Flaggar við öll tilefni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. september 2019 06:45 Ólafur er annar helmingur Sauðalitabandalagsins. Fréttablaðið/Stefán Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálaprófessor tók nýlega upp á því að flagga hinum ýmsu fánum, þjóðfánum og öðrum, við hvert tækifæri sem gefst við heimili sitt í Barmahlíðinni. Þegar hann og eiginkona hans, Hjördís Smith, fluttu inn árið 1997 var grunnur að fánastöng við húsið. „Mig hefur lengi langað í stöng og lét það loksins eftir mér í sumar þegar við hjónin áttum brúðkaupsafmæli,“ segir Ólafur. Upphaflega ætlaði Ólafur aðeins að hafa nokkra fána á takteinum. En þegar hann frétti að félagi hans, Gunnar Svavarsson fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, ætti yfir hundrað fána breyttust áætlanirnar. Gunnar benti Ólafi á netverslun í Evrópu sem selur fána á aðeins 10 evrur, eða tæplega 1.500 krónur. „Þetta kveikti aðeins í mér,“ segir Ólafur. Hann á nú um 50 stykki.Fáni Hrafna-Flóka og Óðins blaktir við hún í Barmahlíðinni.„Ég er gamall skáti og hef lengi verið áhugamaður um fána. Eftir að ég byrjaði á þessu hef ég flaggað oft og þá við eitthvert ákveðið tilefni,“ segir Ólafur. Þegar blaðamaður talaði við Ólaf blakti fáni Víetnams við hún í Barmahlíðinni vegna þjóðhátíðardagsins þar. „Við hjónin höfum verið í Víetnam og höfum mikið dálæti á landinu.“ Enn hefur enginn ringlaður ferðamaður bankað upp á, haldandi að Barmahlíðin sé ræðismannsskrifstofa. „Nágrönnunum finnst þetta skemmtilegt og eru farnir að líta á þetta sem getraun dagsins,“ segir Ólafur og hlær. Ólafur flaggar ekki aðeins þjóðfánum. Hann á til dæmis svarthvítan fána Sauðalitabandalagsins, sem er félagsskapur hans sjálfs og Boga Ágústssonar fréttamanns, nefnt eftir íþróttafélögunum FH og KR. Ólafur og Bogi hafa stýrt kosningavöku hjá RÚV í áratugi. „Svo hef ég náð mér í þorskafána Jörundar hundadagakonungs og íslenska fálkafánann frá 19. öld. Einnig fána Baska og Katalóníumanna á Spáni.“ Einn fáninn er erlendur víkingafáni með hrafni. „Ég ákvað strax að þetta skyldi vera fáni Hrafna-Flóka og Óðins úr ásatrúnni,“ segir Ólafur. Þegar Ólafur er spurður hvaða fána hann haldi mest upp á segir hann erfitt að velja. „Ég held upp á þorskafánann en ég held líka mjög mikið upp á hvítbláinn, fána Einars Benediktssonar frá 1897. Hann fékk ekki að vera þjóðfáni Íslands þar sem hann þótti of líkur þeim gríska. Hann er nú fáni Ungmennafélagsins og þaðan fékk ég minn,“ segir Ólafur og brosir. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálaprófessor tók nýlega upp á því að flagga hinum ýmsu fánum, þjóðfánum og öðrum, við hvert tækifæri sem gefst við heimili sitt í Barmahlíðinni. Þegar hann og eiginkona hans, Hjördís Smith, fluttu inn árið 1997 var grunnur að fánastöng við húsið. „Mig hefur lengi langað í stöng og lét það loksins eftir mér í sumar þegar við hjónin áttum brúðkaupsafmæli,“ segir Ólafur. Upphaflega ætlaði Ólafur aðeins að hafa nokkra fána á takteinum. En þegar hann frétti að félagi hans, Gunnar Svavarsson fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, ætti yfir hundrað fána breyttust áætlanirnar. Gunnar benti Ólafi á netverslun í Evrópu sem selur fána á aðeins 10 evrur, eða tæplega 1.500 krónur. „Þetta kveikti aðeins í mér,“ segir Ólafur. Hann á nú um 50 stykki.Fáni Hrafna-Flóka og Óðins blaktir við hún í Barmahlíðinni.„Ég er gamall skáti og hef lengi verið áhugamaður um fána. Eftir að ég byrjaði á þessu hef ég flaggað oft og þá við eitthvert ákveðið tilefni,“ segir Ólafur. Þegar blaðamaður talaði við Ólaf blakti fáni Víetnams við hún í Barmahlíðinni vegna þjóðhátíðardagsins þar. „Við hjónin höfum verið í Víetnam og höfum mikið dálæti á landinu.“ Enn hefur enginn ringlaður ferðamaður bankað upp á, haldandi að Barmahlíðin sé ræðismannsskrifstofa. „Nágrönnunum finnst þetta skemmtilegt og eru farnir að líta á þetta sem getraun dagsins,“ segir Ólafur og hlær. Ólafur flaggar ekki aðeins þjóðfánum. Hann á til dæmis svarthvítan fána Sauðalitabandalagsins, sem er félagsskapur hans sjálfs og Boga Ágústssonar fréttamanns, nefnt eftir íþróttafélögunum FH og KR. Ólafur og Bogi hafa stýrt kosningavöku hjá RÚV í áratugi. „Svo hef ég náð mér í þorskafána Jörundar hundadagakonungs og íslenska fálkafánann frá 19. öld. Einnig fána Baska og Katalóníumanna á Spáni.“ Einn fáninn er erlendur víkingafáni með hrafni. „Ég ákvað strax að þetta skyldi vera fáni Hrafna-Flóka og Óðins úr ásatrúnni,“ segir Ólafur. Þegar Ólafur er spurður hvaða fána hann haldi mest upp á segir hann erfitt að velja. „Ég held upp á þorskafánann en ég held líka mjög mikið upp á hvítbláinn, fána Einars Benediktssonar frá 1897. Hann fékk ekki að vera þjóðfáni Íslands þar sem hann þótti of líkur þeim gríska. Hann er nú fáni Ungmennafélagsins og þaðan fékk ég minn,“ segir Ólafur og brosir.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira