Mikil útgjöld í framkvæmdir og viðhald skóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. september 2019 11:55 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg vinnur að viðhaldi og framkvæmdum í að minnsta kosti átta af 39 grunnskólum í Reykjavíkur en í fimm þeirra hefur komið upp raki og eða mygla. Borgarstjóri segir að tekjuafgangur borgarinnar, á fyrstu sex mánuðum ársins, geri það að verkum að óvenju mikið fé verði sett í framkvæmdir í skólum og leikskólum borgarinnar. Viðhald og framkvæmdir fara nú fram í Fossvogsskóla, Ártúnsskóla, Breiðholtsskóla, Seljaskóla og Fellaskóla meðal annars vegna rakaskemmda og eða myglu. Þá hefur komið upp grunur um myglu í Hagaskóla. Auk þess er unnið að framkvæmdum í Dalskóla, Grandaskóla, Norðlingaskóla. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að framlög til viðhalds skólahúsnæðis hafi tvöfaldast frá árinu 2017 og í áætlun fyrir þetta ár sé gert ráð fyrir að rúmur milljarður fari í almennt viðhald. Í vikunni kom fram að borgin var rekin með tæplega átta milljarða afgangi fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra var afgangurinn ríflega níu milljarðar. Dagur segir að í byrjun ársins hafi verið óttast að grípa þyrfti til mikil niðurskurðar vegna samdráttar í tekjum en afgangur nú geri það að verkum að hægt verði að setja óvenju mikið fé í framkvæmdir og viðhald í grunnskólum og leikskólum borgarinnar. „Það er mjög ánægjulegt að vera réttu megin við núllið því efnahagslífið er að dragast aðeins saman og við erum búin að vera að bæta í skólahúsnæði, viðhald þess og framkvæmdir síðastliðin ár og þessi staða gerir það að verkum að við getum haldið dampi í því,“ segir Dagur. Hann segir að eftir eigi að gera áætlun varðandi til næstu fimm ára. „Við erum sýna að rýna viðbyggingarþarfir í nokkrum skólum og gera úttektir á öðrum til þess að geta nýtt það í forgangsröðun fyrir fjárfestingaráætlun fyrir næstu ár og til næstu fimm ára en niðurstaða í því liggur fyrir þegar fjárfestingaráætlun verður lögð fram í haust.“ Almennt sé verið að setja mikla fjármuni í viðhald hjá borginni. „Í raun öll viðhaldsmál. Við erum síðustu ár búin að vera í mjög miklu átaki í viðhaldi gatna sem var komið á tíma og erum að standa fyrir meiri fjárfestingum en líklega nokkru sinni áður í sögu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson. Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Reykjavíkurborg vinnur að viðhaldi og framkvæmdum í að minnsta kosti átta af 39 grunnskólum í Reykjavíkur en í fimm þeirra hefur komið upp raki og eða mygla. Borgarstjóri segir að tekjuafgangur borgarinnar, á fyrstu sex mánuðum ársins, geri það að verkum að óvenju mikið fé verði sett í framkvæmdir í skólum og leikskólum borgarinnar. Viðhald og framkvæmdir fara nú fram í Fossvogsskóla, Ártúnsskóla, Breiðholtsskóla, Seljaskóla og Fellaskóla meðal annars vegna rakaskemmda og eða myglu. Þá hefur komið upp grunur um myglu í Hagaskóla. Auk þess er unnið að framkvæmdum í Dalskóla, Grandaskóla, Norðlingaskóla. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að framlög til viðhalds skólahúsnæðis hafi tvöfaldast frá árinu 2017 og í áætlun fyrir þetta ár sé gert ráð fyrir að rúmur milljarður fari í almennt viðhald. Í vikunni kom fram að borgin var rekin með tæplega átta milljarða afgangi fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra var afgangurinn ríflega níu milljarðar. Dagur segir að í byrjun ársins hafi verið óttast að grípa þyrfti til mikil niðurskurðar vegna samdráttar í tekjum en afgangur nú geri það að verkum að hægt verði að setja óvenju mikið fé í framkvæmdir og viðhald í grunnskólum og leikskólum borgarinnar. „Það er mjög ánægjulegt að vera réttu megin við núllið því efnahagslífið er að dragast aðeins saman og við erum búin að vera að bæta í skólahúsnæði, viðhald þess og framkvæmdir síðastliðin ár og þessi staða gerir það að verkum að við getum haldið dampi í því,“ segir Dagur. Hann segir að eftir eigi að gera áætlun varðandi til næstu fimm ára. „Við erum sýna að rýna viðbyggingarþarfir í nokkrum skólum og gera úttektir á öðrum til þess að geta nýtt það í forgangsröðun fyrir fjárfestingaráætlun fyrir næstu ár og til næstu fimm ára en niðurstaða í því liggur fyrir þegar fjárfestingaráætlun verður lögð fram í haust.“ Almennt sé verið að setja mikla fjármuni í viðhald hjá borginni. „Í raun öll viðhaldsmál. Við erum síðustu ár búin að vera í mjög miklu átaki í viðhaldi gatna sem var komið á tíma og erum að standa fyrir meiri fjárfestingum en líklega nokkru sinni áður í sögu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira