Bólginn og marinn en kominn heim til sín Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2019 14:12 Frá smábátahöfninni í Keflavík þar sem maðurinn stakk sér til sunds í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir að björgunarsveitarmaðurinn sem varð fyrir árás manns sem hann bjargaði upp úr sjónum við Grófina í Keflavík í gærkvöldi sé á batavegi. Atvik í líkingu við þetta hefur aldrei komið á borð formannsins á nær þrjátíu ára ferli hans í björgunarstarfi. Málið hefur vakið mikla athygli í dag en maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, stakk sér til sunds þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. Björgunarbátur var ræstur út og björgunarmenn drógu manninn, sem var þá hætt kominn, upp í bátinn. Við þetta reiddist maðurinn og byrjað að lemja björgunarsveitarmanninn sem hífði hann upp í bátinn. Ákveðið var að flytja björgunarsveitarmanninn til Reykjavíkur eftir skoðun í Keflavík. Haraldur Haraldsson formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir það hafa verið gert sökum eðlis áverkanna sem hann hlaut. „En sem betur fer varð hann ekki fyrir neinum varanlegum skaða. En hann er bólginn og marinn í andliti, brjóstkassa, kvið og nára. En hann er heima og hefur það ágætt í dag. Þetta virðist vera betra heldur en á horfðist í gær.“Árásarmaðurinn þurfti einnig aðhlynningu Árásarmaðurinn stakk sér til sunds fljótlega eftir að fyrstu flugeldum var skotið upp klukkan 22:30. Nokkrir björgunarmenn fóru í kjölfarið á eftir honum út á björgunarbát. „Þeir þurftu að fara úr bátnum til að bjarga manninum og svo byrjar þarna ákveðin atburðarás sem verður til þess að þegar er búið að bjarga honum verður hann svona æstur,“ segir Haraldur.Frá flugeldasýningu Ljósanætur í Reykjanesbæ fyrir nokkrum árum. Flugeldasýningin var nýbyrjuð í gærkvöldi þegar atburðarásin hófst.Mynd/VísirSjálfur var Haraldur, sem starfar hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, á næturvakt þegar málið kom upp og var því ekki á staðnum. Hann þakkar viðbragðsaðilum úr röðum lögreglunnar á Suðurnesjum, brunavörnum Suðurnesja og björgunarsveitanna fyrir skjót viðbrögð og góða samvinnu. „Svo má ekki gleyma stráknum sem stakk sér til sunds. Hann þurfti auðvitað að fá sína hjálp líka. Þeir þurftu báðir á aðhlynningu að halda eftir þetta.“Hefur eitthvað þessu líkt komið fyrir áður í þínum störfum?„Ekki neitt þessu líkt, aldrei. Ekki svo ég muni eftir, og er nú búinn að starfa hjá björgunarsveitum í nær þrjátíu ár. En ég vona að þetta sé auðvitað algjört einsdæmi.“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið nú til rannsóknar. Ekki var frekari upplýsingar að fá hjá embættinu um líðan árásarmannsins eða stöðu rannsóknarinnar nú á þriðja tímanum. Björgunarsveitir Reykjanesbær Tengdar fréttir Réðst á björgunarsveitarmanninn sem bjargaði lífi hans Björgunarsveitarmenn björguðu manni sem hafði stungið sér til sunds í smábátahöfninni í Keflavík þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. 8. september 2019 07:50 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir að björgunarsveitarmaðurinn sem varð fyrir árás manns sem hann bjargaði upp úr sjónum við Grófina í Keflavík í gærkvöldi sé á batavegi. Atvik í líkingu við þetta hefur aldrei komið á borð formannsins á nær þrjátíu ára ferli hans í björgunarstarfi. Málið hefur vakið mikla athygli í dag en maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, stakk sér til sunds þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. Björgunarbátur var ræstur út og björgunarmenn drógu manninn, sem var þá hætt kominn, upp í bátinn. Við þetta reiddist maðurinn og byrjað að lemja björgunarsveitarmanninn sem hífði hann upp í bátinn. Ákveðið var að flytja björgunarsveitarmanninn til Reykjavíkur eftir skoðun í Keflavík. Haraldur Haraldsson formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir það hafa verið gert sökum eðlis áverkanna sem hann hlaut. „En sem betur fer varð hann ekki fyrir neinum varanlegum skaða. En hann er bólginn og marinn í andliti, brjóstkassa, kvið og nára. En hann er heima og hefur það ágætt í dag. Þetta virðist vera betra heldur en á horfðist í gær.“Árásarmaðurinn þurfti einnig aðhlynningu Árásarmaðurinn stakk sér til sunds fljótlega eftir að fyrstu flugeldum var skotið upp klukkan 22:30. Nokkrir björgunarmenn fóru í kjölfarið á eftir honum út á björgunarbát. „Þeir þurftu að fara úr bátnum til að bjarga manninum og svo byrjar þarna ákveðin atburðarás sem verður til þess að þegar er búið að bjarga honum verður hann svona æstur,“ segir Haraldur.Frá flugeldasýningu Ljósanætur í Reykjanesbæ fyrir nokkrum árum. Flugeldasýningin var nýbyrjuð í gærkvöldi þegar atburðarásin hófst.Mynd/VísirSjálfur var Haraldur, sem starfar hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, á næturvakt þegar málið kom upp og var því ekki á staðnum. Hann þakkar viðbragðsaðilum úr röðum lögreglunnar á Suðurnesjum, brunavörnum Suðurnesja og björgunarsveitanna fyrir skjót viðbrögð og góða samvinnu. „Svo má ekki gleyma stráknum sem stakk sér til sunds. Hann þurfti auðvitað að fá sína hjálp líka. Þeir þurftu báðir á aðhlynningu að halda eftir þetta.“Hefur eitthvað þessu líkt komið fyrir áður í þínum störfum?„Ekki neitt þessu líkt, aldrei. Ekki svo ég muni eftir, og er nú búinn að starfa hjá björgunarsveitum í nær þrjátíu ár. En ég vona að þetta sé auðvitað algjört einsdæmi.“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið nú til rannsóknar. Ekki var frekari upplýsingar að fá hjá embættinu um líðan árásarmannsins eða stöðu rannsóknarinnar nú á þriðja tímanum.
Björgunarsveitir Reykjanesbær Tengdar fréttir Réðst á björgunarsveitarmanninn sem bjargaði lífi hans Björgunarsveitarmenn björguðu manni sem hafði stungið sér til sunds í smábátahöfninni í Keflavík þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. 8. september 2019 07:50 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Réðst á björgunarsveitarmanninn sem bjargaði lífi hans Björgunarsveitarmenn björguðu manni sem hafði stungið sér til sunds í smábátahöfninni í Keflavík þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. 8. september 2019 07:50