Verður málverkið af Bjarna uppi á veggnum í Höfða? Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2019 12:12 Reagan og Gorbatsjof í fundarherbeginu í Höfða á opinberri ljósmynd af leiðtogafundinum. Málverkið af Bjarna Benediktssyni hefur síðan verið tilefni sérkennilegrar togstreitu. Mynd/Hvíta húsið. Málverkið af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra, sem er svo áberandi á sögulegum ljósmyndum frá fundi þeirra Reagans og Gorbatsjofs í Höfða árið 1986, hefur síðan verið tilefni furðulegrar togstreitu innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Það virðist nefnilega sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum í Höfða eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi.Málverkið af Bjarna Benediktssyni.Bjarni Benediktsson, sem var afabróðir núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og alnafna, var helsti forystumaður sjálfstæðismanna um þriggja áratuga skeið, meðal annars borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 1940 til 1947, en síðan utanríkisráðherra og forsætisráðherra, samhliða flokksformennsku. Málverkið, þar sem Bjarni horfir haukfránum augum yfir tvo valdamestu menn heimsins, fékk að vera áfram á sínum stað í Höfða næstu árin eftir leiðtogafundinn allt til ársins 1994 þegar R-listinn náði meirihlutanum í borginni undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þá var málverkið tekið niður. Þegar sjálfstæðismenn komust á ný til valda árið 2006 var það eitt þeirra fyrsta verk að setja málverkið upp aftur. Það var gert með viðhöfn en meðal viðstaddra voru Davíð Oddsson, Björn Bjarnason, sonur Bjarna Benediktssonar, Kjartan Gunnarsson, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þegar vinstri menn náðu svo næst völdunum var málverkið aftur fjarlægt úr Höfða. Núna bíða margir spenntir að sjá hvort málverkið af Bjarna verði komið upp á ný í dag í fundarherberginu fræga þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tekur á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Ætlunin er meðal annars að fara með varaforsetann í sérstaka sýningarferð um húsakynnin í Höfða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum þar sem fjallað var um málverkið í tilefni þess að þá stóð til að gera Hollywood-kvikmynd um leiðtogafundinn: Heimsókn Mike Pence Íslandsvinir Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Höfði pantaður í tökur með Michael Douglas Stórleikarinn Michael Douglas segist afar spenntur að fá að leika Ronald Reagan í kvikmynd um leiðtogafundinn í Reykjavík. 23. júní 2014 22:15 Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Málverkið af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra, sem er svo áberandi á sögulegum ljósmyndum frá fundi þeirra Reagans og Gorbatsjofs í Höfða árið 1986, hefur síðan verið tilefni furðulegrar togstreitu innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Það virðist nefnilega sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum í Höfða eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi.Málverkið af Bjarna Benediktssyni.Bjarni Benediktsson, sem var afabróðir núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og alnafna, var helsti forystumaður sjálfstæðismanna um þriggja áratuga skeið, meðal annars borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 1940 til 1947, en síðan utanríkisráðherra og forsætisráðherra, samhliða flokksformennsku. Málverkið, þar sem Bjarni horfir haukfránum augum yfir tvo valdamestu menn heimsins, fékk að vera áfram á sínum stað í Höfða næstu árin eftir leiðtogafundinn allt til ársins 1994 þegar R-listinn náði meirihlutanum í borginni undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þá var málverkið tekið niður. Þegar sjálfstæðismenn komust á ný til valda árið 2006 var það eitt þeirra fyrsta verk að setja málverkið upp aftur. Það var gert með viðhöfn en meðal viðstaddra voru Davíð Oddsson, Björn Bjarnason, sonur Bjarna Benediktssonar, Kjartan Gunnarsson, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þegar vinstri menn náðu svo næst völdunum var málverkið aftur fjarlægt úr Höfða. Núna bíða margir spenntir að sjá hvort málverkið af Bjarna verði komið upp á ný í dag í fundarherberginu fræga þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tekur á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Ætlunin er meðal annars að fara með varaforsetann í sérstaka sýningarferð um húsakynnin í Höfða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum þar sem fjallað var um málverkið í tilefni þess að þá stóð til að gera Hollywood-kvikmynd um leiðtogafundinn:
Heimsókn Mike Pence Íslandsvinir Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Höfði pantaður í tökur með Michael Douglas Stórleikarinn Michael Douglas segist afar spenntur að fá að leika Ronald Reagan í kvikmynd um leiðtogafundinn í Reykjavík. 23. júní 2014 22:15 Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Höfði pantaður í tökur með Michael Douglas Stórleikarinn Michael Douglas segist afar spenntur að fá að leika Ronald Reagan í kvikmynd um leiðtogafundinn í Reykjavík. 23. júní 2014 22:15
Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09