Áttföld eftirspurn eftir litlum og hagkvæmum íbúðum í Gufunesi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. september 2019 13:15 Verkefnastjóri Þorpsins - vistfélags segir að markaðurinn hafi einblínt um of á dýrar og stærri íbúðir. Slíkt henti fyrstu kaupendum ekki. Gríðarleg eftirspurn er eftir íbúðum í smáíbúðahverfi sem á að rísa í Gufunesi. Mörg hundruð manns verður neitað um að fjárfesta í lítilli og hagkvæmri íbúð í hinu vistvæna og bíllausa hverfi. Hverfið er hluti af samkeppni Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk sem fór fram í fyrra. Þorpið – vistfélag var á meðal vinningahafa og fékk úthlutaða lóð í Gufunesi. Breytingar á deiliskipulagi hafa gengið í gegn en vonir standa til að framkvæmdir geti hafist strax í nóvember. „Við opnuðum fyrir umsóknir og skráningar í vor og fengum mjóg fljótt 500 skráningar og hættum þá allri kynningu en kynning fór einungis fram á samfélagsmiðlum og það eru komnar rúmlega þúsund skráningar núna eða þúsund umsóknir um íbúðir hjá þorpinu og það verða 130 íbúðir til ráðstöfunar,“ segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins – vistfélags. Á sama tíma og varað er við kólnandi hagkerfi er gríðarleg eftirspurn í litlar og hagkvæmar íbúðir. Hvað lestu í þetta?„Við erum að bjóða litlar og ódýrar íbúðir. Það hefur verið algjör skortur á þeim á markaðnum og það er algjör skortur á þeim á markaðnum. Þessi spurn eftir þessum íbúðum, þessi áttfalda eða nífalda eftirspurn sýnir einfaldlega að markaðurinn hefur ekki verið að bjóða þær íbúðir sem ungt fólk þarf og getur ráðið við að kaupa.“Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins - vistfélags, segir að markaðurinn hafi ekki sinnt þörfum unga fólksins sem skyldi hingað til.frettablaðið/anton brinkRunólfur segir að öll hugmyndavinna við hverfið hafi verið þróuð með ungu fólki sem hefur lýst yfir áhuga á að búa í hverfinu. Hann segist hafa fundið sterkt fyrir því að unga fólkið leggi mikið upp úr hinu umhverfisvæna. „Við finnum fyrir rosalega miklum áhuga á að gera hlutina þar öðruvísi. Kálgarður fylgir hverri einustu íbúð, fólk má byggja sér hænsnakofa, hverfið er bíllaust, stæðin eru fyrir utan hverfið og svo eru bara göngustígar inni í hverfinu og alls konar svona þættir sem við höfum þróað eftir hugmyndum fá þessu fólki sem ætlar að búa þarna.“ Félagið mun kalla eftir greiðslumati frá þessum stóra hópi umsækjenda en það liggur ljóst fyrir að færri munu fá en vilja. Kaupendur þurfa að hafa tíu prósent eigið fé til útborgunar. Fyrstu kaupendur geta fengið níutíu prósent lán en í öllu falli þarf fólk að leggja fram á bilinu 1,7 milljónir og upp í þrjár og hálfa milljón. „Þegar íbúðirnar verða tilgreindar og fólk getur sótt um tilgreinda bíúð þá er einfaldlega bara dregið milli þeirra sem sækja um. Þetta er ekkert flókið. Við þurfum bara að tryggja fullkomið gagnsæi og sanngirni og það verður eiginlega ekki gert með öðrum hætti,“ segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins – vistfélags. Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Íbúðir á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08 Kynnir áform um einkaframkvæmdir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt drög að lagasetningu um aðkomu einkaaðila að framkvæmdum við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. 3. júlí 2019 08:45 Sundlaug í Úlfarsárdal og knatthús í Breiðholti stærstu verkefnin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti fjárfestingar Reykjavíkurborgar á árlegu Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. 24. janúar 2019 15:35 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Gríðarleg eftirspurn er eftir íbúðum í smáíbúðahverfi sem á að rísa í Gufunesi. Mörg hundruð manns verður neitað um að fjárfesta í lítilli og hagkvæmri íbúð í hinu vistvæna og bíllausa hverfi. Hverfið er hluti af samkeppni Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk sem fór fram í fyrra. Þorpið – vistfélag var á meðal vinningahafa og fékk úthlutaða lóð í Gufunesi. Breytingar á deiliskipulagi hafa gengið í gegn en vonir standa til að framkvæmdir geti hafist strax í nóvember. „Við opnuðum fyrir umsóknir og skráningar í vor og fengum mjóg fljótt 500 skráningar og hættum þá allri kynningu en kynning fór einungis fram á samfélagsmiðlum og það eru komnar rúmlega þúsund skráningar núna eða þúsund umsóknir um íbúðir hjá þorpinu og það verða 130 íbúðir til ráðstöfunar,“ segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins – vistfélags. Á sama tíma og varað er við kólnandi hagkerfi er gríðarleg eftirspurn í litlar og hagkvæmar íbúðir. Hvað lestu í þetta?„Við erum að bjóða litlar og ódýrar íbúðir. Það hefur verið algjör skortur á þeim á markaðnum og það er algjör skortur á þeim á markaðnum. Þessi spurn eftir þessum íbúðum, þessi áttfalda eða nífalda eftirspurn sýnir einfaldlega að markaðurinn hefur ekki verið að bjóða þær íbúðir sem ungt fólk þarf og getur ráðið við að kaupa.“Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins - vistfélags, segir að markaðurinn hafi ekki sinnt þörfum unga fólksins sem skyldi hingað til.frettablaðið/anton brinkRunólfur segir að öll hugmyndavinna við hverfið hafi verið þróuð með ungu fólki sem hefur lýst yfir áhuga á að búa í hverfinu. Hann segist hafa fundið sterkt fyrir því að unga fólkið leggi mikið upp úr hinu umhverfisvæna. „Við finnum fyrir rosalega miklum áhuga á að gera hlutina þar öðruvísi. Kálgarður fylgir hverri einustu íbúð, fólk má byggja sér hænsnakofa, hverfið er bíllaust, stæðin eru fyrir utan hverfið og svo eru bara göngustígar inni í hverfinu og alls konar svona þættir sem við höfum þróað eftir hugmyndum fá þessu fólki sem ætlar að búa þarna.“ Félagið mun kalla eftir greiðslumati frá þessum stóra hópi umsækjenda en það liggur ljóst fyrir að færri munu fá en vilja. Kaupendur þurfa að hafa tíu prósent eigið fé til útborgunar. Fyrstu kaupendur geta fengið níutíu prósent lán en í öllu falli þarf fólk að leggja fram á bilinu 1,7 milljónir og upp í þrjár og hálfa milljón. „Þegar íbúðirnar verða tilgreindar og fólk getur sótt um tilgreinda bíúð þá er einfaldlega bara dregið milli þeirra sem sækja um. Þetta er ekkert flókið. Við þurfum bara að tryggja fullkomið gagnsæi og sanngirni og það verður eiginlega ekki gert með öðrum hætti,“ segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins – vistfélags.
Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Íbúðir á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08 Kynnir áform um einkaframkvæmdir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt drög að lagasetningu um aðkomu einkaaðila að framkvæmdum við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. 3. júlí 2019 08:45 Sundlaug í Úlfarsárdal og knatthús í Breiðholti stærstu verkefnin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti fjárfestingar Reykjavíkurborgar á árlegu Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. 24. janúar 2019 15:35 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Íbúðir á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08
Kynnir áform um einkaframkvæmdir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt drög að lagasetningu um aðkomu einkaaðila að framkvæmdum við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. 3. júlí 2019 08:45
Sundlaug í Úlfarsárdal og knatthús í Breiðholti stærstu verkefnin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti fjárfestingar Reykjavíkurborgar á árlegu Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. 24. janúar 2019 15:35