Skuggi karla Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 7. september 2019 09:00 Ákveðnar vísbendingar eru um að hlandskálin fræga – The Urinal Fountain – sem bylti myndlistinni og kennd hefur verið við hinn fransk-bandaríska Marcel Duchamp, sé alls ekki hans hugmynd. Góð vinkona listamannsins, Baroness Elsa von Freytag-Loringhoven, eigi verkið með húð og hári. Þau hafi sameinast um að kynna það í nafni Duchamps, því vonlaust hafi verið á þeim tíma, fyrir rétt rúmri öld, að listakona fengi áheyrn fyrir boðskapinn. Hlandskálin samræmdist hugmyndafræði Duchamps og skyldleiki hennar við verk sem hann hafði sýnt um skeið, gerð úr hversdaglegum hlutum – fundnum hlutum, ready made, eins og sagt er á ensku – fór ekkert milli mála. Hlandskálin var þúfan sem velti hlassinu, óháð því hvort karl eignaði sér verk konu. Hlandskálin gerði Duchamp að byltingarmanni í myndlist. Áhrifa hans gætir enn þá hjá ungu, framúrskarandi myndlistarfólki um allan heim. Hvort sem þessar kenningar eru sannar, hálfsannar eða lognar varpa þær ljósi á þekktan veruleika. Listakonur hafa verið í skugga starfsbræðra sinna, óháð listrænu erindi. Í öllum listgreinum er fjöldi dæma um að efast sé um verk kvenna. Við erum ekki saklaus. Skilaboðin til Heklu, rithöfundarins í frábærri sögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland, sem upplifði sem hversdagslegan sannleik, eru: skáld eru karlkyns. Eyborg Guðmundsdóttir myndlistarkona lést rúmlega fimmtug árið 1977. Sýning á verkum hennar Hringur, ferhyrningur og lína á Kjarvalsstöum fyrir fáeinum misserum, var opinberun fyrir marga unnendur myndlistar. Heyra mátti gesti á opnun spyrja hvern annan: Af hverju veit ég svona lítið um þessa konu? Svarið blasir við: Henni hefur ekki verið hampað eins og kollegum af karlkyni. Nú stendur yfir samsýning átta listakvenna í Galleríi i8 við Tryggvagötu. Arna Óttarsdóttir er yngst, en 99 ár eru á milli hennar og þeirrar elstu, Júlíönu heitinnar Sveinsdóttur. Verk Eyborgar, sem sjaldan hafa sést eru á sýningunni og textílmyndir eftir Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá, konu sem ekki er áberandi miðað við það sem hún hefur fram að færa. Karin Sander, höfundur pálmanna umdeildu sem eiga að rísa í Vogabyggð, á mottu úr gervigrasi á gallerísgólfinu, skírskotun í fótboltavöll. Einnig eru verk eftir: Rögnu Róbertsdóttur, Margréti H. Blöndal og Ásgerði Búadóttur. Galleríið er ekki að blanda sér í kynjapólitík. En verkin standa fyrir sínu, eiga samleið hvert með öðru og tala til okkar, óháð kyni þeirra sem sýna. Mesta undrunarefnið er hvað lítið fer fyrir dýrgripum Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá í listalífinu. Annað framsækið gallerí, Berg Contemporary við Klapparstíg, sýnir þrjár listakonur, Huldu Stefánsdóttur, Sigrid Sandström og Marie Söndergaard Lolk, sem allar eru málarar. Vonandi eru þessar sýningar tákn um að listalífið sé hætt að fela konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ákveðnar vísbendingar eru um að hlandskálin fræga – The Urinal Fountain – sem bylti myndlistinni og kennd hefur verið við hinn fransk-bandaríska Marcel Duchamp, sé alls ekki hans hugmynd. Góð vinkona listamannsins, Baroness Elsa von Freytag-Loringhoven, eigi verkið með húð og hári. Þau hafi sameinast um að kynna það í nafni Duchamps, því vonlaust hafi verið á þeim tíma, fyrir rétt rúmri öld, að listakona fengi áheyrn fyrir boðskapinn. Hlandskálin samræmdist hugmyndafræði Duchamps og skyldleiki hennar við verk sem hann hafði sýnt um skeið, gerð úr hversdaglegum hlutum – fundnum hlutum, ready made, eins og sagt er á ensku – fór ekkert milli mála. Hlandskálin var þúfan sem velti hlassinu, óháð því hvort karl eignaði sér verk konu. Hlandskálin gerði Duchamp að byltingarmanni í myndlist. Áhrifa hans gætir enn þá hjá ungu, framúrskarandi myndlistarfólki um allan heim. Hvort sem þessar kenningar eru sannar, hálfsannar eða lognar varpa þær ljósi á þekktan veruleika. Listakonur hafa verið í skugga starfsbræðra sinna, óháð listrænu erindi. Í öllum listgreinum er fjöldi dæma um að efast sé um verk kvenna. Við erum ekki saklaus. Skilaboðin til Heklu, rithöfundarins í frábærri sögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland, sem upplifði sem hversdagslegan sannleik, eru: skáld eru karlkyns. Eyborg Guðmundsdóttir myndlistarkona lést rúmlega fimmtug árið 1977. Sýning á verkum hennar Hringur, ferhyrningur og lína á Kjarvalsstöum fyrir fáeinum misserum, var opinberun fyrir marga unnendur myndlistar. Heyra mátti gesti á opnun spyrja hvern annan: Af hverju veit ég svona lítið um þessa konu? Svarið blasir við: Henni hefur ekki verið hampað eins og kollegum af karlkyni. Nú stendur yfir samsýning átta listakvenna í Galleríi i8 við Tryggvagötu. Arna Óttarsdóttir er yngst, en 99 ár eru á milli hennar og þeirrar elstu, Júlíönu heitinnar Sveinsdóttur. Verk Eyborgar, sem sjaldan hafa sést eru á sýningunni og textílmyndir eftir Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá, konu sem ekki er áberandi miðað við það sem hún hefur fram að færa. Karin Sander, höfundur pálmanna umdeildu sem eiga að rísa í Vogabyggð, á mottu úr gervigrasi á gallerísgólfinu, skírskotun í fótboltavöll. Einnig eru verk eftir: Rögnu Róbertsdóttur, Margréti H. Blöndal og Ásgerði Búadóttur. Galleríið er ekki að blanda sér í kynjapólitík. En verkin standa fyrir sínu, eiga samleið hvert með öðru og tala til okkar, óháð kyni þeirra sem sýna. Mesta undrunarefnið er hvað lítið fer fyrir dýrgripum Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá í listalífinu. Annað framsækið gallerí, Berg Contemporary við Klapparstíg, sýnir þrjár listakonur, Huldu Stefánsdóttur, Sigrid Sandström og Marie Söndergaard Lolk, sem allar eru málarar. Vonandi eru þessar sýningar tákn um að listalífið sé hætt að fela konur.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun