Nauðsynlegt að tölvur geti skilið íslensku Kristinn Haukur Guðnason skrifar 7. september 2019 08:00 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms. Mynd/Hörður Sveinsson. Almannarómur er sjálfseignarstofnun, stofnuð árið 2014, af fyrirtækjum og stofnunum til að þróa máltækni fyrir íslenska tungu. Árið 2018 samdi Almannarómur við menntamálaráðuneytið um máltækniáætlun núverandi ríkisstjórnar. Nýlega undirritaði Almannarómur samning við SÍM, samstarfshóp níu fyrirtækja, háskóla og stofnana um íslenska máltækni, 383 milljón króna samning um aðgerðir. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri segir að fyrsta skrefið sé gagnaöflun, smíði stoðtóla og kjarnalausna sem eru vélrænar þýðingar, málrýni, talgervlar og fleira. „Stafrænn dauði tungumáls er sú hætta sem skapast þegar ekki er hægt að nota það á stórum sviðum daglegs lífs, til dæmis þegar við tölum við tæki og búnað til að fá upplýsingar, framkvæma skipanir og þess háttar,“ segir Jóhanna. „Það gæti farið svo að lyklaborð og snertiskjáir fari úr notkun og raddgreining komi í staðinn. Röddin er eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Ef ekkert verður að gert mun íslenskan deyja stafrænum dauða líkt og getur komið fyrir öll þau tungumál sem ekki eru ráðandi í heiminum. Því er þetta verkefni bráðnauðsynlegt.“ Í þessu samhengi nefnir Jóhanna dæmi úr eigin lífi. Hún er með Google Home á heimili sínu, sem er háð raddgreiningu. „Ég get ekki fengið kerfið til að spila fréttir RÚV fyrir mig heldur aðeins erlendar fréttir eins og frá BBC,“ segir hún. „Þetta er dæmi um að íslensk upplýsingaveita lokast.“ Aðspurð um hvort íslenskan sjálf sé nægilega vel búin undir tæknibyltinguna segir Jóhanna svo vera. „Við höfum verið öflug í nýyrðasmíð og ný orð hafa nær undantekningarlaust verið vel heppnuð,“ segir hún. Þetta eigi bæði við tæknileg orð og önnur. „Ef við tökum dönskuna til samanburðar, þá hefur nýyrðasmíðin ekki verið sú sama. Þeir nota til dæmis enska orðið computer yfir tölvur og cowboy-bukser yfir gallabuxur.“ Hún segist helst taka eftir því á ráðstefnum og fundum um tæknileg mál að ensk hugtök séu notuð. Þekkt er einnig að margir noti enskt viðmót í tölvum þó að hið íslenska sé í boði. „Við þurfum að huga að því að íslensk viðmót séu í góðum gæðum til þess að notendurna skilji samskiptin við forritið,“ segir Jóhanna. „Þær kjarnalausnir sem við munum smíða verða allar gefnar út undir opnum leyfum sem þýðir að almenningur, stofnanir og fyrirtæki geta nýtt þær til að smíða lausnir fyrir neytendamarkað. Þetta verður vegakerfið fyrir aðra til að keyra á og þess vegna þurfa lausnirnar að taka mið af notendum.“ Samningur Almannaróms og SÍM er til eins árs en ekki er hægt að segja á þessu stigi hvenær ávextir verkefnisins þroskast. „Ég lagði áherslu á að fá atvinnulífið með á fyrstu stigum og byggja brú yfir í háskólasamfélagið. Síðan verður farið í að tengjast erlendum fyrirtækjum á þessu sviði. Ég hef mjög mikla trú á þeim hópi sem kemur að þessu,“ segir Jóhanna. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Almannarómur er sjálfseignarstofnun, stofnuð árið 2014, af fyrirtækjum og stofnunum til að þróa máltækni fyrir íslenska tungu. Árið 2018 samdi Almannarómur við menntamálaráðuneytið um máltækniáætlun núverandi ríkisstjórnar. Nýlega undirritaði Almannarómur samning við SÍM, samstarfshóp níu fyrirtækja, háskóla og stofnana um íslenska máltækni, 383 milljón króna samning um aðgerðir. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri segir að fyrsta skrefið sé gagnaöflun, smíði stoðtóla og kjarnalausna sem eru vélrænar þýðingar, málrýni, talgervlar og fleira. „Stafrænn dauði tungumáls er sú hætta sem skapast þegar ekki er hægt að nota það á stórum sviðum daglegs lífs, til dæmis þegar við tölum við tæki og búnað til að fá upplýsingar, framkvæma skipanir og þess háttar,“ segir Jóhanna. „Það gæti farið svo að lyklaborð og snertiskjáir fari úr notkun og raddgreining komi í staðinn. Röddin er eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Ef ekkert verður að gert mun íslenskan deyja stafrænum dauða líkt og getur komið fyrir öll þau tungumál sem ekki eru ráðandi í heiminum. Því er þetta verkefni bráðnauðsynlegt.“ Í þessu samhengi nefnir Jóhanna dæmi úr eigin lífi. Hún er með Google Home á heimili sínu, sem er háð raddgreiningu. „Ég get ekki fengið kerfið til að spila fréttir RÚV fyrir mig heldur aðeins erlendar fréttir eins og frá BBC,“ segir hún. „Þetta er dæmi um að íslensk upplýsingaveita lokast.“ Aðspurð um hvort íslenskan sjálf sé nægilega vel búin undir tæknibyltinguna segir Jóhanna svo vera. „Við höfum verið öflug í nýyrðasmíð og ný orð hafa nær undantekningarlaust verið vel heppnuð,“ segir hún. Þetta eigi bæði við tæknileg orð og önnur. „Ef við tökum dönskuna til samanburðar, þá hefur nýyrðasmíðin ekki verið sú sama. Þeir nota til dæmis enska orðið computer yfir tölvur og cowboy-bukser yfir gallabuxur.“ Hún segist helst taka eftir því á ráðstefnum og fundum um tæknileg mál að ensk hugtök séu notuð. Þekkt er einnig að margir noti enskt viðmót í tölvum þó að hið íslenska sé í boði. „Við þurfum að huga að því að íslensk viðmót séu í góðum gæðum til þess að notendurna skilji samskiptin við forritið,“ segir Jóhanna. „Þær kjarnalausnir sem við munum smíða verða allar gefnar út undir opnum leyfum sem þýðir að almenningur, stofnanir og fyrirtæki geta nýtt þær til að smíða lausnir fyrir neytendamarkað. Þetta verður vegakerfið fyrir aðra til að keyra á og þess vegna þurfa lausnirnar að taka mið af notendum.“ Samningur Almannaróms og SÍM er til eins árs en ekki er hægt að segja á þessu stigi hvenær ávextir verkefnisins þroskast. „Ég lagði áherslu á að fá atvinnulífið með á fyrstu stigum og byggja brú yfir í háskólasamfélagið. Síðan verður farið í að tengjast erlendum fyrirtækjum á þessu sviði. Ég hef mjög mikla trú á þeim hópi sem kemur að þessu,“ segir Jóhanna.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira