Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. september 2019 18:58 Varaforseti Bandaríkjanna segir Ísland aldrei mikilvægara í varnar- og hernaðarlegum skilningi en nú. Í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum sé mikilvæg fyrir Bandaríkjamenn að treysta böndin við þjóðir á þessum slóðum. Ekki hefur komið opinberlega fram hjá íslenskum yfirvöldum að Ísland sé búið að hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. Eftir að dagskrá var formlega lokið í Höfða í dag steig varaforsetinn út á tröppur hússins og bjó sig til brottfara til Keflavíkur, á að hans sögn mikilvægan fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. A leið sinni ávarpaði Pence óvænt fjölmiðlamenn.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og eiginkona hans við komuna í Keflavík í dag.Vísir/Jóhann K.Styrkja böndin við þjóðir á NorðurslóðumTelur þú að það hafi verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík 2006 og hverjar fyrirætlanir Bandaríkjamanna eru varðandi hernaðarmál á Íslandi? „Bandaríkin eru algerlega staðráðin í að eiga samstarf við Ísland og tryggja að við höfum næg hergögn og mannafla í sambandi við Ísland, sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. „Bandaríkjamenn eru þakklátir fyrir afstöðu Íslendinga þegar þeir höfnuðu fjárfestingum Kínverja til innviðauppbyggingar á Íslandi. Við trúum því sannarlega að það sé nauðsynlegt að við styrkjum tengsl þjóðanna í þessum heimshluta og að Ísland skyldi taka þessa afstöðu var mikilvægt skref sem við fögnum mjög,“ sagði Pence. Hann sagði það enga spurningu að Kínverjar séu í dag mun virkari í efnahags- og viðskiptalega á Norðurslóðum og að Rússar séu einnig að auka hernaðarmátt sinn á þessum slóðum. Því segir hann áríðandi að Bandaríkamenn treysti böndin við þjóðir á þessum slóðum. „Og við segjum við Rússa að við munum verja öryggi okkar og hagsmuni á norðurslóðum. Við munum byggja upp samstarf við þjóðir eins og Íslendinga og öll bandalagsríki okkar á þessu svæði,“ sagði Pence.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og eiginkona hans heilsa íslensku sendinefndinni.Vísir/Jóhann K.Hvatti untanríkisráðherra til þess að sniðganga Huawei Pence hvatti Íslendinga jafnframt til að forðast kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei, sem hann sagði þurfa að afhenda kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um notendur sína. „Raunveruleikinn er sá að við teljum ekki að það samræmist öryggi frjálsra þjóða, við teljum ekki að það samræmist einkalífi fólks sem nýtur frelsis í löndum eins og Bandaríkjunum og Íslandi. Svo ég hvatti utanríkisráðherrann í dag, eins og ég mun hvetja forsætisráðherrann, til að taka undir með okkur þegar við hvetjum þjóðir þessa bandalags,“ sagði Pence. Heimsókn Mike Pence Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Varaforseti Bandaríkjanna segir Ísland aldrei mikilvægara í varnar- og hernaðarlegum skilningi en nú. Í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum sé mikilvæg fyrir Bandaríkjamenn að treysta böndin við þjóðir á þessum slóðum. Ekki hefur komið opinberlega fram hjá íslenskum yfirvöldum að Ísland sé búið að hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. Eftir að dagskrá var formlega lokið í Höfða í dag steig varaforsetinn út á tröppur hússins og bjó sig til brottfara til Keflavíkur, á að hans sögn mikilvægan fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. A leið sinni ávarpaði Pence óvænt fjölmiðlamenn.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og eiginkona hans við komuna í Keflavík í dag.Vísir/Jóhann K.Styrkja böndin við þjóðir á NorðurslóðumTelur þú að það hafi verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík 2006 og hverjar fyrirætlanir Bandaríkjamanna eru varðandi hernaðarmál á Íslandi? „Bandaríkin eru algerlega staðráðin í að eiga samstarf við Ísland og tryggja að við höfum næg hergögn og mannafla í sambandi við Ísland, sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. „Bandaríkjamenn eru þakklátir fyrir afstöðu Íslendinga þegar þeir höfnuðu fjárfestingum Kínverja til innviðauppbyggingar á Íslandi. Við trúum því sannarlega að það sé nauðsynlegt að við styrkjum tengsl þjóðanna í þessum heimshluta og að Ísland skyldi taka þessa afstöðu var mikilvægt skref sem við fögnum mjög,“ sagði Pence. Hann sagði það enga spurningu að Kínverjar séu í dag mun virkari í efnahags- og viðskiptalega á Norðurslóðum og að Rússar séu einnig að auka hernaðarmátt sinn á þessum slóðum. Því segir hann áríðandi að Bandaríkamenn treysti böndin við þjóðir á þessum slóðum. „Og við segjum við Rússa að við munum verja öryggi okkar og hagsmuni á norðurslóðum. Við munum byggja upp samstarf við þjóðir eins og Íslendinga og öll bandalagsríki okkar á þessu svæði,“ sagði Pence.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og eiginkona hans heilsa íslensku sendinefndinni.Vísir/Jóhann K.Hvatti untanríkisráðherra til þess að sniðganga Huawei Pence hvatti Íslendinga jafnframt til að forðast kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei, sem hann sagði þurfa að afhenda kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um notendur sína. „Raunveruleikinn er sá að við teljum ekki að það samræmist öryggi frjálsra þjóða, við teljum ekki að það samræmist einkalífi fólks sem nýtur frelsis í löndum eins og Bandaríkjunum og Íslandi. Svo ég hvatti utanríkisráðherrann í dag, eins og ég mun hvetja forsætisráðherrann, til að taka undir með okkur þegar við hvetjum þjóðir þessa bandalags,“ sagði Pence.
Heimsókn Mike Pence Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20