Starfslið Pence leigir sextíu leigubíla Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2019 18:42 Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra fundar með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, á morgun. stöð 2 Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands á morgun. Hundruð undanfara í liði varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga og hafa meðal annars tekið á leigu tugi leigubíla. Utanríkisráðherra segir fund hans með varaforsetanum fyrst og fremst snúast um viðskiptamál en öryggis- og varnarmál verði einnig rædd gefist tóm til þess. Flugvél Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna lendir á Keflavíkurflugvelli um hádegisbil á morgun og fljótlega upp úr því heldur hann til fundar við utanríkisráðherra. Hundruð starfsmanna varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga ásamt leyniþjónustumönnum til undirbúa heimsóknina en mikil fyrirferð fylgir jafnan varaforsetanum og forsetanum á ferðum þeirra. Það er til marks um öryggisráðstafanirnar að nú þegar er búið að loka aðganginum að Höfða, þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna munu funda á morgun. Það er auðvitað engin tilviljun að þeir funda í þessu sögufræga húsi þar sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhael Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkjanna áttu frægan leiðtogafund í október 1986.Öryggis- og varnarmál verða rædd á fundi Pence og Guðlaugar Þórs en fyrr í vikunni lentu hér á landi flokkur herflugvéla vegna komu varaforsetans til landsins.stöð 2„Þú nefndir réttilega að varaforseti Bandaríkjanna kemur ekki hingað á hverjum degi. Bara hlutir eins og öryggismálin eru svo miklu víðfeðmari en hjá öðrum þjóðarleiðtogum sem við höfum tekið á móti,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Reikna má með að hundruð starfsmanna varaforsetans og leyniþjónustufólks sem sér um öryggi hans sé hér á landi. En samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fylgdarliðið meðal annars leigt um sextíu bifreiðar af Hreyfli sem standa í röðum ásamt vænum bílaflota frá Bandaríkjunum fyrir utan Grand hótel þar sem liðið býr. Æðsti maður undanfaranna fundaði með embættismönnum í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem væntanlega var verið að leggja lokahönd á undirbúning komu varaforsetans. „Það sem við erum að taka þátt í er viðskiptaþing sem snýr að tvíhliða viðskiptum Íslands og Bandaríkjanna,“ segir Guðlaugur. Þar sem íslenskir og bandarískir kaupsýslumenn ræða viðskipti landanna en undirbúningur hófst eftir fund utanríkisráðherra með Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. Guðlaugur Þór segir öryggis- og varnarmál örugglega einnig verða rædd eftir því sem tíminn leyfi. En Bandaríkjamenn hefja bráðlega milljarða framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli sem er þyrnir í augum margra. „Ef menn eru að vísa til þess að þetta sé svipað og þegar hér var herstöð þá er auðvitað langur vegur frá. Hér er fyrst og fremst um að ræða viðhald og endurnýjun á varnarmannvirkjum. Bæði tæknin breytist og flugvélar og annað slíkt. Og því miður hefur þurft að vera meiri viðvera heldur áður. Sú þróun hófst eftir innlimun Krímskaga eins og við þekkjum,“ segir Guðlaugur Þór. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands á morgun. Hundruð undanfara í liði varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga og hafa meðal annars tekið á leigu tugi leigubíla. Utanríkisráðherra segir fund hans með varaforsetanum fyrst og fremst snúast um viðskiptamál en öryggis- og varnarmál verði einnig rædd gefist tóm til þess. Flugvél Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna lendir á Keflavíkurflugvelli um hádegisbil á morgun og fljótlega upp úr því heldur hann til fundar við utanríkisráðherra. Hundruð starfsmanna varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga ásamt leyniþjónustumönnum til undirbúa heimsóknina en mikil fyrirferð fylgir jafnan varaforsetanum og forsetanum á ferðum þeirra. Það er til marks um öryggisráðstafanirnar að nú þegar er búið að loka aðganginum að Höfða, þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna munu funda á morgun. Það er auðvitað engin tilviljun að þeir funda í þessu sögufræga húsi þar sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhael Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkjanna áttu frægan leiðtogafund í október 1986.Öryggis- og varnarmál verða rædd á fundi Pence og Guðlaugar Þórs en fyrr í vikunni lentu hér á landi flokkur herflugvéla vegna komu varaforsetans til landsins.stöð 2„Þú nefndir réttilega að varaforseti Bandaríkjanna kemur ekki hingað á hverjum degi. Bara hlutir eins og öryggismálin eru svo miklu víðfeðmari en hjá öðrum þjóðarleiðtogum sem við höfum tekið á móti,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Reikna má með að hundruð starfsmanna varaforsetans og leyniþjónustufólks sem sér um öryggi hans sé hér á landi. En samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fylgdarliðið meðal annars leigt um sextíu bifreiðar af Hreyfli sem standa í röðum ásamt vænum bílaflota frá Bandaríkjunum fyrir utan Grand hótel þar sem liðið býr. Æðsti maður undanfaranna fundaði með embættismönnum í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem væntanlega var verið að leggja lokahönd á undirbúning komu varaforsetans. „Það sem við erum að taka þátt í er viðskiptaþing sem snýr að tvíhliða viðskiptum Íslands og Bandaríkjanna,“ segir Guðlaugur. Þar sem íslenskir og bandarískir kaupsýslumenn ræða viðskipti landanna en undirbúningur hófst eftir fund utanríkisráðherra með Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. Guðlaugur Þór segir öryggis- og varnarmál örugglega einnig verða rædd eftir því sem tíminn leyfi. En Bandaríkjamenn hefja bráðlega milljarða framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli sem er þyrnir í augum margra. „Ef menn eru að vísa til þess að þetta sé svipað og þegar hér var herstöð þá er auðvitað langur vegur frá. Hér er fyrst og fremst um að ræða viðhald og endurnýjun á varnarmannvirkjum. Bæði tæknin breytist og flugvélar og annað slíkt. Og því miður hefur þurft að vera meiri viðvera heldur áður. Sú þróun hófst eftir innlimun Krímskaga eins og við þekkjum,“ segir Guðlaugur Þór.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira