Hjó skarð í afkomuna Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 18. september 2019 08:00 Hrefna Sætran. Fréttablaðið/Stefán Veitingastaðirnir Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn, sem eru meðal annars í eigu matreiðslumeistarans Hrefnu Sætran, töpuðu samtals 109 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningum félaganna. Staðirnir högnuðust um 181 milljón á árinu 2017 og 235 milljónir árið 2016. Gjaldþrot Skelfiskmarkaðarins í vor hafði veruleg áhrif á afkomuna. Tekjur Grillmarkaðarins námu 836 milljónum króna og drógust saman um 4,5 prósent á milli ára en tekjur Fiskmarkaðarins námu 449 milljónum og drógust saman um 8 prósent. Þannig var áframhaldandi samdráttur hjá Fiskmarkaðinum en milli áranna 2016 og 2017 drógust tekjur hans saman um 10,6 prósent. Báðir staðirnir skiluðu rekstrarhagnaði. Hann nam 79 milljónum króna hjá Grillmarkaðinum og 14,8 milljónum hjá Fiskmarkaðinum. Tap vegna Skelfiskmarkaðarins var hins vegar bókfært á samtals 152 milljónir króna í ársreikningum veitingastaðanna tveggja sem fóru með samtals 75 prósenta hlut í árslok 2017. Þegar 48 einstaklingar fengu matareitrun á Skelfiskmarkaðinum, sem var opnaður í ágúst 2018 eftir þriggja ára undirbúning, fór að halla undan fæti og var staðnum lokað í vor. Hrefna Sætran sagði í kjölfarið að salan hefði minnkað um helming eftir atvikið. Hrefna Sætran á helmingshlut í Fiskmarkaðinum á móti Ágústi Reynissyni. Fiskmarkaðurinn á síðan 60 prósenta hlut í Grillmarkaðinum á móti Guðlaugi Papkum Frímannssyni sem á 30 prósent. Eigið fé veitingastaðanna nemur samtals 491 milljón króna. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Boðar nýjan stað í rými Skelfiskmarkaðarins Vonir standa til að nýr veitingastaður muni opna í stað Skelfiskmarkaðarins á næstu mánuðum. 13. ágúst 2019 06:47 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Veitingastaðirnir Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn, sem eru meðal annars í eigu matreiðslumeistarans Hrefnu Sætran, töpuðu samtals 109 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningum félaganna. Staðirnir högnuðust um 181 milljón á árinu 2017 og 235 milljónir árið 2016. Gjaldþrot Skelfiskmarkaðarins í vor hafði veruleg áhrif á afkomuna. Tekjur Grillmarkaðarins námu 836 milljónum króna og drógust saman um 4,5 prósent á milli ára en tekjur Fiskmarkaðarins námu 449 milljónum og drógust saman um 8 prósent. Þannig var áframhaldandi samdráttur hjá Fiskmarkaðinum en milli áranna 2016 og 2017 drógust tekjur hans saman um 10,6 prósent. Báðir staðirnir skiluðu rekstrarhagnaði. Hann nam 79 milljónum króna hjá Grillmarkaðinum og 14,8 milljónum hjá Fiskmarkaðinum. Tap vegna Skelfiskmarkaðarins var hins vegar bókfært á samtals 152 milljónir króna í ársreikningum veitingastaðanna tveggja sem fóru með samtals 75 prósenta hlut í árslok 2017. Þegar 48 einstaklingar fengu matareitrun á Skelfiskmarkaðinum, sem var opnaður í ágúst 2018 eftir þriggja ára undirbúning, fór að halla undan fæti og var staðnum lokað í vor. Hrefna Sætran sagði í kjölfarið að salan hefði minnkað um helming eftir atvikið. Hrefna Sætran á helmingshlut í Fiskmarkaðinum á móti Ágústi Reynissyni. Fiskmarkaðurinn á síðan 60 prósenta hlut í Grillmarkaðinum á móti Guðlaugi Papkum Frímannssyni sem á 30 prósent. Eigið fé veitingastaðanna nemur samtals 491 milljón króna.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Boðar nýjan stað í rými Skelfiskmarkaðarins Vonir standa til að nýr veitingastaður muni opna í stað Skelfiskmarkaðarins á næstu mánuðum. 13. ágúst 2019 06:47 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Boðar nýjan stað í rými Skelfiskmarkaðarins Vonir standa til að nýr veitingastaður muni opna í stað Skelfiskmarkaðarins á næstu mánuðum. 13. ágúst 2019 06:47
Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun