Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn vill snjallvæða umferðarljós Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2019 21:17 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Í nýrri greiningu sem gerð hefur verið fyrir Samtök iðnaðarins kemur fram að spara megi stórar fjárhæðir með því að greiða fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu með ljósastýringu á álagstímum. Þrátt fyrir áherslu Reykjavíkurborgar á auknar almenningssamgöngur ferðist fleiri nú með Einkabílum á höfuðborgarsvæðinu en árið 2012, eða 79 prósent á síðasta ári.Hlutfall einstaklinga sem ferðast með einkabílum í Reykjavík.stöð 2Samkvæmt greiningunni væri hægt að spara um 80 milljarða með skipulagðri ljósstýringu og tafir í umferðinni myndu minnka um fimmtán prósent. En við núverandi aðstæður megi áætla að um níu milljónum klukkustunda sé sóað vegna tafa í umferðinni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að stýring umferðarljósa yrði snjallvædd.stöð 2„Ljósin hérna eru í rauninni með gamaldags kerfi sem er ekki mjög snjallt og innleiða [á] þá tækni sem allar borgir í nágrannalöndunum okkar eru með. Nota skynjarana og tölvurnar og láta umferðina ganga sem greiðast,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Umferðarflæði muni stjórna ljósunum en ekki öfugt. „Það mun fara eftir þörfunum hverju sinni, fyrir bæði gangandi, hjólandi og akandi. Þetta mun stytta ferðatímann um 15% fyrir bíla almennt, 20% fyrir almenningssamgöngur og minnka þennan stopptíma um 50% og minnka mengun,“ segir Eyþór.Áætlað sé að setja svona ljósakerfi upp á hundrað og fimmtíu stöðum sem mun koma sér vel bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem munu spara bæði tíma og peninga. Verkefnið mun kosta einn og hálfan milljarð sem er aðeins brotabrot kostnaðar við aðrar dýrar aðgerðir segir Eyþór. Þá sé ávinningur metinn upp á áttatíu milljarða. „Góðar hugmyndir eru þannig að þegar er kominn tími á þær þá verða þær að veruleika. Ég á von á því að meirihlutinn pakki þessu inn svona eins og pulsu, við fáum að sjá þetta seinna. En þetta verður,“ segir Eyþór Arnalds. Tillögu Sjálfstæðisflokksins var vísað frá á fundi borgarstjórnar. Þá hefur verið unnið að samtengingu umferðarljósa á höfuðborgarsvæðinu og að miðlægri stýringu þeirra á undanförnum árum. Verkefnið, sem er á vegum Reykjavíkurborgar, er unnið í samvinnu við Vegagerðina. Reykjavík Samgöngur Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Í nýrri greiningu sem gerð hefur verið fyrir Samtök iðnaðarins kemur fram að spara megi stórar fjárhæðir með því að greiða fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu með ljósastýringu á álagstímum. Þrátt fyrir áherslu Reykjavíkurborgar á auknar almenningssamgöngur ferðist fleiri nú með Einkabílum á höfuðborgarsvæðinu en árið 2012, eða 79 prósent á síðasta ári.Hlutfall einstaklinga sem ferðast með einkabílum í Reykjavík.stöð 2Samkvæmt greiningunni væri hægt að spara um 80 milljarða með skipulagðri ljósstýringu og tafir í umferðinni myndu minnka um fimmtán prósent. En við núverandi aðstæður megi áætla að um níu milljónum klukkustunda sé sóað vegna tafa í umferðinni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að stýring umferðarljósa yrði snjallvædd.stöð 2„Ljósin hérna eru í rauninni með gamaldags kerfi sem er ekki mjög snjallt og innleiða [á] þá tækni sem allar borgir í nágrannalöndunum okkar eru með. Nota skynjarana og tölvurnar og láta umferðina ganga sem greiðast,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Umferðarflæði muni stjórna ljósunum en ekki öfugt. „Það mun fara eftir þörfunum hverju sinni, fyrir bæði gangandi, hjólandi og akandi. Þetta mun stytta ferðatímann um 15% fyrir bíla almennt, 20% fyrir almenningssamgöngur og minnka þennan stopptíma um 50% og minnka mengun,“ segir Eyþór.Áætlað sé að setja svona ljósakerfi upp á hundrað og fimmtíu stöðum sem mun koma sér vel bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem munu spara bæði tíma og peninga. Verkefnið mun kosta einn og hálfan milljarð sem er aðeins brotabrot kostnaðar við aðrar dýrar aðgerðir segir Eyþór. Þá sé ávinningur metinn upp á áttatíu milljarða. „Góðar hugmyndir eru þannig að þegar er kominn tími á þær þá verða þær að veruleika. Ég á von á því að meirihlutinn pakki þessu inn svona eins og pulsu, við fáum að sjá þetta seinna. En þetta verður,“ segir Eyþór Arnalds. Tillögu Sjálfstæðisflokksins var vísað frá á fundi borgarstjórnar. Þá hefur verið unnið að samtengingu umferðarljósa á höfuðborgarsvæðinu og að miðlægri stýringu þeirra á undanförnum árum. Verkefnið, sem er á vegum Reykjavíkurborgar, er unnið í samvinnu við Vegagerðina.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira