Hitafundur um hallarekstur Sorpu: „Þetta eru mistök á mistök ofan“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2019 13:30 Borgarfulltrúum var heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi þegar rætt var um hallarekstur Sorpu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi meirihlutann harðlega fyrir að ábyrgjast 990 milljóna króna lán til Sorpu án þess að hafa kallað eftir úttekt frá innri endurskoðun. FBL/Andri/Anton Borgarfulltrúum var heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi þegar rætt var um hallarekstur Sorpu. Breytingar á fjárfestingaráætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í byrjun mánaðarins en viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina hátt í 1,4 milljörðum króna. Á fundi fjármálastjóra allra sveitarfélaga sem eiga í Sorpu, framkvæmdastjóra og stjórnarformanns Sorpu 11. júlí síðastliðinn var ákveðið að leita hagkvæmustu leiða til fjármögnunar og meðal annars leita til lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga, lengja í láni úr sex árum í fimmtán og framlengja lánalínu Íslandsbanka um tvö ár til að bregðast við stöðunni. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi meirihlutann harðlega fyrir að ábyrgjast 990 milljóna króna lán til Sorpu án þess að hafa kallað eftir úttekt frá innri endurskoðun. „Sextán hundruð milljónir er há tala sem gleymdist. Þetta eru mistök á mistök ofan og síðan hitt að til þess að bjarga því vandamáli var farið að veðsetja skatttekjur borgarinnar og það er gert í flýtimeðferð án þess gera úttekt á málinu, það er náttúrulega ekki vinnubrögð sem við skrifum upp á,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu.Gas- og jarðgerðarstöðin í byggingu.SorpaLíf Magneudóttir, sem tók sæti í Sorpu í júlí í fyrra, telur aftur á móti ekki ábyrgt að seinka framkvæmdum. Gas og jarðgerðarstöðin sé langstærsta framkvæmd sem Sorpa hafi ráðist í og eigi eftir að marka straumhvörf í úrgangsmálum fyrir höfuðborgarsvæðið. „Við erum komin svo vel á veg með gas- og jarðgerðarstöðina að mér fyndist óábyrgt að tefja framkvæmdir á þessu stigi. Það myndi seinka afhendingunni, það myndi seinka að taka hana í gagnið. Það væri ekki gott fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu og það gæti líka haft í för með sér enn þá meiri kostnað en nú liggur fyrir. Það fyndist mér ekki vera skynsamleg leið,“ segir Líf. Líf tilkynnti þó borgarfulltrúum á fundi gærdagsins að 2. september, hafi formanni og varaformanni stjórnar Sorpu verið falið að fá óháðan aðila til að framkvæma úttekt á starfsemi félagsins. Slík úttekt myndi ekki tefja framkvæmdir líkt og úttekt innri endurskoðunar. „Væri ekki rétta að klára úttektina? Hún þyrfti ekki að taka langan tíma. Það var gerð úttekt á félagsbústöðum og úttekt á bragganum. Núna er þetta þriðja málið sem við fáum í andlitið og það hefði verið eðlilegt að gera úttekt áður en við skrifum upp á víxil um yfirdrátt,“ segir Eyþór. Líf sagði að í framhaldinu þyrfti að fara ofan í saumana á öllu ferlinu. „Bæði hver áhættan var við framkvæmd gas- og jarðgerðarstöðvarinnar. Það er líka úttekt á stjórn, úttekt á stjórnarháttum, úttekt á framkvæmdastjórn, hvort það hafi ekki verið staðið rétt að öllu og að stjórnin starfi samkvæmt skyldum stjórna yfir höfuð, þannig að það þarf að skoða marga þætti. Þetta varðar ekki bara þessa lántöku, það varðar ekki það að fjárhæðir hafi ekki flust á milli, það varðar líka það. Þannig að þetta yrði mjög stór heildarúttekt á starfsemi félagsins og jafnvel tillögur um úrbætur þá hvernig við sjáum félagið fyrir okkur í framtíðinni.“Eyþór líkti hallarekstri Sorpu við Braggamálið í gær. Hvað áttirðu við með því?„Þarna er óútskýrt klúður. Það má segja að það sé líkt Bragganum að því leyti. Það vantaði alla skjalagerð þá og núna vantar skýringar. Það virðist vera að það hafi gleymst mörg hundruð milljónir í einu skjali og öðru skjali. Það á bara ekki að geta gerst þegar svona margir koma að málinu,“ svarar Eyþór og kveðst sammála oddvita Viðreisnar um að þetta sé ekki í lagi. Gagnrýni minnihlutans kemur Líf þó spánskt fyrir sjónir. „Mér finnst athyglisvert að Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi og Sjálfstæðismenn í borgarstjórn ásamt Miðflokknum og Flokki fólksins skuli ganga úr skaftinu á síðustu metrum vegna þess að það hefur verið einhugur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að fara í þessa framkvæmd. Það hefur verið einhugur á eigendavettvanginum, þannig að þetta kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir að þeir skuli ganga úr skaftinu á lokametrunum og ekki vilja ábyrgjast það að við fáum gas-jarðgerðarstöð til heilla fyrir borgarbúa.“ Borgarstjórn Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir 1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00 Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. 3. september 2019 20:20 Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. 3. september 2019 08:45 Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00 Verkefnið fari úr stjórn Sorpu Málefni Sorpu voru til umræðu á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi síðastliðinn þriðjudag. 12. september 2019 08:45 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Borgarfulltrúum var heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi þegar rætt var um hallarekstur Sorpu. Breytingar á fjárfestingaráætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í byrjun mánaðarins en viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina hátt í 1,4 milljörðum króna. Á fundi fjármálastjóra allra sveitarfélaga sem eiga í Sorpu, framkvæmdastjóra og stjórnarformanns Sorpu 11. júlí síðastliðinn var ákveðið að leita hagkvæmustu leiða til fjármögnunar og meðal annars leita til lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga, lengja í láni úr sex árum í fimmtán og framlengja lánalínu Íslandsbanka um tvö ár til að bregðast við stöðunni. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi meirihlutann harðlega fyrir að ábyrgjast 990 milljóna króna lán til Sorpu án þess að hafa kallað eftir úttekt frá innri endurskoðun. „Sextán hundruð milljónir er há tala sem gleymdist. Þetta eru mistök á mistök ofan og síðan hitt að til þess að bjarga því vandamáli var farið að veðsetja skatttekjur borgarinnar og það er gert í flýtimeðferð án þess gera úttekt á málinu, það er náttúrulega ekki vinnubrögð sem við skrifum upp á,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu.Gas- og jarðgerðarstöðin í byggingu.SorpaLíf Magneudóttir, sem tók sæti í Sorpu í júlí í fyrra, telur aftur á móti ekki ábyrgt að seinka framkvæmdum. Gas og jarðgerðarstöðin sé langstærsta framkvæmd sem Sorpa hafi ráðist í og eigi eftir að marka straumhvörf í úrgangsmálum fyrir höfuðborgarsvæðið. „Við erum komin svo vel á veg með gas- og jarðgerðarstöðina að mér fyndist óábyrgt að tefja framkvæmdir á þessu stigi. Það myndi seinka afhendingunni, það myndi seinka að taka hana í gagnið. Það væri ekki gott fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu og það gæti líka haft í för með sér enn þá meiri kostnað en nú liggur fyrir. Það fyndist mér ekki vera skynsamleg leið,“ segir Líf. Líf tilkynnti þó borgarfulltrúum á fundi gærdagsins að 2. september, hafi formanni og varaformanni stjórnar Sorpu verið falið að fá óháðan aðila til að framkvæma úttekt á starfsemi félagsins. Slík úttekt myndi ekki tefja framkvæmdir líkt og úttekt innri endurskoðunar. „Væri ekki rétta að klára úttektina? Hún þyrfti ekki að taka langan tíma. Það var gerð úttekt á félagsbústöðum og úttekt á bragganum. Núna er þetta þriðja málið sem við fáum í andlitið og það hefði verið eðlilegt að gera úttekt áður en við skrifum upp á víxil um yfirdrátt,“ segir Eyþór. Líf sagði að í framhaldinu þyrfti að fara ofan í saumana á öllu ferlinu. „Bæði hver áhættan var við framkvæmd gas- og jarðgerðarstöðvarinnar. Það er líka úttekt á stjórn, úttekt á stjórnarháttum, úttekt á framkvæmdastjórn, hvort það hafi ekki verið staðið rétt að öllu og að stjórnin starfi samkvæmt skyldum stjórna yfir höfuð, þannig að það þarf að skoða marga þætti. Þetta varðar ekki bara þessa lántöku, það varðar ekki það að fjárhæðir hafi ekki flust á milli, það varðar líka það. Þannig að þetta yrði mjög stór heildarúttekt á starfsemi félagsins og jafnvel tillögur um úrbætur þá hvernig við sjáum félagið fyrir okkur í framtíðinni.“Eyþór líkti hallarekstri Sorpu við Braggamálið í gær. Hvað áttirðu við með því?„Þarna er óútskýrt klúður. Það má segja að það sé líkt Bragganum að því leyti. Það vantaði alla skjalagerð þá og núna vantar skýringar. Það virðist vera að það hafi gleymst mörg hundruð milljónir í einu skjali og öðru skjali. Það á bara ekki að geta gerst þegar svona margir koma að málinu,“ svarar Eyþór og kveðst sammála oddvita Viðreisnar um að þetta sé ekki í lagi. Gagnrýni minnihlutans kemur Líf þó spánskt fyrir sjónir. „Mér finnst athyglisvert að Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi og Sjálfstæðismenn í borgarstjórn ásamt Miðflokknum og Flokki fólksins skuli ganga úr skaftinu á síðustu metrum vegna þess að það hefur verið einhugur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að fara í þessa framkvæmd. Það hefur verið einhugur á eigendavettvanginum, þannig að þetta kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir að þeir skuli ganga úr skaftinu á lokametrunum og ekki vilja ábyrgjast það að við fáum gas-jarðgerðarstöð til heilla fyrir borgarbúa.“
Borgarstjórn Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir 1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00 Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. 3. september 2019 20:20 Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. 3. september 2019 08:45 Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00 Verkefnið fari úr stjórn Sorpu Málefni Sorpu voru til umræðu á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi síðastliðinn þriðjudag. 12. september 2019 08:45 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
1,4 milljarða króna viðbótarkostnaður hjá Sorpu Breytingar á fjárfestingaáætlun Sorpu til næstu fjögurra ára voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins í dag. Viðbótarkostnaðurinn nemur í heildina um 1,4 milljörðum króna. 2. september 2019 16:00
Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. 3. september 2019 20:20
Blöskrar „óþolandi bakreikningur“ Sorpu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, segir ekki hægt að sópa undir teppið tæplega 1,4 milljarðs bakreikningi vegna mistaka. 3. september 2019 08:45
Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00
Verkefnið fari úr stjórn Sorpu Málefni Sorpu voru til umræðu á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi síðastliðinn þriðjudag. 12. september 2019 08:45
Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34