Ferðuðust hringinn á rafmagni einu saman Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 6. september 2019 06:15 Hjónin segja ferðalagið á rafmagnsbílnum hafa gengið vel. „Við vorum á leiðinni í brúðkaup hjá vinum okkar á Seyðisfirði og ákváðum um leið og við fengum boð í brúðkaupið að gera úr því gott ferðalag og keyra á staðinn,“ segir Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Hún keyrði ásamt eiginmanni sínum, Loga Bergmanni Eiðssyni, hringinn í kringum landið á rafmagnsbíl um síðastliðna helgi. „Okkur finnst rosalega gaman að keyra saman og ætluðum að keyra þetta á bensínbíl því rafmagnsbíllinn sem við áttum var ekki með mjög mikið drægi,“ segir Svanhildur. „Það stóð alltaf til að kaupa langdrægari bíl og svo kom hann bara í tæka tíð fyrir brúðkaupið og við hugsuðum með okkur að nú létum við vaða,“ bætir hún við. „Ég hef þjáðst af því sem ég kalla drægiskvíða, er alltaf hrædd um að það sé ekki nægilega mikil hleðsla á bílnum,“ segir Svanhildur og hlær. „Með þessu ferðalagi langaði okkur að athuga hvort hægt væri að hemja drægiskvíðann og hvort það væri raunhæft að eiga bara rafmagnsbíl.“ Svanhildur segir að ferðalagið hafi verið mun minna mál en hún átti von á. Hjónin lentu aldrei í því að þurfa að bíða eftir plássi við hleðslustöðvarnar og nýttu þau tímann í göngutúra og heilsuðu upp á fjölskyldu og vini víðsvegar um landið. „Þetta var miklu minna vesen en ég átti von á. Í stuttu málið sagt þá er það eiginlega þannig að allavega fyrir okkur á þessum árstíma þá var þetta ekkert mál, en ég sé alveg fyrir mér að ef það væri meiri umferð og fleiri rafbílar á götunum þá gæti þetta verið aðeins meira vesen, meiri bið í hleðslustöðvarnar til dæmis,“ segir Svanhildur. „Við notuðum tímann þegar bíllinn var í hleðslu til þess að fara í göngutúra, borða góðan mat og hitta vini og fjölskyldu. Maður gerir það ekkert þegar maður tekur bensín, þá bara hoppar maður inn pissar, kaupir kaffi og heldur svo aftur af stað,“ segir hún. Svanhildur segist skilja það vel að ekki sé á allra valdi að ferðast á rafmagnsbíl en á sama tíma hvetur hún þá sem hafa tækifæri til þess að skoða kosti þess. „Maður þarf einhvern veginn að fara að venja sig við þær breytingar sem fram undan eru. Með nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum markar ríkisstjórnin til dæmis þá stefnu að nýskráningar bensín- og dísilbíla verði almennt óheimilar eftir árið 2030 og ég myndi segja að það væri til mikils að vinna að nota bara okkar eigin orku og menga eins lítið og maður getur,“ segir hún. „Við gerðum allt eins og við værum á bensínbíl. Við héldum sama meðalhraða, við notuðum miðstöðina, útvarpið og allar græjur þannig að maður getur haft það alveg jafn gott á meðan maður er að keyra en það er bæði ódýrara og mengar minna,“ segir Svanhildur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
„Við vorum á leiðinni í brúðkaup hjá vinum okkar á Seyðisfirði og ákváðum um leið og við fengum boð í brúðkaupið að gera úr því gott ferðalag og keyra á staðinn,“ segir Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Hún keyrði ásamt eiginmanni sínum, Loga Bergmanni Eiðssyni, hringinn í kringum landið á rafmagnsbíl um síðastliðna helgi. „Okkur finnst rosalega gaman að keyra saman og ætluðum að keyra þetta á bensínbíl því rafmagnsbíllinn sem við áttum var ekki með mjög mikið drægi,“ segir Svanhildur. „Það stóð alltaf til að kaupa langdrægari bíl og svo kom hann bara í tæka tíð fyrir brúðkaupið og við hugsuðum með okkur að nú létum við vaða,“ bætir hún við. „Ég hef þjáðst af því sem ég kalla drægiskvíða, er alltaf hrædd um að það sé ekki nægilega mikil hleðsla á bílnum,“ segir Svanhildur og hlær. „Með þessu ferðalagi langaði okkur að athuga hvort hægt væri að hemja drægiskvíðann og hvort það væri raunhæft að eiga bara rafmagnsbíl.“ Svanhildur segir að ferðalagið hafi verið mun minna mál en hún átti von á. Hjónin lentu aldrei í því að þurfa að bíða eftir plássi við hleðslustöðvarnar og nýttu þau tímann í göngutúra og heilsuðu upp á fjölskyldu og vini víðsvegar um landið. „Þetta var miklu minna vesen en ég átti von á. Í stuttu málið sagt þá er það eiginlega þannig að allavega fyrir okkur á þessum árstíma þá var þetta ekkert mál, en ég sé alveg fyrir mér að ef það væri meiri umferð og fleiri rafbílar á götunum þá gæti þetta verið aðeins meira vesen, meiri bið í hleðslustöðvarnar til dæmis,“ segir Svanhildur. „Við notuðum tímann þegar bíllinn var í hleðslu til þess að fara í göngutúra, borða góðan mat og hitta vini og fjölskyldu. Maður gerir það ekkert þegar maður tekur bensín, þá bara hoppar maður inn pissar, kaupir kaffi og heldur svo aftur af stað,“ segir hún. Svanhildur segist skilja það vel að ekki sé á allra valdi að ferðast á rafmagnsbíl en á sama tíma hvetur hún þá sem hafa tækifæri til þess að skoða kosti þess. „Maður þarf einhvern veginn að fara að venja sig við þær breytingar sem fram undan eru. Með nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum markar ríkisstjórnin til dæmis þá stefnu að nýskráningar bensín- og dísilbíla verði almennt óheimilar eftir árið 2030 og ég myndi segja að það væri til mikils að vinna að nota bara okkar eigin orku og menga eins lítið og maður getur,“ segir hún. „Við gerðum allt eins og við værum á bensínbíl. Við héldum sama meðalhraða, við notuðum miðstöðina, útvarpið og allar græjur þannig að maður getur haft það alveg jafn gott á meðan maður er að keyra en það er bæði ódýrara og mengar minna,“ segir Svanhildur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira