Píratar misstu yfirsýn yfir fjármál flokksins Björn Þorfinnsson skrifar 3. september 2019 06:15 Unnar kennir vaxtarverkjum um að yfirsýn hafi tapast. Fréttablaðið/valli Stjórnmálaflokkur Pírata tapaði 12,5 milljónum króna árið 2018. Þetta kom í ljós þegar ársreikningurinn var gerður opinber á aðalfundi flokksins um nýliðna helgi. Árlegt framlag ríkisins til Pírata er 72 milljónir króna og því kom rekstrarniðurstaðan fundarmönnum í opna skjöldu. Sérstaklega vakti sú staðreynd athygli að slegið hafði verið skammtímalán fyrir rúmlega 22 milljónum króna. Unnar Þór Sæmundsson, sem gegnt hefur embætti gjaldkera flokksins undanfarið ár, segir fjárhagslega stöðu hans þó sterka og reiknar með að Píratar verði skuldlausir í janúar á næsta ári. Margir þættir hafi stuðlað að þessari rekstrarniðurstöðu, meðal annars hafi skort yfirsýn yfir dýra kosningabaráttu flokksins. „Það má eiginlega kenna vaxtarverkjum um. Umfang starfsemi Pírata hefur aukist gríðarlega og þeir ferlar sem voru til staðar virkuðu ekki. Það olli því að yfirsýn yfir fjármálin tapaðist að einhverju leyti í kosningabaráttunni. Meðal annars var talsvert misræmi á því hvað aðildarfélögin fengu útdeilt af fjármunum. Það var ekki sanngjarnt og eitthvað sem við hyggjumst koma í veg fyrir að gerist aftur,“ segir hann. Unnar Þór segir að gríðarleg vinna hafi farið í að greina hvað fór úrskeiðis og koma fjármálum flokksins í réttan farveg. Liður í því hafi verið að opna bókhald flokksins, sem hafi verið harðlæst frá 2016. „Það brýtur í bága við lög Pírata að hafa ekki bókhaldið opinbert og því höfðum við að leiðarljósi að vinda ofan af því. Það tókst og við erum hreykin af því að geta opnað bókhaldið. Það leiðir síðan óhjákvæmilega til heilbrigðra skoðanaskipta um hvernig fjármunum flokksins sé ráðstafað,“ segir Unnar Þór. Að hans sögn eru Píratar að ganga í gegnum talsverðar breytingar á starfsemi sinni. „Þetta hefur verið sjálfboðaliðahreyfing frá upphafi en með auknum umsvifum fer að verða erfiðara að fá hæft fólk til að taka að sér verkefni í sjálfboðavinnu sem eru í raun full vinna. Stefna Pírata er sú að hafa flatan strúktúr en það er ekki þar með sagt að það eigi ekki að vera neinn strúktúr. Hreyfingin þarf því að taka þá umræðu hvort greiða skuli þóknun fyrir ákveðin verkefni innan flokksins,“ segir Unnar Þór. Hann ákvað að gefa ekki áfram kost á sér í embætti gjaldkera á aðalfundinum en mun sitja áfram í framkvæmdaráði flokksins. Ráðið mun síðan tilnefna eftirmann hans úr sínum röðum. „Þetta er mikilvægt og umfangsmikið starf og ég er viss um að við munum finna hæfan einstakling í embættið,“ segir Unnar Þór. Hann mun þó hvergi slá af varðandi starf sitt fyrir flokkinn því hann hyggst reyna fyrir sér í prófkjöri flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Píratar Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Stjórnmálaflokkur Pírata tapaði 12,5 milljónum króna árið 2018. Þetta kom í ljós þegar ársreikningurinn var gerður opinber á aðalfundi flokksins um nýliðna helgi. Árlegt framlag ríkisins til Pírata er 72 milljónir króna og því kom rekstrarniðurstaðan fundarmönnum í opna skjöldu. Sérstaklega vakti sú staðreynd athygli að slegið hafði verið skammtímalán fyrir rúmlega 22 milljónum króna. Unnar Þór Sæmundsson, sem gegnt hefur embætti gjaldkera flokksins undanfarið ár, segir fjárhagslega stöðu hans þó sterka og reiknar með að Píratar verði skuldlausir í janúar á næsta ári. Margir þættir hafi stuðlað að þessari rekstrarniðurstöðu, meðal annars hafi skort yfirsýn yfir dýra kosningabaráttu flokksins. „Það má eiginlega kenna vaxtarverkjum um. Umfang starfsemi Pírata hefur aukist gríðarlega og þeir ferlar sem voru til staðar virkuðu ekki. Það olli því að yfirsýn yfir fjármálin tapaðist að einhverju leyti í kosningabaráttunni. Meðal annars var talsvert misræmi á því hvað aðildarfélögin fengu útdeilt af fjármunum. Það var ekki sanngjarnt og eitthvað sem við hyggjumst koma í veg fyrir að gerist aftur,“ segir hann. Unnar Þór segir að gríðarleg vinna hafi farið í að greina hvað fór úrskeiðis og koma fjármálum flokksins í réttan farveg. Liður í því hafi verið að opna bókhald flokksins, sem hafi verið harðlæst frá 2016. „Það brýtur í bága við lög Pírata að hafa ekki bókhaldið opinbert og því höfðum við að leiðarljósi að vinda ofan af því. Það tókst og við erum hreykin af því að geta opnað bókhaldið. Það leiðir síðan óhjákvæmilega til heilbrigðra skoðanaskipta um hvernig fjármunum flokksins sé ráðstafað,“ segir Unnar Þór. Að hans sögn eru Píratar að ganga í gegnum talsverðar breytingar á starfsemi sinni. „Þetta hefur verið sjálfboðaliðahreyfing frá upphafi en með auknum umsvifum fer að verða erfiðara að fá hæft fólk til að taka að sér verkefni í sjálfboðavinnu sem eru í raun full vinna. Stefna Pírata er sú að hafa flatan strúktúr en það er ekki þar með sagt að það eigi ekki að vera neinn strúktúr. Hreyfingin þarf því að taka þá umræðu hvort greiða skuli þóknun fyrir ákveðin verkefni innan flokksins,“ segir Unnar Þór. Hann ákvað að gefa ekki áfram kost á sér í embætti gjaldkera á aðalfundinum en mun sitja áfram í framkvæmdaráði flokksins. Ráðið mun síðan tilnefna eftirmann hans úr sínum röðum. „Þetta er mikilvægt og umfangsmikið starf og ég er viss um að við munum finna hæfan einstakling í embættið,“ segir Unnar Þór. Hann mun þó hvergi slá af varðandi starf sitt fyrir flokkinn því hann hyggst reyna fyrir sér í prófkjöri flokksins fyrir næstu alþingiskosningar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Píratar Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira