt á Embætti ríkislögreglustjóra og var það gert eftir að ákveðið var að leggja niður Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna óánægju innan lögregluembætta með rekstur hennar. Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir félagsmenn ítrekað hafa kvartað undan störfum Ríkislögreglustjóra, bæði lögreglumenn sem starfi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og félagsmenn sem starfa hjá embætti Ríkislögreglustjóra. „Við höfum fengið athugasemdir frá þó nokkrum varðandi það að þeir treysti sér ekki til viðræðna við ríkislögreglustjóra og kvarti yfir ógnar - og óttastjórnun og tali um meðvirkni í efsta lagi stjórnenda,“ segir Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Þá hafi mikið verið kvartað undan fatamálum lögreglumanna. Í dag sé erfitt að ná saman hópi af lögreglumönnum í samstæðum fatnaði. Auk þess sé kvartað undan því að verklagsreglur séu ekki gefnar út en það er hlutverk Ríkislögreglustjóra. „Meðal annars má nefna verklagsreglur um stöðvun ökutækja, við höfum beðið eftir þeim í mörg ár og fleiri verklagsreglum er varða okkar störf,“ segir Arinbjörn.Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.Vísir/BaldurEmbætti ríkislögreglustjóra telur að úttektin eigi að beinast að heildarendurskoðun lögreglumála í landinu, ekki einungis að embættinu. „Við teljum í raun og veri að það eigi að vera hægt að ná kannski betri árangri ef að lögreglan væri heildstæðari og svo þegar maður hefur horft á þessa sundrung undanfarin fimm ár eða svo og þessi upphlaup í fjölmiðlum þá finnst mér eiginlega að það væri bara ágætt að fá einhvern utanaðkomandi, eins og ríkisendurskoðanda til að skoða bara starfsemi lögreglunnar í heild sinni,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Betri árangri megi ná í rannsóknum á tölvuglæpum og skipulagðri brotastarfsemi. Til að ná því fram þurfi að minnka yfirbyggingu. Sameina öll lögregluumdæmi og embætti ríkislögreglustjóra undir einum hatti. „Þegar lögreglan er brotin upp í svona margar stofnanir og tími stjórnenda fer í það að deila um fjárveitingar og verkefni og þetta er svona má segja bara samkeppni. Ég tel að þetta sé ekki heilbrigt fyrir lögregluna,“ segir Jón. Arinbjörn segir mikilvægt að byrja úttektina hjá embætti Ríkislögreglustjóra og það strax. Honum þyki alvarlegast að lögreglumenn skynji að ekki ríki fullt traust milli Ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranna. „Sé þetta satt er grafalvarleg staða uppi. Og náttúrlega staða sem ráðuneytið verður að bregðast við strax. Ég og félagar mínir innan lögreglufélagsins teljum að stjórnandi, ríkislögreglustjóri sjálfur eigi að stíga til hliðar á meðan þessi úttekt eigi sér stað,“ segir Arinbjörn.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14
Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00
Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra. 7. september 2019 22:17