Jayson Tatum meiddist í leik Bandaríkjamanna og Tyrkja á HM í gær en stuðningsmenn Boston Celtics þurfa ekkert að óttast. Hann er ekki alvarlega meiddur.
Tatum tognaði aðeins á ökkla og verður þar af leiðandi ekki lengi frá. Hann mun þó missa af næstu tveimur leikjum Bandaríkjamanna á HM hið minnsta.
Hann ætti því að koma aftur inn í liðið þegar alvaran verður orðinn meiri í mótinu.
Tatum var með 10,5 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Bandaríkjamanna á HM. Hann var með 11 stig og 11 fráköst í leiknum gegn Tyrkjum.
