Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn vill snjallvæða umferðarljós Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2019 21:17 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Í nýrri greiningu sem gerð hefur verið fyrir Samtök iðnaðarins kemur fram að spara megi stórar fjárhæðir með því að greiða fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu með ljósastýringu á álagstímum. Þrátt fyrir áherslu Reykjavíkurborgar á auknar almenningssamgöngur ferðist fleiri nú með Einkabílum á höfuðborgarsvæðinu en árið 2012, eða 79 prósent á síðasta ári.Hlutfall einstaklinga sem ferðast með einkabílum í Reykjavík.stöð 2Samkvæmt greiningunni væri hægt að spara um 80 milljarða með skipulagðri ljósstýringu og tafir í umferðinni myndu minnka um fimmtán prósent. En við núverandi aðstæður megi áætla að um níu milljónum klukkustunda sé sóað vegna tafa í umferðinni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að stýring umferðarljósa yrði snjallvædd.stöð 2„Ljósin hérna eru í rauninni með gamaldags kerfi sem er ekki mjög snjallt og innleiða [á] þá tækni sem allar borgir í nágrannalöndunum okkar eru með. Nota skynjarana og tölvurnar og láta umferðina ganga sem greiðast,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Umferðarflæði muni stjórna ljósunum en ekki öfugt. „Það mun fara eftir þörfunum hverju sinni, fyrir bæði gangandi, hjólandi og akandi. Þetta mun stytta ferðatímann um 15% fyrir bíla almennt, 20% fyrir almenningssamgöngur og minnka þennan stopptíma um 50% og minnka mengun,“ segir Eyþór.Áætlað sé að setja svona ljósakerfi upp á hundrað og fimmtíu stöðum sem mun koma sér vel bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem munu spara bæði tíma og peninga. Verkefnið mun kosta einn og hálfan milljarð sem er aðeins brotabrot kostnaðar við aðrar dýrar aðgerðir segir Eyþór. Þá sé ávinningur metinn upp á áttatíu milljarða. „Góðar hugmyndir eru þannig að þegar er kominn tími á þær þá verða þær að veruleika. Ég á von á því að meirihlutinn pakki þessu inn svona eins og pulsu, við fáum að sjá þetta seinna. En þetta verður,“ segir Eyþór Arnalds. Tillögu Sjálfstæðisflokksins var vísað frá á fundi borgarstjórnar. Þá hefur verið unnið að samtengingu umferðarljósa á höfuðborgarsvæðinu og að miðlægri stýringu þeirra á undanförnum árum. Verkefnið, sem er á vegum Reykjavíkurborgar, er unnið í samvinnu við Vegagerðina. Reykjavík Samgöngur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Í nýrri greiningu sem gerð hefur verið fyrir Samtök iðnaðarins kemur fram að spara megi stórar fjárhæðir með því að greiða fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu með ljósastýringu á álagstímum. Þrátt fyrir áherslu Reykjavíkurborgar á auknar almenningssamgöngur ferðist fleiri nú með Einkabílum á höfuðborgarsvæðinu en árið 2012, eða 79 prósent á síðasta ári.Hlutfall einstaklinga sem ferðast með einkabílum í Reykjavík.stöð 2Samkvæmt greiningunni væri hægt að spara um 80 milljarða með skipulagðri ljósstýringu og tafir í umferðinni myndu minnka um fimmtán prósent. En við núverandi aðstæður megi áætla að um níu milljónum klukkustunda sé sóað vegna tafa í umferðinni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að stýring umferðarljósa yrði snjallvædd.stöð 2„Ljósin hérna eru í rauninni með gamaldags kerfi sem er ekki mjög snjallt og innleiða [á] þá tækni sem allar borgir í nágrannalöndunum okkar eru með. Nota skynjarana og tölvurnar og láta umferðina ganga sem greiðast,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Umferðarflæði muni stjórna ljósunum en ekki öfugt. „Það mun fara eftir þörfunum hverju sinni, fyrir bæði gangandi, hjólandi og akandi. Þetta mun stytta ferðatímann um 15% fyrir bíla almennt, 20% fyrir almenningssamgöngur og minnka þennan stopptíma um 50% og minnka mengun,“ segir Eyþór.Áætlað sé að setja svona ljósakerfi upp á hundrað og fimmtíu stöðum sem mun koma sér vel bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem munu spara bæði tíma og peninga. Verkefnið mun kosta einn og hálfan milljarð sem er aðeins brotabrot kostnaðar við aðrar dýrar aðgerðir segir Eyþór. Þá sé ávinningur metinn upp á áttatíu milljarða. „Góðar hugmyndir eru þannig að þegar er kominn tími á þær þá verða þær að veruleika. Ég á von á því að meirihlutinn pakki þessu inn svona eins og pulsu, við fáum að sjá þetta seinna. En þetta verður,“ segir Eyþór Arnalds. Tillögu Sjálfstæðisflokksins var vísað frá á fundi borgarstjórnar. Þá hefur verið unnið að samtengingu umferðarljósa á höfuðborgarsvæðinu og að miðlægri stýringu þeirra á undanförnum árum. Verkefnið, sem er á vegum Reykjavíkurborgar, er unnið í samvinnu við Vegagerðina.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira