Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2019 19:30 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. Þá sé spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu íslenskra stjórnmála en Áslaug Arna verður yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til tveggja funda í Valhöll í dag. Á þeim fyrri var farið yfir þingmál vetrarins en á hinum síðari sem hófst klukkan fimm tilkynnti Bjarni Benediktsson formaður flokksins hver tæki við dómsmálaráðuneytinu. „Já, ég gerði tillögu hér í þingflokknum um að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir yrði næsti dómsmálaráðherra og það var afgreitt og samþykkt.”Hvers vegna hún?„Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Það er þess vegna vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra,” sagði Bjarni að loknum þingflokksfundi. Þá væri spennandi að hleypa ungu fólki að í fremstu línu stjórnmálanna. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra tók við embætti dómsmálaráðherra til bráðabirgða þegar Sigríður Andersen sagði af sér um miðjan mars vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan hennar á dómurum í Landsrétt. Margir vonarbiðlar voru um ráðherraembættið, þeirra á meðal Birgir Ármannsson þingflokksformaður. „Það var erfitt að velja á milli þeirra sem komu til greina. Birgir Ármannsson var sannarlega einn þeirra sem kom til greina. Brynjar Níelsson augljóslega og svo framvegis. Ég ætla ekki að fara að nefna hér einhvern tæmandi lista,” segir Bjarni. Sigríður Andersen væri frábær stjórnmálamaður sem nyti fulls traust formannsins. „Þetta er bara niðurstaða í þessu tiltekna máli um að hún komi ekki aftur í dómsmálaráðuneytið, að minnsta kosti ekki að sinni,” sagði Bjarni og reiknar með að Sigríður taki að sér trúnaðarstörf í þinginu en hún hefur ekki gegnt nefndarstörfum frá því hún lét af embætti ráðherra. Áslaug Arna verður yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti en hún verður 29 ára í nóvember. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hún formanninn hafa upplýst sig um að hún yrði næsti dómsmálaráðherra rétt fyrir þingflokksfundinn klukkan fimm. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga tækifæri og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu,” sagði Áslaug Arna sem verður kominn heim frá Finnlandi í tæka tíð á morgun til að sækja ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan fjögur. Alþingi Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. Þá sé spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu íslenskra stjórnmála en Áslaug Arna verður yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til tveggja funda í Valhöll í dag. Á þeim fyrri var farið yfir þingmál vetrarins en á hinum síðari sem hófst klukkan fimm tilkynnti Bjarni Benediktsson formaður flokksins hver tæki við dómsmálaráðuneytinu. „Já, ég gerði tillögu hér í þingflokknum um að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir yrði næsti dómsmálaráðherra og það var afgreitt og samþykkt.”Hvers vegna hún?„Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Það er þess vegna vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra,” sagði Bjarni að loknum þingflokksfundi. Þá væri spennandi að hleypa ungu fólki að í fremstu línu stjórnmálanna. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra tók við embætti dómsmálaráðherra til bráðabirgða þegar Sigríður Andersen sagði af sér um miðjan mars vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan hennar á dómurum í Landsrétt. Margir vonarbiðlar voru um ráðherraembættið, þeirra á meðal Birgir Ármannsson þingflokksformaður. „Það var erfitt að velja á milli þeirra sem komu til greina. Birgir Ármannsson var sannarlega einn þeirra sem kom til greina. Brynjar Níelsson augljóslega og svo framvegis. Ég ætla ekki að fara að nefna hér einhvern tæmandi lista,” segir Bjarni. Sigríður Andersen væri frábær stjórnmálamaður sem nyti fulls traust formannsins. „Þetta er bara niðurstaða í þessu tiltekna máli um að hún komi ekki aftur í dómsmálaráðuneytið, að minnsta kosti ekki að sinni,” sagði Bjarni og reiknar með að Sigríður taki að sér trúnaðarstörf í þinginu en hún hefur ekki gegnt nefndarstörfum frá því hún lét af embætti ráðherra. Áslaug Arna verður yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti en hún verður 29 ára í nóvember. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði hún formanninn hafa upplýst sig um að hún yrði næsti dómsmálaráðherra rétt fyrir þingflokksfundinn klukkan fimm. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga tækifæri og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu,” sagði Áslaug Arna sem verður kominn heim frá Finnlandi í tæka tíð á morgun til að sækja ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan fjögur.
Alþingi Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13
Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent