Engin kostnaðaráætlun gerð vegna komu Mike Pence Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2019 15:26 Katrín fylgist grannt með Pence áður en þau héldu inn á fund sinn í húsi Landhelgisgæslunnar í Keflavík í gær. Vísir/vilhelm Utanríkisráðuneytið gerir ekki sérstaklega kostnaðaráætlanir fyrir heimsóknir erlendra ráðamanna til landsins. Er miðað við fasta kostnaðarliði. Þetta segir í svari ráðuneytisins varðandi kostnað íslenska ríkisins við komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands þann 4. september síðastliðinn. María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar, segir ekki ljóst hvenær heildarkostnaður utanríkisráðuneytisins muni liggja fyrir. Allir reikningar verði birtir á vefsíðu opinna reikninga jafnóðum. „Einnig ber að nefna að bandarísk stjórnvöld báru stóran hluta kostnaðar við undirbúning heimsóknarinnar og dvöl varaforsetans og hefur utanríkisráðuneytið ekki upplýsingar um þann kostnað,“ segir María Mjöll. Vísir hafði áður greint frá því að kostnaður íslenska ríkisins við heimsóknina hefði verið þó nokkuð fram yfir viðmið fyrri heimsókna erlendra ráðamanna. Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytinsins fylgdi töluverður ófyrirséður kostnaður breytingum sem urðu á dagskrá heimsóknarinnar og öryggiskröfum.Írsk yfirvöld áætla að heimsókn Pence þangað áður en hann kom til Íslands hafi kostað þau um sjö hundruð milljón krónur. Fyrir liggur að kostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna heimsóknarinnar nam 14,1 milljón króna, eða tveimur milljónum á klukkustund miðað við þær sjö klukkustundir sem varaforsetinn dvaldi hér á landi. Vinnuframlag lögregluþjóna á vakt og í rannsóknardeild var stærsti kostnaðarliður heimsóknarinnar og hljóðaði upp á rúmar 4,2 milljónir króna. Vinnuframlag lögreglumanna við fylgd og í aðgerðasveit nam rúmlega 3,6 milljónum í hvorum flokki. Kostnaður lögreglu vegna heimsóknar Angelu Merkel kanslara Þýskalands, forsætisráðherra allra Norðurlandanna, lögmanns Færeyja og formanns landsstjórnar Grænlands og landsstjóra Álandseyja öllu minni en við heimsókn Pence, eða um 5,5 milljónir króna. Þar bar hæst vinnuframlag lögregluþjóna við fylgd, sem nam rétt tæpum þremur milljónum króna. Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15 Heimsókn Pence kostaði lögregluna tvær milljónir á klukkustund Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna. 13. september 2019 08:57 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Utanríkisráðuneytið gerir ekki sérstaklega kostnaðaráætlanir fyrir heimsóknir erlendra ráðamanna til landsins. Er miðað við fasta kostnaðarliði. Þetta segir í svari ráðuneytisins varðandi kostnað íslenska ríkisins við komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands þann 4. september síðastliðinn. María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar, segir ekki ljóst hvenær heildarkostnaður utanríkisráðuneytisins muni liggja fyrir. Allir reikningar verði birtir á vefsíðu opinna reikninga jafnóðum. „Einnig ber að nefna að bandarísk stjórnvöld báru stóran hluta kostnaðar við undirbúning heimsóknarinnar og dvöl varaforsetans og hefur utanríkisráðuneytið ekki upplýsingar um þann kostnað,“ segir María Mjöll. Vísir hafði áður greint frá því að kostnaður íslenska ríkisins við heimsóknina hefði verið þó nokkuð fram yfir viðmið fyrri heimsókna erlendra ráðamanna. Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytinsins fylgdi töluverður ófyrirséður kostnaður breytingum sem urðu á dagskrá heimsóknarinnar og öryggiskröfum.Írsk yfirvöld áætla að heimsókn Pence þangað áður en hann kom til Íslands hafi kostað þau um sjö hundruð milljón krónur. Fyrir liggur að kostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna heimsóknarinnar nam 14,1 milljón króna, eða tveimur milljónum á klukkustund miðað við þær sjö klukkustundir sem varaforsetinn dvaldi hér á landi. Vinnuframlag lögregluþjóna á vakt og í rannsóknardeild var stærsti kostnaðarliður heimsóknarinnar og hljóðaði upp á rúmar 4,2 milljónir króna. Vinnuframlag lögreglumanna við fylgd og í aðgerðasveit nam rúmlega 3,6 milljónum í hvorum flokki. Kostnaður lögreglu vegna heimsóknar Angelu Merkel kanslara Þýskalands, forsætisráðherra allra Norðurlandanna, lögmanns Færeyja og formanns landsstjórnar Grænlands og landsstjóra Álandseyja öllu minni en við heimsókn Pence, eða um 5,5 milljónir króna. Þar bar hæst vinnuframlag lögregluþjóna við fylgd, sem nam rétt tæpum þremur milljónum króna.
Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15 Heimsókn Pence kostaði lögregluna tvær milljónir á klukkustund Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna. 13. september 2019 08:57 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15
Heimsókn Pence kostaði lögregluna tvær milljónir á klukkustund Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna. 13. september 2019 08:57