Liverpool liðið með slökustu byrjun Evrópumeistara í aldarfjórðung Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 15:30 Sadio Mane og félagar uppskáru ekkert í Napoli í gærkvöldi. Getty/ Francesco Pecoraro Það þarf að fara langt aftur til að finna titilvörn í Meistaradeildinni sem byrjaði jafn illa og hjá Liverpool liðinu í gærkvöldi. Liverpool byrjaði titilvörn sína í Meistaradeildinni ekki vel eða með 2-0 tapi á útivelli á móti ítalska félaginu Napoli. Dries Mertens og Fernando Llorente skoruðu mörk Napoli á síðustu átta mínútunum en seinna markið kom á annarri mínútu í uppbótatíma. Fyrra markið kom úr umdeildri vítaspyrnu sem Andy Robertson fékk dæma á sig en það seinna eftir óvenjuleg mistök hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk Það þarf að fara aftur til ársins 1994 til að finna Evrópumeistara sem byrjuðu titilvörn sína á tapi.Liverpool is the first reigning UEFA Champions League winner to lose its opening match since AC Milan lost to Ajax in 1994. pic.twitter.com/9joTzFbCjF — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 17, 2019AC Milan tapaði þá 2-0 á útivelli á móti Ajax og bæði mörkin komu í seinni hálfleiknum. Mörkin skoruðu þeir Ronald de Boer og Jari Litmanen. Bæði Ajax og AC Milan komust á endanum upp úr riðlinum. Ajax og AC Milan fóru síðan alla leið í úrslitaleikinn þar sem Ajax vann 1-0 sigur með marki Patrick Kluivert fimm mínútum fyrir leikslok. Titilvörn Real Madrid í fyrra hófst á 3-0 heimasigri á Roma og árið á undan byrjaði titilvörn Real Madrid á 3-0 heimasigri á APOEL frá Kýpur. Real vann síðan 2-1 heimasigur á Sporting CP haustið 2016. Annars eru vandræði Liverpool mikil á útivelli í riðlakeppninni en liðið hefur nú tapað fjórum útileikjum í röð í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.Liverpool have lost four consecutive #UCL group stage away games: Napoli 1-0 LFC Crvena Zvezda 2-0 LFC PSG 2-1 LFC Napoli 2-0 LFC Last season ended up alright though... https://t.co/L9Njg7vKJq — Squawka Football (@Squawka) September 17, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Það þarf að fara langt aftur til að finna titilvörn í Meistaradeildinni sem byrjaði jafn illa og hjá Liverpool liðinu í gærkvöldi. Liverpool byrjaði titilvörn sína í Meistaradeildinni ekki vel eða með 2-0 tapi á útivelli á móti ítalska félaginu Napoli. Dries Mertens og Fernando Llorente skoruðu mörk Napoli á síðustu átta mínútunum en seinna markið kom á annarri mínútu í uppbótatíma. Fyrra markið kom úr umdeildri vítaspyrnu sem Andy Robertson fékk dæma á sig en það seinna eftir óvenjuleg mistök hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk Það þarf að fara aftur til ársins 1994 til að finna Evrópumeistara sem byrjuðu titilvörn sína á tapi.Liverpool is the first reigning UEFA Champions League winner to lose its opening match since AC Milan lost to Ajax in 1994. pic.twitter.com/9joTzFbCjF — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 17, 2019AC Milan tapaði þá 2-0 á útivelli á móti Ajax og bæði mörkin komu í seinni hálfleiknum. Mörkin skoruðu þeir Ronald de Boer og Jari Litmanen. Bæði Ajax og AC Milan komust á endanum upp úr riðlinum. Ajax og AC Milan fóru síðan alla leið í úrslitaleikinn þar sem Ajax vann 1-0 sigur með marki Patrick Kluivert fimm mínútum fyrir leikslok. Titilvörn Real Madrid í fyrra hófst á 3-0 heimasigri á Roma og árið á undan byrjaði titilvörn Real Madrid á 3-0 heimasigri á APOEL frá Kýpur. Real vann síðan 2-1 heimasigur á Sporting CP haustið 2016. Annars eru vandræði Liverpool mikil á útivelli í riðlakeppninni en liðið hefur nú tapað fjórum útileikjum í röð í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.Liverpool have lost four consecutive #UCL group stage away games: Napoli 1-0 LFC Crvena Zvezda 2-0 LFC PSG 2-1 LFC Napoli 2-0 LFC Last season ended up alright though... https://t.co/L9Njg7vKJq — Squawka Football (@Squawka) September 17, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira