Lyklaskipti að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. september 2019 12:38 Lyklaskipti munu fara fram í dómsmálaráðuneytinu að loknum ríkisráðsfundi að Bessastöðum. Á ljósmyndinni hér að neðan, sem tekin er árið 2017, sjást vinkonurnar og samherjarnir Áslaug Arna og Þórdís Kolbrún. FBL/Eyþór Árnason Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag. Hún segir að það sé of snemmt að segja til um það hvort áherslubreytingar verði með hana í brúnni en Áslaug Arna er þó sannfærð um að hún muni setja sitt mark á embættið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti fjölmiðlum að loknum þingflokksfundi í gær að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir væri næsti dómsmálaráðherra. Það er stór dagur framundan hjá Áslaugu Örnu en ríkisráð kemur saman að Bessastöðum klukkan fjögur en þar mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, formlega láta af embætti. Að loknum ríkisráðsfundi halda þær Þórdís og Áslaug Arna halda upp í dómsmálaráðuneyti þar sem lyklaskipti fara fram. „Ég er mjög spennt fyrir þessum komandi verkefnum sem bíða mín og að starfa með þessu góða fólki í þessu ráðuneyti að öllum þessum fjölmörgu verkefnum.“ Aðspurð hvort hún muni gera miklar breytingar í ráðuneytinu segir Áslaug Arna að of snemmt sé að segja til um það. „Ég er að ganga inn í ákveðna ríkisstjórn og við vinum eftir ákveðnum sáttmála en ég mun alveg setja mitt mark á embættið eins og flestir ráðherrar gera og það verður auðvitað að koma í ljós. Þetta bar mjög brátt að. Ég er auðvitað bara að taka við núna á eftir.“ Hún segist þó hafa sínar hugmyndir og mikinn metnað fyrir embættinu. „Já, þetta eru auðvitað margir málaflokkar sem fara þarna undir. Og ég hef mikinn áhuga á þeim. Ég starfaði sem lögreglumaður og þekki svona þá hlið vel og er auðvitað menntaður lögfræðingur líka. Ég er auðvitað bara spennt að takast á við þær ýmsu áskoranir sem eru þarna undir.“ Nú velta margir fyrir sér hvort hin nýja skipan muni þýða stefnubreyting í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. „Bara eins og ég sagði áðan þá er ég auðvitað að ganga inn í ákveðna ríkisstjórn og svo verð ég bara að fá tíma til að koma mér inn í málaflokkana og ráðuneytið og svo kemur það bara í ljós,“ segir Áslaug Arna sem tekur við embættinu í dag. Það kemur í ljós á þriðjudag hvort efri deild mannréttindadómstóls Evrópu taki fyrir Landsréttarmálið. Áslaug Arna segir að ríkisstjórnin sé viðbúin niðurstöðunni. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag. Hún segir að það sé of snemmt að segja til um það hvort áherslubreytingar verði með hana í brúnni en Áslaug Arna er þó sannfærð um að hún muni setja sitt mark á embættið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti fjölmiðlum að loknum þingflokksfundi í gær að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir væri næsti dómsmálaráðherra. Það er stór dagur framundan hjá Áslaugu Örnu en ríkisráð kemur saman að Bessastöðum klukkan fjögur en þar mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, formlega láta af embætti. Að loknum ríkisráðsfundi halda þær Þórdís og Áslaug Arna halda upp í dómsmálaráðuneyti þar sem lyklaskipti fara fram. „Ég er mjög spennt fyrir þessum komandi verkefnum sem bíða mín og að starfa með þessu góða fólki í þessu ráðuneyti að öllum þessum fjölmörgu verkefnum.“ Aðspurð hvort hún muni gera miklar breytingar í ráðuneytinu segir Áslaug Arna að of snemmt sé að segja til um það. „Ég er að ganga inn í ákveðna ríkisstjórn og við vinum eftir ákveðnum sáttmála en ég mun alveg setja mitt mark á embættið eins og flestir ráðherrar gera og það verður auðvitað að koma í ljós. Þetta bar mjög brátt að. Ég er auðvitað bara að taka við núna á eftir.“ Hún segist þó hafa sínar hugmyndir og mikinn metnað fyrir embættinu. „Já, þetta eru auðvitað margir málaflokkar sem fara þarna undir. Og ég hef mikinn áhuga á þeim. Ég starfaði sem lögreglumaður og þekki svona þá hlið vel og er auðvitað menntaður lögfræðingur líka. Ég er auðvitað bara spennt að takast á við þær ýmsu áskoranir sem eru þarna undir.“ Nú velta margir fyrir sér hvort hin nýja skipan muni þýða stefnubreyting í málefnum innflytjenda og hælisleitenda. „Bara eins og ég sagði áðan þá er ég auðvitað að ganga inn í ákveðna ríkisstjórn og svo verð ég bara að fá tíma til að koma mér inn í málaflokkana og ráðuneytið og svo kemur það bara í ljós,“ segir Áslaug Arna sem tekur við embættinu í dag. Það kemur í ljós á þriðjudag hvort efri deild mannréttindadómstóls Evrópu taki fyrir Landsréttarmálið. Áslaug Arna segir að ríkisstjórnin sé viðbúin niðurstöðunni.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30
Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19
Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00
Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13
Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent