Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2019 10:31 Von er á Mike Pence og eiginkonu hans Karen í Höfða klukkan 13:50 í dag. Vísir/Vilhelm Mikill viðbúnaður er á höfuðborgarsvæðinu og á Keflavíkurflugvelli vegna komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Flaggað er við Höfða þar sem Pence mun funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra á öðrum tímanum. Eins og sjá má á myndinni að ofan var níu fánum flaggað við Höfða í morgun. Fimm bandarískum og fjórum íslenskum. Sá lengst til vinstri frá áhorfanda séð var sá bandaríski sem er í andstöðu við leiðbeiningar á vefsíðu Stjórnarráðsins um notkun íslenska fána. Gunnar nokkur vakti athygli á þessu á Twitter í dag. Í framhaldi af því að vakin var athygli á rangri uppröðun fánanna var brugðist við og var hún löguð. Þetta líkar mér! pic.twitter.com/2BNUoNxDcg— gunnare (@gunnare) September 4, 2019 Hannes Heimisson, prótókóllstjóri utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að mistök hafi verið gerð í morgun. Þau hafi verið leiðrétt enda skipti smáatriðin máli. Umfjöllun um fánann og notkun hans á vef Stjórnarráðsins. Í reglunum um fánann segir: Að jafnaði eru erlendir þjóðfánar einungis notaðir hér á landi af opinberum fulltrúum erlendra ríkja eða milliríkjastofnunum. Á milliríkjamótum eða öðrum fjölþjóðlegum samkomum má hafa uppi þjóðfána erlendra ríkja ásamt íslenska fánanum. Í röð þjóðfána skal íslenski fáninn vera lengst til vinstri séð frá áhorfanda (eða þegar komið er að fánastað), en öðrum þjóðfánum raðað til hægri frá honum í stafrófsröð íslenskra heita hlutaðeigandi ríkja. Fánastöngina háu má sjá á milli lögreglumannanna á myndinni.Vísir/Vilhelm Annar fáni við Höfða hefur vakið nokkra athygli. Sá er austan við bygginguna og í hæstu hæðum á þar til gerðri fánastöng. Svo hátt er hann að hann rétt náðist inn á ljósmynd Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, sem myndaði lögreglumenn við Höfða í morgun. Í reglum um meðferð íslenska fánans segir að „þegar fánastöng er reist á jörðu skal leitast við að hafa hlutfall milli stærðar fána og lengdar fánastangar við hæfi.“ Æskilegt sé að miða við að breidd fánans sé 1/5 af lengd fánastangar. Ljóst er að breidd fánans á háu fánastönginni er ekki 20 prósent af lengd fánastangar eins og lagt er til. Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Íslenski fáninn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Mikill viðbúnaður er á höfuðborgarsvæðinu og á Keflavíkurflugvelli vegna komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Flaggað er við Höfða þar sem Pence mun funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra á öðrum tímanum. Eins og sjá má á myndinni að ofan var níu fánum flaggað við Höfða í morgun. Fimm bandarískum og fjórum íslenskum. Sá lengst til vinstri frá áhorfanda séð var sá bandaríski sem er í andstöðu við leiðbeiningar á vefsíðu Stjórnarráðsins um notkun íslenska fána. Gunnar nokkur vakti athygli á þessu á Twitter í dag. Í framhaldi af því að vakin var athygli á rangri uppröðun fánanna var brugðist við og var hún löguð. Þetta líkar mér! pic.twitter.com/2BNUoNxDcg— gunnare (@gunnare) September 4, 2019 Hannes Heimisson, prótókóllstjóri utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að mistök hafi verið gerð í morgun. Þau hafi verið leiðrétt enda skipti smáatriðin máli. Umfjöllun um fánann og notkun hans á vef Stjórnarráðsins. Í reglunum um fánann segir: Að jafnaði eru erlendir þjóðfánar einungis notaðir hér á landi af opinberum fulltrúum erlendra ríkja eða milliríkjastofnunum. Á milliríkjamótum eða öðrum fjölþjóðlegum samkomum má hafa uppi þjóðfána erlendra ríkja ásamt íslenska fánanum. Í röð þjóðfána skal íslenski fáninn vera lengst til vinstri séð frá áhorfanda (eða þegar komið er að fánastað), en öðrum þjóðfánum raðað til hægri frá honum í stafrófsröð íslenskra heita hlutaðeigandi ríkja. Fánastöngina háu má sjá á milli lögreglumannanna á myndinni.Vísir/Vilhelm Annar fáni við Höfða hefur vakið nokkra athygli. Sá er austan við bygginguna og í hæstu hæðum á þar til gerðri fánastöng. Svo hátt er hann að hann rétt náðist inn á ljósmynd Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, sem myndaði lögreglumenn við Höfða í morgun. Í reglum um meðferð íslenska fánans segir að „þegar fánastöng er reist á jörðu skal leitast við að hafa hlutfall milli stærðar fána og lengdar fánastangar við hæfi.“ Æskilegt sé að miða við að breidd fánans sé 1/5 af lengd fánastangar. Ljóst er að breidd fánans á háu fánastönginni er ekki 20 prósent af lengd fánastangar eins og lagt er til.
Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Íslenski fáninn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira