Markavélin sem ekkert fær stöðvað Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. september 2019 16:00 Sergio Aguero. Getty/Marc Atkins Þrátt fyrir að hafa fengið stutt sumarfrí og tekið þátt í verkefni með argentínska landsliðinu í fimmta sinn á síðustu sex árum virðist ekki vera hægt að stöðva argentínska markahrókinn Sergio Aguero í fremstu víglínu Manchester City. Aguero skoraði tvívegis fyrir ensku meistarana um helgina í 4-0 sigri á Brighton ásamt því að leggja upp mark fyrir Bernando Silva. Aguero sem kom inn af bekknum í fyrstu umferð gegn West Ham er ekki búinn að ná að leika þrjá heila leiki en á þeim 267 mínútum sem hann hefur fengið hefur Aguero skorað sex mörk. Gabriel Jesus er enginn aukvisi sem varamaður, framherji brasilíska landsliðsins sem hefur skorað 46 mörk í 102 leikjum og yfirleitt í hlutverki varamanns en City mun halda áfram að reiða sig á framlag Aguero næstu árin. Það virðist ekkert ætla að hægjast á Aguero sem er búinn að skora úr síðustu sjö skotum sínum á markið í ensku úrvalsdeildinni. Jesus er einn fjölmargra sem Manchester City hefur keypt til að veita Aguero samkeppni og aðstoð en alltaf er Aguero fyrsti kostur og stendur undir væntingum. Argentínumaðurinn á tvö ár eftir af samningi sínum á Etihad-vellinum og hefur gefið það út að hann ætli sér að ná tíu árum í herbúðum City og er erfitt að sjá að það fari eitthvað að hægjast á honum þrátt fyrir leikjaálagið á þrítugan skrokk.Vakti ungur athygli Aguero, sem varð 31 árs í sumar, vakti ungur athygli þegar hann lék fyrsta leik sinn fyrir Independiente rétt rúmlega fimmtán ára gamall og bætti með því 27 ára gamalt met Diego Armando Maradona. Það reyndist eini leikur hans þetta tímabilið en ári síðar var hann tekinn, sextán ára gamall, inn í aðalliðið og fór að leika með því. Aguero vakti athygli stórliða í Evrópu þegar hann skoraði 18 mörk á síðasta tímabili sínu í Argentínu og nýtti Atletico Madrid tækifærið og samdi við hinn sautján ára gamla Aguero. Á Spáni fékk hann það erfiða hlutverk að fylla í skarð Fernando Torres og lék hann í fimm ár með félaginu með góðum árangri áður en Manchester City kom kallandi og gerði hinn 23 ára gamla Aguero að dýrasta leikmanni í sögu félagsins.Kom City yfir endalínuna City var nýbúið að vinna enska bikarinn, fyrsta titilinn eftir að félagið var keypt af miðausturlenskum fjárfestum, en nú átti að gera atlögu að þeim stærsta. Aguero var ekki lengi að stimpla sig inn því hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í fyrsta leik sínum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Aguero skoraði svo sigurmarkið í lokaleik fyrsta tímabils síns á Englandi í frægum 3-2 sigri á QPR þar sem Aguero innsiglaði fyrsta meistaratitil félagsins í 44 ár. Argentínumaðurinn náði ekki að halda sínu striki á öðru tímabilinu þegar City olli vonbrigðum en síðan þá hafa Aguero og City ekki litið um öxl. Aguero hefur skorað yfir 20 mörk síðustu fimm tímabil en meiðsli komu í veg fyrir að þau væru sex í röð. Magnað afrek, sérstaklega þegar litið er til þess að Aguero er að hefja sitt sextánda tímabil sem leikmaður meistaraflokks og hefur varla fengið almennilegt sumarfrí til að hvíla líkamann síðustu sexsumur. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður út í afrek Aguero undanfarnar vikur og fór hann fögrum orðum um framherja sinn. „Sergio byrjaði að skora mörk í argentínsku deildinni sextán ára gamall og hann mun skora mörk á dánarbeðinum. Hann er einstakur leikmaður sem er mjög fús að reyna nýja hluti. Við höfum breytt ýmsu í hans leik og hann hefur staðist allt,“ sagði Guardiola um Aguero sem hefur skorað 101 mark í 134 leikjum síðan Guardiola tók við liðinu af Manuel Pellegrini. „Við þurfum á markanefinu hans að halda en hann hjálpar liðinu líka heilmikið þegar hann er ekki að skora. Hann hefur verið frábær frá því að ég tók við liðinu og kann ég honum mínar bestu þakkir.“Met Rooney innan seilingar Átta árum eftir að Aguero kom til Englands er hann enn að og hægt að tala um ein bestu kaup í sögu Manchester City enda Aguero handhafi allra meta félagsins þegar kemur að markaskorun. Aguero hefur alls skorað 237 mörk fyrir Manchester City í öllum keppnum og 170 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Aguero ætti að ná Thierry Henry (175), Frank Lampard (177) og jafnvel Andy Cole (187) á þessu tímabili og Wayne Rooney (208) er ekki langt undan þótt erfitt sé að sjá Aguero ná markameti Alans Shearer sem skoraði 260 mörk í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa fengið stutt sumarfrí og tekið þátt í verkefni með argentínska landsliðinu í fimmta sinn á síðustu sex árum virðist ekki vera hægt að stöðva argentínska markahrókinn Sergio Aguero í fremstu víglínu Manchester City. Aguero skoraði tvívegis fyrir ensku meistarana um helgina í 4-0 sigri á Brighton ásamt því að leggja upp mark fyrir Bernando Silva. Aguero sem kom inn af bekknum í fyrstu umferð gegn West Ham er ekki búinn að ná að leika þrjá heila leiki en á þeim 267 mínútum sem hann hefur fengið hefur Aguero skorað sex mörk. Gabriel Jesus er enginn aukvisi sem varamaður, framherji brasilíska landsliðsins sem hefur skorað 46 mörk í 102 leikjum og yfirleitt í hlutverki varamanns en City mun halda áfram að reiða sig á framlag Aguero næstu árin. Það virðist ekkert ætla að hægjast á Aguero sem er búinn að skora úr síðustu sjö skotum sínum á markið í ensku úrvalsdeildinni. Jesus er einn fjölmargra sem Manchester City hefur keypt til að veita Aguero samkeppni og aðstoð en alltaf er Aguero fyrsti kostur og stendur undir væntingum. Argentínumaðurinn á tvö ár eftir af samningi sínum á Etihad-vellinum og hefur gefið það út að hann ætli sér að ná tíu árum í herbúðum City og er erfitt að sjá að það fari eitthvað að hægjast á honum þrátt fyrir leikjaálagið á þrítugan skrokk.Vakti ungur athygli Aguero, sem varð 31 árs í sumar, vakti ungur athygli þegar hann lék fyrsta leik sinn fyrir Independiente rétt rúmlega fimmtán ára gamall og bætti með því 27 ára gamalt met Diego Armando Maradona. Það reyndist eini leikur hans þetta tímabilið en ári síðar var hann tekinn, sextán ára gamall, inn í aðalliðið og fór að leika með því. Aguero vakti athygli stórliða í Evrópu þegar hann skoraði 18 mörk á síðasta tímabili sínu í Argentínu og nýtti Atletico Madrid tækifærið og samdi við hinn sautján ára gamla Aguero. Á Spáni fékk hann það erfiða hlutverk að fylla í skarð Fernando Torres og lék hann í fimm ár með félaginu með góðum árangri áður en Manchester City kom kallandi og gerði hinn 23 ára gamla Aguero að dýrasta leikmanni í sögu félagsins.Kom City yfir endalínuna City var nýbúið að vinna enska bikarinn, fyrsta titilinn eftir að félagið var keypt af miðausturlenskum fjárfestum, en nú átti að gera atlögu að þeim stærsta. Aguero var ekki lengi að stimpla sig inn því hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í fyrsta leik sínum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Aguero skoraði svo sigurmarkið í lokaleik fyrsta tímabils síns á Englandi í frægum 3-2 sigri á QPR þar sem Aguero innsiglaði fyrsta meistaratitil félagsins í 44 ár. Argentínumaðurinn náði ekki að halda sínu striki á öðru tímabilinu þegar City olli vonbrigðum en síðan þá hafa Aguero og City ekki litið um öxl. Aguero hefur skorað yfir 20 mörk síðustu fimm tímabil en meiðsli komu í veg fyrir að þau væru sex í röð. Magnað afrek, sérstaklega þegar litið er til þess að Aguero er að hefja sitt sextánda tímabil sem leikmaður meistaraflokks og hefur varla fengið almennilegt sumarfrí til að hvíla líkamann síðustu sexsumur. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður út í afrek Aguero undanfarnar vikur og fór hann fögrum orðum um framherja sinn. „Sergio byrjaði að skora mörk í argentínsku deildinni sextán ára gamall og hann mun skora mörk á dánarbeðinum. Hann er einstakur leikmaður sem er mjög fús að reyna nýja hluti. Við höfum breytt ýmsu í hans leik og hann hefur staðist allt,“ sagði Guardiola um Aguero sem hefur skorað 101 mark í 134 leikjum síðan Guardiola tók við liðinu af Manuel Pellegrini. „Við þurfum á markanefinu hans að halda en hann hjálpar liðinu líka heilmikið þegar hann er ekki að skora. Hann hefur verið frábær frá því að ég tók við liðinu og kann ég honum mínar bestu þakkir.“Met Rooney innan seilingar Átta árum eftir að Aguero kom til Englands er hann enn að og hægt að tala um ein bestu kaup í sögu Manchester City enda Aguero handhafi allra meta félagsins þegar kemur að markaskorun. Aguero hefur alls skorað 237 mörk fyrir Manchester City í öllum keppnum og 170 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Aguero ætti að ná Thierry Henry (175), Frank Lampard (177) og jafnvel Andy Cole (187) á þessu tímabili og Wayne Rooney (208) er ekki langt undan þótt erfitt sé að sjá Aguero ná markameti Alans Shearer sem skoraði 260 mörk í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira