Varði doktorsritgerð sína 78 ára gömul Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. september 2019 19:45 Flaggað var fyrir utan Háskóla Íslands í dag þegar Björk Guðjónsdóttir varði doktorsritgerð sína í mannfræði. Björk er fædd 1941, því 78 ára gömul og einn elsti nemandi skólans til að ljúka doktorsnámi. Hún hóf ung að árum nám í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarkvennaskóla Íslands og vann sem hjúkrunarfræðingur alla sína starfsævi. „Ég byrjaði 1. mars 1967 inni á Kleppi að vinna þar sem hjúkrunarfræðingur og síðan þegar að geðdeildarbyggingin var opnuð hérna niðri við Hringbraut þá fór ég að vinna þar. Ég hætti 2003 og þá fór ég beint í Háskólann,“ segir Björk. Hún segir sér ekki hugnast aðgerðarleysi og því hafi hún farið í nám þegar að hún hætti að vinna. „Ég gat ekki séð mig gerast eftirlaunaþegi og sitja heima og prjóna því ég er alltof energísk til þess að gera það svoleiðis og svo hafði ég áhuga fyrir mannfræði,“ segir Björk. Henni hafi því dottið í hug að kíkja í Háskólann. Hún hafi ekki ætlað að vera þar lengi en þar sé hún enn sextán árum síðar. Björk segir ritgerð sína fjalla um mál sem sé henni mjög hugleikið. „Ég var að skrifa um Al-anon og hvernig sjálfsmynd breytist hjá konum sem eru langtímaþátttakendur. Því breytingin sem verður á þeim veldur því að þetta verða mjög sjálfstæðar konur og sterkar konur finnst mér. Þær læra að takast á við hlutina öðruvísi heldur en þær gerðu sem að er mjög athyglisvert að fylgjast með og sjá,“ segir Björk. Aðspurð um það hvort hún geti hugsað sér að fara í frekara nám segir hún að allt sé óráðið. Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Flaggað var fyrir utan Háskóla Íslands í dag þegar Björk Guðjónsdóttir varði doktorsritgerð sína í mannfræði. Björk er fædd 1941, því 78 ára gömul og einn elsti nemandi skólans til að ljúka doktorsnámi. Hún hóf ung að árum nám í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarkvennaskóla Íslands og vann sem hjúkrunarfræðingur alla sína starfsævi. „Ég byrjaði 1. mars 1967 inni á Kleppi að vinna þar sem hjúkrunarfræðingur og síðan þegar að geðdeildarbyggingin var opnuð hérna niðri við Hringbraut þá fór ég að vinna þar. Ég hætti 2003 og þá fór ég beint í Háskólann,“ segir Björk. Hún segir sér ekki hugnast aðgerðarleysi og því hafi hún farið í nám þegar að hún hætti að vinna. „Ég gat ekki séð mig gerast eftirlaunaþegi og sitja heima og prjóna því ég er alltof energísk til þess að gera það svoleiðis og svo hafði ég áhuga fyrir mannfræði,“ segir Björk. Henni hafi því dottið í hug að kíkja í Háskólann. Hún hafi ekki ætlað að vera þar lengi en þar sé hún enn sextán árum síðar. Björk segir ritgerð sína fjalla um mál sem sé henni mjög hugleikið. „Ég var að skrifa um Al-anon og hvernig sjálfsmynd breytist hjá konum sem eru langtímaþátttakendur. Því breytingin sem verður á þeim veldur því að þetta verða mjög sjálfstæðar konur og sterkar konur finnst mér. Þær læra að takast á við hlutina öðruvísi heldur en þær gerðu sem að er mjög athyglisvert að fylgjast með og sjá,“ segir Björk. Aðspurð um það hvort hún geti hugsað sér að fara í frekara nám segir hún að allt sé óráðið.
Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira