Segir vaxtalaus bílalán enga sjónhverfingu Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2019 13:45 Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna segir fyrirtækið heldur vilja verja peningum í að bjóða upp á lán sem þessi, frekar en að stunda hefðbundið, kostnaðarsamt markaðsstarf. Vísir/vilhelm Bílabúð Benna býður nú 0 prósent vexti á völdum notuðum bílum. Áður hefur verið boðið upp á sambærileg bílalán sem þóttu varhugaverð, nefndarformaður á Alþingi varaði til að mynda við þeim. Eigandi Bílabúðar Benna segir þó ekkert hanga á spýtunni. „Núll prósent vextir, allt að 80% fjármögnun í allt að 24 mánuði af völdum bílum.“ Svona er nýju lánunum lýst á vefsíðu Bílabúðar Benna, aukinheldur séu engin lántökugjöld. Þetta skili sér í „hraðari eignamyndun“ og „lægri mánaðagreiðslum.“ Á vefsíðunni má nálgast lista yfir þá bíla sem kaupa má á þessum kjörum. Sé tekið dæmi af Toyota Yaris sem kostar 1,5 milljón næmu mánaðagreiðslurnar 50 þúsund krónum, taki kaupandinn 80 prósent lán til 24 mánaða.Kjaravextirnir „sjónhverfing“ Þetta er ekki eina bílalánaútspilið sem vakið hefur athygli á síðustu vikum. Þannig þótti tíðindum sæta, svo miklum að þau rötuðu á forsíðu Morgunblaðisins, að BL byði nú upp á 3,95 prósent vexti á bílalánum sem kynntir voru sem kjaravextir. „Þú greiðir lægri vexti, enga verðtryggingu, ekkert lántökugjald og lægri afborgun á mánuði. Eignamyndun verður hraðari og endanlegur kostnaður yfir lánstímann getur orðið meira en helmingi lægri en af hefðbundnu bílaláni,“ eins og það er kynnt á vefsíðu BL. Sitt sýndist þó hverjum um lánin. Þannig lýsti Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, lánunum sem „sjónhverfingu.“ Engar kjarabætur væru fólgnar í hinum svokölluðu kjaravöxtum, í sumum tilvikum væru lánin jafnvel óhagstæðari en hefðbundin bílalán. „Það er ekki verið að lækka vexti heldur er verið að færa hluta af afslætti sem mjög oft er gefinn af bílverði yfir til Lykils fjármögnunarfélags,“ sagði Egill í Vikulokunum. „Afslátturinn sem þeir hefðu mögulega gefið af nýja bílnum er þá notaður til að fjármagna þessi afföll.“Frosti Sigurjónsson varaði við vaxtalausum bílalánum BL árið 2014.Vísir/Stefán/pjeturVaxtalaust en ekki ókeypis Egill setti þetta í samhengi við vaxtalaus bílalán sem BL bauð upp á árið 2014. Þau þóttu einnig gagnrýniverð; hið minnsta fjórum bílaumboðum og þáverandi formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þótti lítið til þeirra koma. Þau væru alls ekki ókeypis enda byðust þau aðeins þeim sem afsöluðu sér öðrum afslætti af bílunum. Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, segir að hin nýju lán fyrirtækisins séu frábrugðin þessum lánum BL. Lántakendur fyrirgeri sér ekki réttinum til afsláttar og bendir hann á fyrrnefnda vefsíðu Bílabúðar Benna því til sönnunar. Aðspurður um hvort krafan um að lánið sé greitt á 24 mánuðum leiði ekki til íþyngjandi greiðslubyrði segir Benedikt að kaupendur geti dreift láninu yfir lengri tíma. Núll prósent vextirnir eigi þó aðeins við um fyrstu 24 mánuðina. „Ef fólki vantar kannski milljón til eignast bíl þá ætti ekki að vera mikið mál að ráða við það á tveimur árum,“ segir Benedikt. Það geri rúmlega 41 þúsund króna greiðslu á mánuði. Hann segir ekkert hanga á spýtunni og óttast því ekki að lántakan sæti sömu gagnrýni og fyrrnefnd lán BL. „Gagnrýni er alltaf af hinu góða, sé rýnt til gagns,“ segir Benedikt. „Þetta er bara ein leið til þess að auðvelda fólki að eignast bíl. Vonandi stekkur fólk á þetta, við erum alla vega sátt með að selja bílana á þessum kjörum.“ Bílar Neytendur Tengdar fréttir Askja líka með vaxtalaus bílalán Vaxtalaus bílalán í 36 mánuði í samstarfi við Ergo. 10. janúar 2014 14:57 Brimborg með vaxtalaus lán Fyrir 40% af andvirði nýs bíls og mest til 36 mánaða. 11. janúar 2014 09:15 Vaxtalaus bílalán eru ekki ókeypis Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, varar við vaxtalausum bílalánum. 13. janúar 2014 10:21 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Bílabúð Benna býður nú 0 prósent vexti á völdum notuðum bílum. Áður hefur verið boðið upp á sambærileg bílalán sem þóttu varhugaverð, nefndarformaður á Alþingi varaði til að mynda við þeim. Eigandi Bílabúðar Benna segir þó ekkert hanga á spýtunni. „Núll prósent vextir, allt að 80% fjármögnun í allt að 24 mánuði af völdum bílum.“ Svona er nýju lánunum lýst á vefsíðu Bílabúðar Benna, aukinheldur séu engin lántökugjöld. Þetta skili sér í „hraðari eignamyndun“ og „lægri mánaðagreiðslum.“ Á vefsíðunni má nálgast lista yfir þá bíla sem kaupa má á þessum kjörum. Sé tekið dæmi af Toyota Yaris sem kostar 1,5 milljón næmu mánaðagreiðslurnar 50 þúsund krónum, taki kaupandinn 80 prósent lán til 24 mánaða.Kjaravextirnir „sjónhverfing“ Þetta er ekki eina bílalánaútspilið sem vakið hefur athygli á síðustu vikum. Þannig þótti tíðindum sæta, svo miklum að þau rötuðu á forsíðu Morgunblaðisins, að BL byði nú upp á 3,95 prósent vexti á bílalánum sem kynntir voru sem kjaravextir. „Þú greiðir lægri vexti, enga verðtryggingu, ekkert lántökugjald og lægri afborgun á mánuði. Eignamyndun verður hraðari og endanlegur kostnaður yfir lánstímann getur orðið meira en helmingi lægri en af hefðbundnu bílaláni,“ eins og það er kynnt á vefsíðu BL. Sitt sýndist þó hverjum um lánin. Þannig lýsti Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, lánunum sem „sjónhverfingu.“ Engar kjarabætur væru fólgnar í hinum svokölluðu kjaravöxtum, í sumum tilvikum væru lánin jafnvel óhagstæðari en hefðbundin bílalán. „Það er ekki verið að lækka vexti heldur er verið að færa hluta af afslætti sem mjög oft er gefinn af bílverði yfir til Lykils fjármögnunarfélags,“ sagði Egill í Vikulokunum. „Afslátturinn sem þeir hefðu mögulega gefið af nýja bílnum er þá notaður til að fjármagna þessi afföll.“Frosti Sigurjónsson varaði við vaxtalausum bílalánum BL árið 2014.Vísir/Stefán/pjeturVaxtalaust en ekki ókeypis Egill setti þetta í samhengi við vaxtalaus bílalán sem BL bauð upp á árið 2014. Þau þóttu einnig gagnrýniverð; hið minnsta fjórum bílaumboðum og þáverandi formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þótti lítið til þeirra koma. Þau væru alls ekki ókeypis enda byðust þau aðeins þeim sem afsöluðu sér öðrum afslætti af bílunum. Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, segir að hin nýju lán fyrirtækisins séu frábrugðin þessum lánum BL. Lántakendur fyrirgeri sér ekki réttinum til afsláttar og bendir hann á fyrrnefnda vefsíðu Bílabúðar Benna því til sönnunar. Aðspurður um hvort krafan um að lánið sé greitt á 24 mánuðum leiði ekki til íþyngjandi greiðslubyrði segir Benedikt að kaupendur geti dreift láninu yfir lengri tíma. Núll prósent vextirnir eigi þó aðeins við um fyrstu 24 mánuðina. „Ef fólki vantar kannski milljón til eignast bíl þá ætti ekki að vera mikið mál að ráða við það á tveimur árum,“ segir Benedikt. Það geri rúmlega 41 þúsund króna greiðslu á mánuði. Hann segir ekkert hanga á spýtunni og óttast því ekki að lántakan sæti sömu gagnrýni og fyrrnefnd lán BL. „Gagnrýni er alltaf af hinu góða, sé rýnt til gagns,“ segir Benedikt. „Þetta er bara ein leið til þess að auðvelda fólki að eignast bíl. Vonandi stekkur fólk á þetta, við erum alla vega sátt með að selja bílana á þessum kjörum.“
Bílar Neytendur Tengdar fréttir Askja líka með vaxtalaus bílalán Vaxtalaus bílalán í 36 mánuði í samstarfi við Ergo. 10. janúar 2014 14:57 Brimborg með vaxtalaus lán Fyrir 40% af andvirði nýs bíls og mest til 36 mánaða. 11. janúar 2014 09:15 Vaxtalaus bílalán eru ekki ókeypis Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, varar við vaxtalausum bílalánum. 13. janúar 2014 10:21 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Askja líka með vaxtalaus bílalán Vaxtalaus bílalán í 36 mánuði í samstarfi við Ergo. 10. janúar 2014 14:57
Brimborg með vaxtalaus lán Fyrir 40% af andvirði nýs bíls og mest til 36 mánaða. 11. janúar 2014 09:15
Vaxtalaus bílalán eru ekki ókeypis Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, varar við vaxtalausum bílalánum. 13. janúar 2014 10:21
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent