Hefja aðgerðir gegn matarsóun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2019 21:37 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur hrint af stað verkefnum sem ætlað er að draga úr matarsóun. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að fara af stað með verkefni sem ætlað er að vinna gegn matarsóun. Eru verkefnin liður í aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og verða þau í umsjón Umhverfisstofnunar. Að því er fram kemur á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er eitt verkefnið könnun á viðhorfi Íslendinga til matarsóunar. Sambærilegar kannanir voru gerðar árin 2015 og 2017 en markmið könnunarinnar nú er meðal annars að rannsaka hvort viðhorf til matarsóunar hefur breyst á undanförnum misserum. Auk þess verður efnt til viðburðar um matarasóun „þar sem verður boðið upp á veitingar úr illseljanlegum, „útlitsgölluðum“ en bragðgóðum matvörum í þeim tilgangi að vekja athygli á hve miklum matvælum við sóum árlega,“ að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þá verður auknu fé veitt í kynningu og fræðslu um matarsóun, rekstur vefsins matarsoun.is tryggður áfram og ráðist í samstarfsverkefni með Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna. „Verkefnið felst í að gera athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega kröfur sem ekki eru nauðsynlegar m.t.t. matvælaöryggis sem gætu ýtt undir matarsóun. Í framhaldinu verði gripið til ráðstafana til að samræma eftirlitið í því skyni að tryggja að einungis verði gerðar þær kröfur sem nauðsynlegar eru vegna matvælaöryggis,“ segir í tilkynningu. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sex ráð til unga fólksins sem vill breyta heiminum Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem látið hefur til sín taka í umræðu um loftslagsmál undanfarin misseri hefur tekið saman ráð til fólks sem vill breyta heiminum til hins betra. 28. ágúst 2019 14:47 Þúsund heimili taka þátt í matarsóunarrannsókn Þúsund heimili verða beðin um að taka þátt í rannsókn á umfangi matarsónar á næstunni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir þátttöku auðvelda en nauðsynlega svo hægt sé að nýta niðurstöður til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. 24. ágúst 2019 21:22 Ferðalag bananans skoðað í þaula Björn og Johanna unnu saman að sýningu sem sýnir ferðalag banana frá Ekvador til landsins. Björn segir algengt að neytendur átti sig ekki á því flókna ferli að koma slíkum vörum til landsins. 27. ágúst 2019 08:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að fara af stað með verkefni sem ætlað er að vinna gegn matarsóun. Eru verkefnin liður í aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og verða þau í umsjón Umhverfisstofnunar. Að því er fram kemur á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er eitt verkefnið könnun á viðhorfi Íslendinga til matarsóunar. Sambærilegar kannanir voru gerðar árin 2015 og 2017 en markmið könnunarinnar nú er meðal annars að rannsaka hvort viðhorf til matarsóunar hefur breyst á undanförnum misserum. Auk þess verður efnt til viðburðar um matarasóun „þar sem verður boðið upp á veitingar úr illseljanlegum, „útlitsgölluðum“ en bragðgóðum matvörum í þeim tilgangi að vekja athygli á hve miklum matvælum við sóum árlega,“ að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þá verður auknu fé veitt í kynningu og fræðslu um matarsóun, rekstur vefsins matarsoun.is tryggður áfram og ráðist í samstarfsverkefni með Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna. „Verkefnið felst í að gera athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega kröfur sem ekki eru nauðsynlegar m.t.t. matvælaöryggis sem gætu ýtt undir matarsóun. Í framhaldinu verði gripið til ráðstafana til að samræma eftirlitið í því skyni að tryggja að einungis verði gerðar þær kröfur sem nauðsynlegar eru vegna matvælaöryggis,“ segir í tilkynningu.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sex ráð til unga fólksins sem vill breyta heiminum Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem látið hefur til sín taka í umræðu um loftslagsmál undanfarin misseri hefur tekið saman ráð til fólks sem vill breyta heiminum til hins betra. 28. ágúst 2019 14:47 Þúsund heimili taka þátt í matarsóunarrannsókn Þúsund heimili verða beðin um að taka þátt í rannsókn á umfangi matarsónar á næstunni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir þátttöku auðvelda en nauðsynlega svo hægt sé að nýta niðurstöður til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. 24. ágúst 2019 21:22 Ferðalag bananans skoðað í þaula Björn og Johanna unnu saman að sýningu sem sýnir ferðalag banana frá Ekvador til landsins. Björn segir algengt að neytendur átti sig ekki á því flókna ferli að koma slíkum vörum til landsins. 27. ágúst 2019 08:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Sex ráð til unga fólksins sem vill breyta heiminum Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem látið hefur til sín taka í umræðu um loftslagsmál undanfarin misseri hefur tekið saman ráð til fólks sem vill breyta heiminum til hins betra. 28. ágúst 2019 14:47
Þúsund heimili taka þátt í matarsóunarrannsókn Þúsund heimili verða beðin um að taka þátt í rannsókn á umfangi matarsónar á næstunni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir þátttöku auðvelda en nauðsynlega svo hægt sé að nýta niðurstöður til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. 24. ágúst 2019 21:22
Ferðalag bananans skoðað í þaula Björn og Johanna unnu saman að sýningu sem sýnir ferðalag banana frá Ekvador til landsins. Björn segir algengt að neytendur átti sig ekki á því flókna ferli að koma slíkum vörum til landsins. 27. ágúst 2019 08:30