Ætla að þrefalda framleiðslu á plöntum til nýskógræktar Sveinn Arnarsson skrifar 2. september 2019 06:15 Mikilvægt er að stöðva losun kolefnis með endurheimt jarðvegs og auka skógrækt til að binda kolefni. Á Íslandi hafa um þrjár milljónir skógarplantna verið framleiddar árlega eftir bankahrunið árið 2008. Framleiðslan jókst hins vegar lítillega á síðasta ári og nú er stefnt að því að um fjórar milljónir plantna verði framleiddar á þessu ári til nýskógræktar. Nýskógrækt fór ekki varhluta af efnahagshruninu í lok árs 2008 því að eftir hrun minnkuðu framlög til málaflokksins um helming. Fjármagnið hefur ekki hækkað að því marki að ná fyrra horfi. Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar, segir mikilvægt að gróðursetja fleiri plöntur og að stefnan sé að þrefalda núverandi framleiðslu skógarplantna til nýskógræktar.Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar.Í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar segir að ráðist verði í umfangsmikið átak við endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, stöðvun jarðvegseyðingar og frekari landgræðslu og nýskógrækt til að vinna sérstaklega að markmiði um kolefnishlutleysi. Þar muni um fjórum milljörðum króna varið til þess á fimm árum. Pétur segir mikilvægt að hugsa um fleiri tegundir en birki því íslenska birkið bindi ekki kolefni eins vel og önnur tré. „Birki bindur mjög lítið kolefni. Við getum gert ráð fyrir um þremur tonnum á hektara á ári í samfelldum birkiskógi sem kominn er í góðan vöxt. Allt að sjöfalt meiri birkiskóg þarf að rækta til að ná sömu bindingu og næst með ræktun gjöfulli tegunda eins og alaskaaspar, sitkagrenis, stafafuru og lerkis,“ segir Pétur. „Skógræktin heldur sig við þá stefnu sem sett var fram á síðasta ári og hlaut brautargengi í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar, að árleg gróðursetning verði fjórfölduð í áföngum fram til ársins 2023. Þá verði með öðrum orðum gróðursettar árlega um tólf milljónir skógarplantna.“ Pétur segir mikilvægt að framleiða og gróðursetja vel á næstu árum til að ná markmiðum stjórnvalda. „Í áherslum Skógræktarinnar hefur verið lögð til sú stefna að Íslendingar bindi um miðja öldina um fjórðung af þeirri losun sem þjóðin þarf nú að taka ábyrgð á samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Það þýðir bindingu upp á eina milljón tonna koltvísýrings á ári um miðja þessa öld. Ef farið verður eftir þeim tillögum sem Skógræktin hefur lagt fram um fjórföldun nýskógræktar næst þetta markmið.“ Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Á Íslandi hafa um þrjár milljónir skógarplantna verið framleiddar árlega eftir bankahrunið árið 2008. Framleiðslan jókst hins vegar lítillega á síðasta ári og nú er stefnt að því að um fjórar milljónir plantna verði framleiddar á þessu ári til nýskógræktar. Nýskógrækt fór ekki varhluta af efnahagshruninu í lok árs 2008 því að eftir hrun minnkuðu framlög til málaflokksins um helming. Fjármagnið hefur ekki hækkað að því marki að ná fyrra horfi. Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar, segir mikilvægt að gróðursetja fleiri plöntur og að stefnan sé að þrefalda núverandi framleiðslu skógarplantna til nýskógræktar.Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar.Í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar segir að ráðist verði í umfangsmikið átak við endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, stöðvun jarðvegseyðingar og frekari landgræðslu og nýskógrækt til að vinna sérstaklega að markmiði um kolefnishlutleysi. Þar muni um fjórum milljörðum króna varið til þess á fimm árum. Pétur segir mikilvægt að hugsa um fleiri tegundir en birki því íslenska birkið bindi ekki kolefni eins vel og önnur tré. „Birki bindur mjög lítið kolefni. Við getum gert ráð fyrir um þremur tonnum á hektara á ári í samfelldum birkiskógi sem kominn er í góðan vöxt. Allt að sjöfalt meiri birkiskóg þarf að rækta til að ná sömu bindingu og næst með ræktun gjöfulli tegunda eins og alaskaaspar, sitkagrenis, stafafuru og lerkis,“ segir Pétur. „Skógræktin heldur sig við þá stefnu sem sett var fram á síðasta ári og hlaut brautargengi í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar, að árleg gróðursetning verði fjórfölduð í áföngum fram til ársins 2023. Þá verði með öðrum orðum gróðursettar árlega um tólf milljónir skógarplantna.“ Pétur segir mikilvægt að framleiða og gróðursetja vel á næstu árum til að ná markmiðum stjórnvalda. „Í áherslum Skógræktarinnar hefur verið lögð til sú stefna að Íslendingar bindi um miðja öldina um fjórðung af þeirri losun sem þjóðin þarf nú að taka ábyrgð á samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Það þýðir bindingu upp á eina milljón tonna koltvísýrings á ári um miðja þessa öld. Ef farið verður eftir þeim tillögum sem Skógræktin hefur lagt fram um fjórföldun nýskógræktar næst þetta markmið.“
Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira