Ásgeir Kolbeins opnar Pünk á Hverfisgötu Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2019 14:23 Ásgeir Kolbeinsson hefur lengi komið að rekstri veitinga- og skemmtistaða í miðborginni. Vísir/vilhelm Athafna- og fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson vinnur nú að opnun nýs veitingastaðar að Hverfisgötu 20, andspænis Þjóðleikhúsinu. Staðurinn mun bera nafnið Pünk en þetta er annar staðurinn sem Ásgeir vinnur í því að standsetja í miðborginni þessa dagana. Haft er eftir Ásgeiri í Viðskiptablaðinu í dag að Pünk muni, eins og nafnið gefur til kynna, vera óformlegur og fjölbreyttur. Reynt verði að sameina margar stefnur og verður inntakið í anda veitingastaða á borð við Snaps og Tapasbarinn, þar sem fólk deilir réttum sín á milli í „partýstemningu.“ Stefnt sé að því að opna staðinn fyrir lok mánaðar. „Við komum til með að vera með alls konar uppákomur og nálgun okkar á upplifun viðskiptavina verður fjölbreytt og margs konar í anda þess að vera svolítið pönk,“ segir Ásgeir við Viðskiptablaðið sem hefur fengið Bjart Elí Friðþjófsson til að fara með stjórnina í eldhúsinu. Bjartur var áður einn af yfirkokkunum á Grillmarkaðnum og á veitingastaðnum Kadeau í Danmörku, en sá síðarnefndi er í hópi Michelinstjörnuhafa.Nýi staðurinn verður við vesturenda bílastæðahússins sem hér er í vinstra horni myndarinnar. Pünk verður í rýminu með gulu útlínunum.Fbl/ernirNú er unnið að miklum endurbótum á húsnæðinu sem mun hýsa Pünk, en sem fyrr segir er það andspænis Þjóðleikhúsinu, við hlið bílastæðahússins og Hverfisbarsins. Húsnæði Pünk hefur á síðustu árum hýst fjölda skammlífra veitingastaða en Ásgeir boðar gagngerar breytingar á rýminu undir leiðsögn hönnuðarins Leifs Welding, sem hefur m.a. hannað fyrrnefndan Grillmarkað, Sushi Social, Apótekið, Sæta svínið, Fjallkonuna og Hótel Geysi í Haukadal. Pünk er ekki eini staðurinn sem Ásgeir vinnur í að koma á koppinn í miðborginni þessa dagana. Þannig er Ásgeir jafnframt einn þeirra sem kemur að opnun kaffihússins Laundromat í Austurstræti, eins og Sölvi Snær Magnússon greindi frá í samtali við Vísi fyrr í sumar. Laundromat verður í anda samnefnds staðar sem áður var í sama rými og er fyrirhugað að hann opni formlega þann 13. september næstkomandi. Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Værum ekki að endurvekja Laundromat nema dæmið gengi upp Laundromat, taka tvö. 31. maí 2019 09:00 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Athafna- og fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson vinnur nú að opnun nýs veitingastaðar að Hverfisgötu 20, andspænis Þjóðleikhúsinu. Staðurinn mun bera nafnið Pünk en þetta er annar staðurinn sem Ásgeir vinnur í því að standsetja í miðborginni þessa dagana. Haft er eftir Ásgeiri í Viðskiptablaðinu í dag að Pünk muni, eins og nafnið gefur til kynna, vera óformlegur og fjölbreyttur. Reynt verði að sameina margar stefnur og verður inntakið í anda veitingastaða á borð við Snaps og Tapasbarinn, þar sem fólk deilir réttum sín á milli í „partýstemningu.“ Stefnt sé að því að opna staðinn fyrir lok mánaðar. „Við komum til með að vera með alls konar uppákomur og nálgun okkar á upplifun viðskiptavina verður fjölbreytt og margs konar í anda þess að vera svolítið pönk,“ segir Ásgeir við Viðskiptablaðið sem hefur fengið Bjart Elí Friðþjófsson til að fara með stjórnina í eldhúsinu. Bjartur var áður einn af yfirkokkunum á Grillmarkaðnum og á veitingastaðnum Kadeau í Danmörku, en sá síðarnefndi er í hópi Michelinstjörnuhafa.Nýi staðurinn verður við vesturenda bílastæðahússins sem hér er í vinstra horni myndarinnar. Pünk verður í rýminu með gulu útlínunum.Fbl/ernirNú er unnið að miklum endurbótum á húsnæðinu sem mun hýsa Pünk, en sem fyrr segir er það andspænis Þjóðleikhúsinu, við hlið bílastæðahússins og Hverfisbarsins. Húsnæði Pünk hefur á síðustu árum hýst fjölda skammlífra veitingastaða en Ásgeir boðar gagngerar breytingar á rýminu undir leiðsögn hönnuðarins Leifs Welding, sem hefur m.a. hannað fyrrnefndan Grillmarkað, Sushi Social, Apótekið, Sæta svínið, Fjallkonuna og Hótel Geysi í Haukadal. Pünk er ekki eini staðurinn sem Ásgeir vinnur í að koma á koppinn í miðborginni þessa dagana. Þannig er Ásgeir jafnframt einn þeirra sem kemur að opnun kaffihússins Laundromat í Austurstræti, eins og Sölvi Snær Magnússon greindi frá í samtali við Vísi fyrr í sumar. Laundromat verður í anda samnefnds staðar sem áður var í sama rými og er fyrirhugað að hann opni formlega þann 13. september næstkomandi.
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Værum ekki að endurvekja Laundromat nema dæmið gengi upp Laundromat, taka tvö. 31. maí 2019 09:00 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03