Ferðuðust hringinn á rafmagni einu saman Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 6. september 2019 06:15 Hjónin segja ferðalagið á rafmagnsbílnum hafa gengið vel. „Við vorum á leiðinni í brúðkaup hjá vinum okkar á Seyðisfirði og ákváðum um leið og við fengum boð í brúðkaupið að gera úr því gott ferðalag og keyra á staðinn,“ segir Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Hún keyrði ásamt eiginmanni sínum, Loga Bergmanni Eiðssyni, hringinn í kringum landið á rafmagnsbíl um síðastliðna helgi. „Okkur finnst rosalega gaman að keyra saman og ætluðum að keyra þetta á bensínbíl því rafmagnsbíllinn sem við áttum var ekki með mjög mikið drægi,“ segir Svanhildur. „Það stóð alltaf til að kaupa langdrægari bíl og svo kom hann bara í tæka tíð fyrir brúðkaupið og við hugsuðum með okkur að nú létum við vaða,“ bætir hún við. „Ég hef þjáðst af því sem ég kalla drægiskvíða, er alltaf hrædd um að það sé ekki nægilega mikil hleðsla á bílnum,“ segir Svanhildur og hlær. „Með þessu ferðalagi langaði okkur að athuga hvort hægt væri að hemja drægiskvíðann og hvort það væri raunhæft að eiga bara rafmagnsbíl.“ Svanhildur segir að ferðalagið hafi verið mun minna mál en hún átti von á. Hjónin lentu aldrei í því að þurfa að bíða eftir plássi við hleðslustöðvarnar og nýttu þau tímann í göngutúra og heilsuðu upp á fjölskyldu og vini víðsvegar um landið. „Þetta var miklu minna vesen en ég átti von á. Í stuttu málið sagt þá er það eiginlega þannig að allavega fyrir okkur á þessum árstíma þá var þetta ekkert mál, en ég sé alveg fyrir mér að ef það væri meiri umferð og fleiri rafbílar á götunum þá gæti þetta verið aðeins meira vesen, meiri bið í hleðslustöðvarnar til dæmis,“ segir Svanhildur. „Við notuðum tímann þegar bíllinn var í hleðslu til þess að fara í göngutúra, borða góðan mat og hitta vini og fjölskyldu. Maður gerir það ekkert þegar maður tekur bensín, þá bara hoppar maður inn pissar, kaupir kaffi og heldur svo aftur af stað,“ segir hún. Svanhildur segist skilja það vel að ekki sé á allra valdi að ferðast á rafmagnsbíl en á sama tíma hvetur hún þá sem hafa tækifæri til þess að skoða kosti þess. „Maður þarf einhvern veginn að fara að venja sig við þær breytingar sem fram undan eru. Með nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum markar ríkisstjórnin til dæmis þá stefnu að nýskráningar bensín- og dísilbíla verði almennt óheimilar eftir árið 2030 og ég myndi segja að það væri til mikils að vinna að nota bara okkar eigin orku og menga eins lítið og maður getur,“ segir hún. „Við gerðum allt eins og við værum á bensínbíl. Við héldum sama meðalhraða, við notuðum miðstöðina, útvarpið og allar græjur þannig að maður getur haft það alveg jafn gott á meðan maður er að keyra en það er bæði ódýrara og mengar minna,“ segir Svanhildur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira
„Við vorum á leiðinni í brúðkaup hjá vinum okkar á Seyðisfirði og ákváðum um leið og við fengum boð í brúðkaupið að gera úr því gott ferðalag og keyra á staðinn,“ segir Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Hún keyrði ásamt eiginmanni sínum, Loga Bergmanni Eiðssyni, hringinn í kringum landið á rafmagnsbíl um síðastliðna helgi. „Okkur finnst rosalega gaman að keyra saman og ætluðum að keyra þetta á bensínbíl því rafmagnsbíllinn sem við áttum var ekki með mjög mikið drægi,“ segir Svanhildur. „Það stóð alltaf til að kaupa langdrægari bíl og svo kom hann bara í tæka tíð fyrir brúðkaupið og við hugsuðum með okkur að nú létum við vaða,“ bætir hún við. „Ég hef þjáðst af því sem ég kalla drægiskvíða, er alltaf hrædd um að það sé ekki nægilega mikil hleðsla á bílnum,“ segir Svanhildur og hlær. „Með þessu ferðalagi langaði okkur að athuga hvort hægt væri að hemja drægiskvíðann og hvort það væri raunhæft að eiga bara rafmagnsbíl.“ Svanhildur segir að ferðalagið hafi verið mun minna mál en hún átti von á. Hjónin lentu aldrei í því að þurfa að bíða eftir plássi við hleðslustöðvarnar og nýttu þau tímann í göngutúra og heilsuðu upp á fjölskyldu og vini víðsvegar um landið. „Þetta var miklu minna vesen en ég átti von á. Í stuttu málið sagt þá er það eiginlega þannig að allavega fyrir okkur á þessum árstíma þá var þetta ekkert mál, en ég sé alveg fyrir mér að ef það væri meiri umferð og fleiri rafbílar á götunum þá gæti þetta verið aðeins meira vesen, meiri bið í hleðslustöðvarnar til dæmis,“ segir Svanhildur. „Við notuðum tímann þegar bíllinn var í hleðslu til þess að fara í göngutúra, borða góðan mat og hitta vini og fjölskyldu. Maður gerir það ekkert þegar maður tekur bensín, þá bara hoppar maður inn pissar, kaupir kaffi og heldur svo aftur af stað,“ segir hún. Svanhildur segist skilja það vel að ekki sé á allra valdi að ferðast á rafmagnsbíl en á sama tíma hvetur hún þá sem hafa tækifæri til þess að skoða kosti þess. „Maður þarf einhvern veginn að fara að venja sig við þær breytingar sem fram undan eru. Með nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum markar ríkisstjórnin til dæmis þá stefnu að nýskráningar bensín- og dísilbíla verði almennt óheimilar eftir árið 2030 og ég myndi segja að það væri til mikils að vinna að nota bara okkar eigin orku og menga eins lítið og maður getur,“ segir hún. „Við gerðum allt eins og við værum á bensínbíl. Við héldum sama meðalhraða, við notuðum miðstöðina, útvarpið og allar græjur þannig að maður getur haft það alveg jafn gott á meðan maður er að keyra en það er bæði ódýrara og mengar minna,“ segir Svanhildur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira