Erlendir miðlar fjalla um regnbogafánana sem tóku á móti Pence við Höfða Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2019 23:24 Hér sjást fánarnir sex sem Advania dró að húni í gærmorgun áður en Pence mætti í Höfða. Vísir/Vilhelm Erlendir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um regnbogafánana sem tóku á móti Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna við Höfða, og víðar í Reykjavík, í gær. Fánarnir hafa einnig vakið mikla lukku á samfélagsmiðlum. Þá birti varaforsetinn dramatískt myndband af Íslandsheimsókninni á Facebook-síðu sinni í dag sem nálgast má neðst í fréttinni. Fánarnir vöktu mikla athygli í gær og lýstu margir yfir ánægju með framtak stofnana og fyrirtækja í Borgartúninu, sem flögguðu mörg regnbogafánum hinseginfólks. Afstaða Mike Pence til hinsegin fólks er nokkuð skýr. Hann hefur lýst sig andsnúinn hjónaböndum samkynhneigðra, gagnrýnt löggjöf sem vernda á hinsegin fólk fyrir hatursglæpum og fengið transfólk rekið úr bandaríska hernum með breyttum reglum.Sjá einnig: Regnbogafánar í rigningu við HöfðaHugbúnaðarfyrirtækið Advania reið á vaðið í gær og vísar breska dagblaðið Guardian m.a. í Ægi Má Þórisson forstjóra fyrirtækisins í umfjöllun sinni. Ægir sagði í samtali við Vísi í gær að markmiðið með fánunum væri að sýna stuðning fyrirtækisins við réttindabaráttu hinseginfólks „alla daga, ekki bara suma daga.“ Þá eru regnbogafánar stéttarfélagsins Eflingar einnig nefndir í frétt Guardian. Umfjöllunin hefur greinilega vakið mikla athygli en þegar þetta er ritað situr hún í fyrsta sæti yfir mest lesnu fréttir dagsins á vef dagblaðsins. Sömuleiðis eru marglitaðar kveðjur Íslendinga til Pence teknar til umfjöllunar á vef bandaríska vefmiðilsins The Hill og á vef Huffington Post. Miðlarnir taka einnig regnbogalituð armbönd forsetahjónanna Guðna Th. Jóhannessonar og Elizu Reid til umfjöllunar. Í frétt Guardian er vísað í tíst Justins Sink, blaðamanns hjá Bloomberg sem virðist fylgja Pence á ferðalagi sínu. Þar birtir Sink skjáskot af Facebook-færslu stjórnmálafræðingsins Baldurs Þórhallssonar, sem vakti athygli á regnbogaarmböndum Guðna og setti í samhengi við samstöðu hans með réttindabaráttu hinseginfólks. Sink, sem og erlendir fjölmiðlar, hafa túlkað armböndin sem skilaboð til Pence.also, Iceland's President Jóhannesson wore a rainbow bracelet (as he did while meeting with Putin) during photo op with Pence today pic.twitter.com/kCAUzUiafo— Justin Sink (@justinsink) September 4, 2019 Í svari frá forsetaembættinu við fyrirspurn Vísis segir þó að skömmu eftir embættistöku hafi Guðna verið gefið regnbogaarmband. Síðan þá hefur hann borið slíkt armband, sem og armband frá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Það sé því ekkert nýtt að forsetinn beri slíkt armband. Regnbogafánar Íslendinga við komu Pence hafa einnig vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Áðurnefndur Sink tísti í gær mynd sem hann tók af regnbogafánum Advania við Höfða. Þúsundir Twitter-notenda hafa nú líkað við myndir hans og Jill Colvin, blaðamanns AP-fréttaveitunnar, af fánunum við Höfða. Tístin má sjá hér að neðan.so at his stop at Höfði (house where Reagan-Gorbachev summit in Reykjavík occurred), @vp was met by this not-so-subtle display and then the mayor said he grieved the loss of the INF treaty that emerged from the summit but was recently withdrawn from by the trump administration pic.twitter.com/89P8nQmupc— Justin Sink (@justinsink) September 4, 2019 Iceland welcomed Pence in the best way, with rainbow flags. Awesome. pic.twitter.com/WETsgQ7zD0— Scott Dworkin (@funder) September 5, 2019 Rainbow flags on display outside the Höfði House, where Vice President Mike Pence is holding meetings this afternoon in Iceland. It's the site of the famous summit between Reagan and Gorbachev. pic.twitter.com/Vz5MehOObi— Jill Colvin (@colvinj) September 4, 2019 Pence hélt af landi brott eftir fund sinn með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í gærkvöldi. Í dag var birt myndband frá heimsókninni á Facebook-síðu varaforsetans. Þar þakkaði hann Íslendingum fyrir móttökurnar. „Það var frábært að vera á Íslandi í gær til að staðfesta sterkt og mikilvægt samband þjóðanna okkar tveggja!“ skrifaði Pence við myndbandið. Færsluna og myndbandið, sem státar af nokkuð dramatísku undirspili, má sjá hér að neðan. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Hinsegin Utanríkismál Tengdar fréttir Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Reglur um notkun íslenska fánans voru brotnar við Höfða í morgun. 4. september 2019 10:31 Ekkert nýtt að forsetinn beri regnbogaarmband Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. 5. september 2019 11:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um regnbogafánana sem tóku á móti Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna við Höfða, og víðar í Reykjavík, í gær. Fánarnir hafa einnig vakið mikla lukku á samfélagsmiðlum. Þá birti varaforsetinn dramatískt myndband af Íslandsheimsókninni á Facebook-síðu sinni í dag sem nálgast má neðst í fréttinni. Fánarnir vöktu mikla athygli í gær og lýstu margir yfir ánægju með framtak stofnana og fyrirtækja í Borgartúninu, sem flögguðu mörg regnbogafánum hinseginfólks. Afstaða Mike Pence til hinsegin fólks er nokkuð skýr. Hann hefur lýst sig andsnúinn hjónaböndum samkynhneigðra, gagnrýnt löggjöf sem vernda á hinsegin fólk fyrir hatursglæpum og fengið transfólk rekið úr bandaríska hernum með breyttum reglum.Sjá einnig: Regnbogafánar í rigningu við HöfðaHugbúnaðarfyrirtækið Advania reið á vaðið í gær og vísar breska dagblaðið Guardian m.a. í Ægi Má Þórisson forstjóra fyrirtækisins í umfjöllun sinni. Ægir sagði í samtali við Vísi í gær að markmiðið með fánunum væri að sýna stuðning fyrirtækisins við réttindabaráttu hinseginfólks „alla daga, ekki bara suma daga.“ Þá eru regnbogafánar stéttarfélagsins Eflingar einnig nefndir í frétt Guardian. Umfjöllunin hefur greinilega vakið mikla athygli en þegar þetta er ritað situr hún í fyrsta sæti yfir mest lesnu fréttir dagsins á vef dagblaðsins. Sömuleiðis eru marglitaðar kveðjur Íslendinga til Pence teknar til umfjöllunar á vef bandaríska vefmiðilsins The Hill og á vef Huffington Post. Miðlarnir taka einnig regnbogalituð armbönd forsetahjónanna Guðna Th. Jóhannessonar og Elizu Reid til umfjöllunar. Í frétt Guardian er vísað í tíst Justins Sink, blaðamanns hjá Bloomberg sem virðist fylgja Pence á ferðalagi sínu. Þar birtir Sink skjáskot af Facebook-færslu stjórnmálafræðingsins Baldurs Þórhallssonar, sem vakti athygli á regnbogaarmböndum Guðna og setti í samhengi við samstöðu hans með réttindabaráttu hinseginfólks. Sink, sem og erlendir fjölmiðlar, hafa túlkað armböndin sem skilaboð til Pence.also, Iceland's President Jóhannesson wore a rainbow bracelet (as he did while meeting with Putin) during photo op with Pence today pic.twitter.com/kCAUzUiafo— Justin Sink (@justinsink) September 4, 2019 Í svari frá forsetaembættinu við fyrirspurn Vísis segir þó að skömmu eftir embættistöku hafi Guðna verið gefið regnbogaarmband. Síðan þá hefur hann borið slíkt armband, sem og armband frá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Það sé því ekkert nýtt að forsetinn beri slíkt armband. Regnbogafánar Íslendinga við komu Pence hafa einnig vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Áðurnefndur Sink tísti í gær mynd sem hann tók af regnbogafánum Advania við Höfða. Þúsundir Twitter-notenda hafa nú líkað við myndir hans og Jill Colvin, blaðamanns AP-fréttaveitunnar, af fánunum við Höfða. Tístin má sjá hér að neðan.so at his stop at Höfði (house where Reagan-Gorbachev summit in Reykjavík occurred), @vp was met by this not-so-subtle display and then the mayor said he grieved the loss of the INF treaty that emerged from the summit but was recently withdrawn from by the trump administration pic.twitter.com/89P8nQmupc— Justin Sink (@justinsink) September 4, 2019 Iceland welcomed Pence in the best way, with rainbow flags. Awesome. pic.twitter.com/WETsgQ7zD0— Scott Dworkin (@funder) September 5, 2019 Rainbow flags on display outside the Höfði House, where Vice President Mike Pence is holding meetings this afternoon in Iceland. It's the site of the famous summit between Reagan and Gorbachev. pic.twitter.com/Vz5MehOObi— Jill Colvin (@colvinj) September 4, 2019 Pence hélt af landi brott eftir fund sinn með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í gærkvöldi. Í dag var birt myndband frá heimsókninni á Facebook-síðu varaforsetans. Þar þakkaði hann Íslendingum fyrir móttökurnar. „Það var frábært að vera á Íslandi í gær til að staðfesta sterkt og mikilvægt samband þjóðanna okkar tveggja!“ skrifaði Pence við myndbandið. Færsluna og myndbandið, sem státar af nokkuð dramatísku undirspili, má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Hinsegin Utanríkismál Tengdar fréttir Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Reglur um notkun íslenska fánans voru brotnar við Höfða í morgun. 4. september 2019 10:31 Ekkert nýtt að forsetinn beri regnbogaarmband Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. 5. september 2019 11:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09
Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Reglur um notkun íslenska fánans voru brotnar við Höfða í morgun. 4. september 2019 10:31
Ekkert nýtt að forsetinn beri regnbogaarmband Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur borið regnbogaarmband hinsegin fólks allt frá því að hann fékk slíkt armband að gjöf skömmu eftir embættistöku árið 2016. 5. september 2019 11:30