Segir einkennilegt að gera þurfi mál að barnaverndarmáli svo að þjónusta sé veitt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. september 2019 20:00 Dósent í félagsráðgjöf segir einkennilegt að gera þurfi mál að barnaverndarmáli svo að þjónusta sé veitt. Í vikunni tilkynnti móðir sig til barnaverndar en hún hafði beðið í fimm ár eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar. Í Fréttablaðinu í vikunni var greint frá móður sem hafði beðið í fimm ár eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð vegna ADHD og fylgiraskana. Fram kemur að mál stúlkunnar hafi verið á borði Reykjavíkurborgar og síðan Hafnarfjarðarbæ. Þau hafi sífellt verið send á milli staða og ekki fengið viðunandi þjónustu. Það hafi því verið örþrifaráð að tilkynna sig sjálfa til barnaverndar. Dósent í félagsráðgjöf segir einkennilegt að fólk þurfi að fara þessa leið til að fá viðunandi þjónustu. „Það er mjög eðlilegt að sveitarfélögin séu öflug í því að veita þá þjónustu sem nauðsynleg er,“ sagði Freydís Jóna Freysteinsdóttir, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Freydís hannaði fyrir nokkrum árum flokkunarkerfi fyrir Barnavernd. Tilgangur kerfisins er að flokka mál sem taka eigi til meðferðar. „Maður heyrði af því og maður varð var við það þegar maður var sjálfur að vinna við barnavernd að það var verið að setja mál þarna inn til þess að gera þau að barnaverndarmáli til þess að fá þjónustu,“ sagði Freydís. Í flokkunarkerfinu eru fjórir yfirflokkar og eru þeir meðal annars ofbeldi og vanræksla. Ef mál barns fellur ekki í flokk kerfisins er hreinlega ekki um barnaverndarmál að ræða. „Ef það passar ekki inn í, ef það er ekki um vanrækslu að ræða af einhverju tagi eða ofbeldi eða áhættuhegðun barns, að þá ætti ekki að flokka það sem barnaverndarmál. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk hafi aðgang að þeirri þjónustu sem það þarf þannig að það þurfi ekki að vera að fara þessa leið,“ sagði Freydís. Barnavernd Börn og uppeldi Hafnarfjörður Reykjavík Tengdar fréttir Móðir tilkynnti sig til barnaverndar Móðir ellefu ára stúlku í Hafnarfirði tilkynnti sjálfa sig til barnaverndar, í samráði við skólann sem stúlkan gengur í, eftir að hafa í fimm ár beðið eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð og eftirfylg 28. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Sjá meira
Dósent í félagsráðgjöf segir einkennilegt að gera þurfi mál að barnaverndarmáli svo að þjónusta sé veitt. Í vikunni tilkynnti móðir sig til barnaverndar en hún hafði beðið í fimm ár eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar. Í Fréttablaðinu í vikunni var greint frá móður sem hafði beðið í fimm ár eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð vegna ADHD og fylgiraskana. Fram kemur að mál stúlkunnar hafi verið á borði Reykjavíkurborgar og síðan Hafnarfjarðarbæ. Þau hafi sífellt verið send á milli staða og ekki fengið viðunandi þjónustu. Það hafi því verið örþrifaráð að tilkynna sig sjálfa til barnaverndar. Dósent í félagsráðgjöf segir einkennilegt að fólk þurfi að fara þessa leið til að fá viðunandi þjónustu. „Það er mjög eðlilegt að sveitarfélögin séu öflug í því að veita þá þjónustu sem nauðsynleg er,“ sagði Freydís Jóna Freysteinsdóttir, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Freydís hannaði fyrir nokkrum árum flokkunarkerfi fyrir Barnavernd. Tilgangur kerfisins er að flokka mál sem taka eigi til meðferðar. „Maður heyrði af því og maður varð var við það þegar maður var sjálfur að vinna við barnavernd að það var verið að setja mál þarna inn til þess að gera þau að barnaverndarmáli til þess að fá þjónustu,“ sagði Freydís. Í flokkunarkerfinu eru fjórir yfirflokkar og eru þeir meðal annars ofbeldi og vanræksla. Ef mál barns fellur ekki í flokk kerfisins er hreinlega ekki um barnaverndarmál að ræða. „Ef það passar ekki inn í, ef það er ekki um vanrækslu að ræða af einhverju tagi eða ofbeldi eða áhættuhegðun barns, að þá ætti ekki að flokka það sem barnaverndarmál. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk hafi aðgang að þeirri þjónustu sem það þarf þannig að það þurfi ekki að vera að fara þessa leið,“ sagði Freydís.
Barnavernd Börn og uppeldi Hafnarfjörður Reykjavík Tengdar fréttir Móðir tilkynnti sig til barnaverndar Móðir ellefu ára stúlku í Hafnarfirði tilkynnti sjálfa sig til barnaverndar, í samráði við skólann sem stúlkan gengur í, eftir að hafa í fimm ár beðið eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð og eftirfylg 28. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Sjá meira
Móðir tilkynnti sig til barnaverndar Móðir ellefu ára stúlku í Hafnarfirði tilkynnti sjálfa sig til barnaverndar, í samráði við skólann sem stúlkan gengur í, eftir að hafa í fimm ár beðið eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð og eftirfylg 28. ágúst 2019 06:00