Leiðir fólk um fjölbreytta menningu Suðurlands Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. september 2019 07:00 Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Fréttablaðið/Ernir Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, mun stýra þremur ferðum um Suðurland með Ferðafélagi Íslands. Föstudaginn 6. september verður haldið á Njáluslóðir, laugardaginn 7. september í sveitaferð um Árnessýslu og föstudaginn 20. september í fjölbreytta menningar- og listaferð í Flóa. „Ég er orðinn þaulvanur og búinn að fara oft í Flóann og á Njáluslóð,“ segir Guðni. „Þetta er gríðarlega skemmtilegt og ég var nú svo gæfusamur að fara með sjálfum Jóni Böðvarssyni, sem sumir héldu að væri höfundur Njálu. Ég lærði mikið af honum.“ Þegar Guðni segir fólki frá Njálu setur hann sig í miklar stellingar. „Ég segi frá Njálu með innlifun þannig að þeir sem með mér eru sjái Gunnar og Hallgerði lifandi fyrir sér og þegar við komum að Bergþórshvoli lýsi ég brennunni þannig að fólk finnur brunalykt,“ segir Guðni. „Ég segi einnig frá Njálumönnum nútímans, hetjum héraðsins.“ Njála, og sérstaklega saga Hallgerðar langbrókar, er Guðna hugleikin og árið 2014 skrifaði hann bók henni til málsvarnar. „Allan hennar óþokkaskap hef ég fyrirgefið Hallgerði,“ segir Guðni. „Njáll sagði að allt hið illa myndi fylgja henni þegar hún kæmi austur, sem varð raunin með bana Gunnars og brennunni á Bergþórshvoli að hluta. En Hallgerður var kona samtímans og átti erfitt líf. Hún var misnotuð af fóstra sínum og síðar lögð í einelti í héraðinu. Ég leiði söguna í gegnum hana.“ Í þessari ferð verður einnig farið að Odda á Rangárvöllum og sagðar sögur af frægum Oddaverjum, svo sem Sæmundi Sigfússyni fróða og Jóni Loftssyni. Í annarri ferðinni verður skyggnst inn í gnægtabúr sunnlensks landbúnaðar í Gullhreppum, eins og þeir voru kallaðir að fornu. Komið verður við á Flúðum þar sem er umfangsmikil sveppa- og grænmetisrækt. Þá verður komið við í einu tæknivæddasta og glæsilegasta fjölskyldubúi í Evrópu, Gunnbjarnarholti, sem hjónin Arnar Bjarni Eiríksson og Berglind Bjarnadóttir reka, og í Flóaáveituna á Brúnastaðaflötum, hina miklu aðveituskurði sem grafnir voru fyrir öld. „Flóaáveitan var magnaðasta landbúnaðarframkvæmd síðustu aldar og varð svo fræg að hún spurðist til páfans í Róm,“ segir Guðni. „Þegar Neil Armstrong steig á tunglið fyrstur manna sagðist hann sjá tvö mannvirki á jörðinni, Kínamúrinn og Flóaáveituna.“ Verður þeirri ferð slitið með heimsókn í brugghúsið í Ölvisholti. „Þar er framleiddur bjórinn Skjálfti sem komst í framleiðslu daginn sem Suðurlandsskjálftinn reið yfir, og margir aðrir góðir bjórar eins og Móri og Freyja,“ segir Guðni. Í þriðju og síðustu ferðinni verður haldið í Flóa og fyrsta stopp verður hjá Magnúsi Karel Hannessyni á Eyrarbakka, í Laugabúð Guðlaugs Pálssonar. „Guðlaugur starfaði sem kaupmaður lengst allra í Evrópu, í 76 ár stóð hann vaktina á Eyrarbakka,“ segir Guðni. „Kannski nær Bjarni Har í Skagafirði honum.“ Þá verður stoppað hjá Páli Reynissyni í Veiðisafninu á Stokkseyri. Þar má sjá ljón, gíraffa, bjarndýr, sebrahesta og marga aðra framandi uppstoppaða bráð. Næsta viðkoma verður í Laugardælakirkju þar sem Bobby Fischer, heimsmeistari í skák, var jarðsettur árið 2008. „Þangað koma þúsundir manna ár hvert og láta mynda sig við leiði Fischer,“ segir Guðni. „Ég geng með fólki í kirkjuna og segi sögu þessa einstaka Íslendings en skákir hans verða vafalaust enn tefldar eftir þúsund ár. Við björguðum honum undan hrammi Bandaríkjanna og guldum fyrir það með því að herstöðin fór og við fengum ekki lánalínur í hruninu, helvítin á þeim,“ segir Guðni og glottir við tönn. Komið verður við í Forsæti, þar sem hjónin Ólafur Sigurjónsson og Bergþóra Guðbergsdóttir reka listagallerí. Þar má til dæmis sjá orgelið úr Landakirkju í Vestmannaeyjum, sem talið var ónýtt eftir gosið en Ólafur gerði það upp. Mun hann spila á það fyrir gesti. Þar má einnig sjá tréskurðarverk Siggu á Grund. Í þessari ferð verður einnig komið við í Flóaáveitunni og Ölvisholti. Auk þess veður stoppað við Urriðafoss. „Það fór lítið fyrir þessum fossi þar til Einar Benediktsson skáld vildi virkja hann. Enn er það umdeilt og allir hafa skoðanir á því,“ segir Guðni. „Í dag elska stangveiðimenn fossinn, því þeir hafa aldrei lent í jafn sterkum laxi og þar. Laxinn leikur sér, eins og lömb í rétt.“ Ferðirnar með Guðna eru öllum opnar og hægt er að panta á vef Ferðafélags Íslands, fi.is. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Flóahreppur Rangárþing eystra Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, mun stýra þremur ferðum um Suðurland með Ferðafélagi Íslands. Föstudaginn 6. september verður haldið á Njáluslóðir, laugardaginn 7. september í sveitaferð um Árnessýslu og föstudaginn 20. september í fjölbreytta menningar- og listaferð í Flóa. „Ég er orðinn þaulvanur og búinn að fara oft í Flóann og á Njáluslóð,“ segir Guðni. „Þetta er gríðarlega skemmtilegt og ég var nú svo gæfusamur að fara með sjálfum Jóni Böðvarssyni, sem sumir héldu að væri höfundur Njálu. Ég lærði mikið af honum.“ Þegar Guðni segir fólki frá Njálu setur hann sig í miklar stellingar. „Ég segi frá Njálu með innlifun þannig að þeir sem með mér eru sjái Gunnar og Hallgerði lifandi fyrir sér og þegar við komum að Bergþórshvoli lýsi ég brennunni þannig að fólk finnur brunalykt,“ segir Guðni. „Ég segi einnig frá Njálumönnum nútímans, hetjum héraðsins.“ Njála, og sérstaklega saga Hallgerðar langbrókar, er Guðna hugleikin og árið 2014 skrifaði hann bók henni til málsvarnar. „Allan hennar óþokkaskap hef ég fyrirgefið Hallgerði,“ segir Guðni. „Njáll sagði að allt hið illa myndi fylgja henni þegar hún kæmi austur, sem varð raunin með bana Gunnars og brennunni á Bergþórshvoli að hluta. En Hallgerður var kona samtímans og átti erfitt líf. Hún var misnotuð af fóstra sínum og síðar lögð í einelti í héraðinu. Ég leiði söguna í gegnum hana.“ Í þessari ferð verður einnig farið að Odda á Rangárvöllum og sagðar sögur af frægum Oddaverjum, svo sem Sæmundi Sigfússyni fróða og Jóni Loftssyni. Í annarri ferðinni verður skyggnst inn í gnægtabúr sunnlensks landbúnaðar í Gullhreppum, eins og þeir voru kallaðir að fornu. Komið verður við á Flúðum þar sem er umfangsmikil sveppa- og grænmetisrækt. Þá verður komið við í einu tæknivæddasta og glæsilegasta fjölskyldubúi í Evrópu, Gunnbjarnarholti, sem hjónin Arnar Bjarni Eiríksson og Berglind Bjarnadóttir reka, og í Flóaáveituna á Brúnastaðaflötum, hina miklu aðveituskurði sem grafnir voru fyrir öld. „Flóaáveitan var magnaðasta landbúnaðarframkvæmd síðustu aldar og varð svo fræg að hún spurðist til páfans í Róm,“ segir Guðni. „Þegar Neil Armstrong steig á tunglið fyrstur manna sagðist hann sjá tvö mannvirki á jörðinni, Kínamúrinn og Flóaáveituna.“ Verður þeirri ferð slitið með heimsókn í brugghúsið í Ölvisholti. „Þar er framleiddur bjórinn Skjálfti sem komst í framleiðslu daginn sem Suðurlandsskjálftinn reið yfir, og margir aðrir góðir bjórar eins og Móri og Freyja,“ segir Guðni. Í þriðju og síðustu ferðinni verður haldið í Flóa og fyrsta stopp verður hjá Magnúsi Karel Hannessyni á Eyrarbakka, í Laugabúð Guðlaugs Pálssonar. „Guðlaugur starfaði sem kaupmaður lengst allra í Evrópu, í 76 ár stóð hann vaktina á Eyrarbakka,“ segir Guðni. „Kannski nær Bjarni Har í Skagafirði honum.“ Þá verður stoppað hjá Páli Reynissyni í Veiðisafninu á Stokkseyri. Þar má sjá ljón, gíraffa, bjarndýr, sebrahesta og marga aðra framandi uppstoppaða bráð. Næsta viðkoma verður í Laugardælakirkju þar sem Bobby Fischer, heimsmeistari í skák, var jarðsettur árið 2008. „Þangað koma þúsundir manna ár hvert og láta mynda sig við leiði Fischer,“ segir Guðni. „Ég geng með fólki í kirkjuna og segi sögu þessa einstaka Íslendings en skákir hans verða vafalaust enn tefldar eftir þúsund ár. Við björguðum honum undan hrammi Bandaríkjanna og guldum fyrir það með því að herstöðin fór og við fengum ekki lánalínur í hruninu, helvítin á þeim,“ segir Guðni og glottir við tönn. Komið verður við í Forsæti, þar sem hjónin Ólafur Sigurjónsson og Bergþóra Guðbergsdóttir reka listagallerí. Þar má til dæmis sjá orgelið úr Landakirkju í Vestmannaeyjum, sem talið var ónýtt eftir gosið en Ólafur gerði það upp. Mun hann spila á það fyrir gesti. Þar má einnig sjá tréskurðarverk Siggu á Grund. Í þessari ferð verður einnig komið við í Flóaáveitunni og Ölvisholti. Auk þess veður stoppað við Urriðafoss. „Það fór lítið fyrir þessum fossi þar til Einar Benediktsson skáld vildi virkja hann. Enn er það umdeilt og allir hafa skoðanir á því,“ segir Guðni. „Í dag elska stangveiðimenn fossinn, því þeir hafa aldrei lent í jafn sterkum laxi og þar. Laxinn leikur sér, eins og lömb í rétt.“ Ferðirnar með Guðna eru öllum opnar og hægt er að panta á vef Ferðafélags Íslands, fi.is.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Flóahreppur Rangárþing eystra Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira