Markavélin sem ekkert fær stöðvað Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. september 2019 16:00 Sergio Aguero. Getty/Marc Atkins Þrátt fyrir að hafa fengið stutt sumarfrí og tekið þátt í verkefni með argentínska landsliðinu í fimmta sinn á síðustu sex árum virðist ekki vera hægt að stöðva argentínska markahrókinn Sergio Aguero í fremstu víglínu Manchester City. Aguero skoraði tvívegis fyrir ensku meistarana um helgina í 4-0 sigri á Brighton ásamt því að leggja upp mark fyrir Bernando Silva. Aguero sem kom inn af bekknum í fyrstu umferð gegn West Ham er ekki búinn að ná að leika þrjá heila leiki en á þeim 267 mínútum sem hann hefur fengið hefur Aguero skorað sex mörk. Gabriel Jesus er enginn aukvisi sem varamaður, framherji brasilíska landsliðsins sem hefur skorað 46 mörk í 102 leikjum og yfirleitt í hlutverki varamanns en City mun halda áfram að reiða sig á framlag Aguero næstu árin. Það virðist ekkert ætla að hægjast á Aguero sem er búinn að skora úr síðustu sjö skotum sínum á markið í ensku úrvalsdeildinni. Jesus er einn fjölmargra sem Manchester City hefur keypt til að veita Aguero samkeppni og aðstoð en alltaf er Aguero fyrsti kostur og stendur undir væntingum. Argentínumaðurinn á tvö ár eftir af samningi sínum á Etihad-vellinum og hefur gefið það út að hann ætli sér að ná tíu árum í herbúðum City og er erfitt að sjá að það fari eitthvað að hægjast á honum þrátt fyrir leikjaálagið á þrítugan skrokk.Vakti ungur athygli Aguero, sem varð 31 árs í sumar, vakti ungur athygli þegar hann lék fyrsta leik sinn fyrir Independiente rétt rúmlega fimmtán ára gamall og bætti með því 27 ára gamalt met Diego Armando Maradona. Það reyndist eini leikur hans þetta tímabilið en ári síðar var hann tekinn, sextán ára gamall, inn í aðalliðið og fór að leika með því. Aguero vakti athygli stórliða í Evrópu þegar hann skoraði 18 mörk á síðasta tímabili sínu í Argentínu og nýtti Atletico Madrid tækifærið og samdi við hinn sautján ára gamla Aguero. Á Spáni fékk hann það erfiða hlutverk að fylla í skarð Fernando Torres og lék hann í fimm ár með félaginu með góðum árangri áður en Manchester City kom kallandi og gerði hinn 23 ára gamla Aguero að dýrasta leikmanni í sögu félagsins.Kom City yfir endalínuna City var nýbúið að vinna enska bikarinn, fyrsta titilinn eftir að félagið var keypt af miðausturlenskum fjárfestum, en nú átti að gera atlögu að þeim stærsta. Aguero var ekki lengi að stimpla sig inn því hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í fyrsta leik sínum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Aguero skoraði svo sigurmarkið í lokaleik fyrsta tímabils síns á Englandi í frægum 3-2 sigri á QPR þar sem Aguero innsiglaði fyrsta meistaratitil félagsins í 44 ár. Argentínumaðurinn náði ekki að halda sínu striki á öðru tímabilinu þegar City olli vonbrigðum en síðan þá hafa Aguero og City ekki litið um öxl. Aguero hefur skorað yfir 20 mörk síðustu fimm tímabil en meiðsli komu í veg fyrir að þau væru sex í röð. Magnað afrek, sérstaklega þegar litið er til þess að Aguero er að hefja sitt sextánda tímabil sem leikmaður meistaraflokks og hefur varla fengið almennilegt sumarfrí til að hvíla líkamann síðustu sexsumur. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður út í afrek Aguero undanfarnar vikur og fór hann fögrum orðum um framherja sinn. „Sergio byrjaði að skora mörk í argentínsku deildinni sextán ára gamall og hann mun skora mörk á dánarbeðinum. Hann er einstakur leikmaður sem er mjög fús að reyna nýja hluti. Við höfum breytt ýmsu í hans leik og hann hefur staðist allt,“ sagði Guardiola um Aguero sem hefur skorað 101 mark í 134 leikjum síðan Guardiola tók við liðinu af Manuel Pellegrini. „Við þurfum á markanefinu hans að halda en hann hjálpar liðinu líka heilmikið þegar hann er ekki að skora. Hann hefur verið frábær frá því að ég tók við liðinu og kann ég honum mínar bestu þakkir.“Met Rooney innan seilingar Átta árum eftir að Aguero kom til Englands er hann enn að og hægt að tala um ein bestu kaup í sögu Manchester City enda Aguero handhafi allra meta félagsins þegar kemur að markaskorun. Aguero hefur alls skorað 237 mörk fyrir Manchester City í öllum keppnum og 170 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Aguero ætti að ná Thierry Henry (175), Frank Lampard (177) og jafnvel Andy Cole (187) á þessu tímabili og Wayne Rooney (208) er ekki langt undan þótt erfitt sé að sjá Aguero ná markameti Alans Shearer sem skoraði 260 mörk í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa fengið stutt sumarfrí og tekið þátt í verkefni með argentínska landsliðinu í fimmta sinn á síðustu sex árum virðist ekki vera hægt að stöðva argentínska markahrókinn Sergio Aguero í fremstu víglínu Manchester City. Aguero skoraði tvívegis fyrir ensku meistarana um helgina í 4-0 sigri á Brighton ásamt því að leggja upp mark fyrir Bernando Silva. Aguero sem kom inn af bekknum í fyrstu umferð gegn West Ham er ekki búinn að ná að leika þrjá heila leiki en á þeim 267 mínútum sem hann hefur fengið hefur Aguero skorað sex mörk. Gabriel Jesus er enginn aukvisi sem varamaður, framherji brasilíska landsliðsins sem hefur skorað 46 mörk í 102 leikjum og yfirleitt í hlutverki varamanns en City mun halda áfram að reiða sig á framlag Aguero næstu árin. Það virðist ekkert ætla að hægjast á Aguero sem er búinn að skora úr síðustu sjö skotum sínum á markið í ensku úrvalsdeildinni. Jesus er einn fjölmargra sem Manchester City hefur keypt til að veita Aguero samkeppni og aðstoð en alltaf er Aguero fyrsti kostur og stendur undir væntingum. Argentínumaðurinn á tvö ár eftir af samningi sínum á Etihad-vellinum og hefur gefið það út að hann ætli sér að ná tíu árum í herbúðum City og er erfitt að sjá að það fari eitthvað að hægjast á honum þrátt fyrir leikjaálagið á þrítugan skrokk.Vakti ungur athygli Aguero, sem varð 31 árs í sumar, vakti ungur athygli þegar hann lék fyrsta leik sinn fyrir Independiente rétt rúmlega fimmtán ára gamall og bætti með því 27 ára gamalt met Diego Armando Maradona. Það reyndist eini leikur hans þetta tímabilið en ári síðar var hann tekinn, sextán ára gamall, inn í aðalliðið og fór að leika með því. Aguero vakti athygli stórliða í Evrópu þegar hann skoraði 18 mörk á síðasta tímabili sínu í Argentínu og nýtti Atletico Madrid tækifærið og samdi við hinn sautján ára gamla Aguero. Á Spáni fékk hann það erfiða hlutverk að fylla í skarð Fernando Torres og lék hann í fimm ár með félaginu með góðum árangri áður en Manchester City kom kallandi og gerði hinn 23 ára gamla Aguero að dýrasta leikmanni í sögu félagsins.Kom City yfir endalínuna City var nýbúið að vinna enska bikarinn, fyrsta titilinn eftir að félagið var keypt af miðausturlenskum fjárfestum, en nú átti að gera atlögu að þeim stærsta. Aguero var ekki lengi að stimpla sig inn því hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í fyrsta leik sínum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Aguero skoraði svo sigurmarkið í lokaleik fyrsta tímabils síns á Englandi í frægum 3-2 sigri á QPR þar sem Aguero innsiglaði fyrsta meistaratitil félagsins í 44 ár. Argentínumaðurinn náði ekki að halda sínu striki á öðru tímabilinu þegar City olli vonbrigðum en síðan þá hafa Aguero og City ekki litið um öxl. Aguero hefur skorað yfir 20 mörk síðustu fimm tímabil en meiðsli komu í veg fyrir að þau væru sex í röð. Magnað afrek, sérstaklega þegar litið er til þess að Aguero er að hefja sitt sextánda tímabil sem leikmaður meistaraflokks og hefur varla fengið almennilegt sumarfrí til að hvíla líkamann síðustu sexsumur. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður út í afrek Aguero undanfarnar vikur og fór hann fögrum orðum um framherja sinn. „Sergio byrjaði að skora mörk í argentínsku deildinni sextán ára gamall og hann mun skora mörk á dánarbeðinum. Hann er einstakur leikmaður sem er mjög fús að reyna nýja hluti. Við höfum breytt ýmsu í hans leik og hann hefur staðist allt,“ sagði Guardiola um Aguero sem hefur skorað 101 mark í 134 leikjum síðan Guardiola tók við liðinu af Manuel Pellegrini. „Við þurfum á markanefinu hans að halda en hann hjálpar liðinu líka heilmikið þegar hann er ekki að skora. Hann hefur verið frábær frá því að ég tók við liðinu og kann ég honum mínar bestu þakkir.“Met Rooney innan seilingar Átta árum eftir að Aguero kom til Englands er hann enn að og hægt að tala um ein bestu kaup í sögu Manchester City enda Aguero handhafi allra meta félagsins þegar kemur að markaskorun. Aguero hefur alls skorað 237 mörk fyrir Manchester City í öllum keppnum og 170 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Aguero ætti að ná Thierry Henry (175), Frank Lampard (177) og jafnvel Andy Cole (187) á þessu tímabili og Wayne Rooney (208) er ekki langt undan þótt erfitt sé að sjá Aguero ná markameti Alans Shearer sem skoraði 260 mörk í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira