„Til að breyta heiminum þurfum við fyrst að breyta okkur sjálfum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2019 20:15 Yfirlýsingin er þríþætt. Vísir/Tryggvi Páll. Forsvarsmenn tuttugu fyrirtækja og stofnana skrifuðu í dag undir loftslagsyfirlýsingu Akureyrarbæjar og Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð við hátíðlega athöfn í lystigarðinum á Akureyri. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, reið á vaðið og skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir hönd bæjarins. Yfirýsingin felur í sér að þeir sem undir hana skrifa skuldbinda sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka myndun úrgans auk þess sem að mæla þarf árangurinn og gefa upplýsingar um hvernig gengur að fara eftir yfirlýsingunni. Loftslagsyfirlýsingin var þróuð af Festu og Reykjavíkurborg og var fyrst undirrituð í Höfða árið 2015 af forstjórum yfir eitt hundrað fyrirtækja og stofnana í aðdraganda Parísarráðstefnunnar um loftslagsmál.Forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana í bænum skrifuðu undir yfirlýsinguna.Mynd/AkureyrarbærAkureyrarbær og Festa buðu stofnunum og fyrirtækjum í bænum að undirrita yfirlýsinguna en á vef Akureyrarbæjar er haft eftir Ásthildi að mikilvægt sé að sem flest fyrirtæki í bænum leggi lóð sitt á vogarskálarnar til að stemma stigu við skaðlegum áhrif loftslagsbreytinga. „Akureyrarbær er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi þegar kemur að því að flokka og endurnýta, og það er markmið okkar að sveitarfélagið verði kolefnishlutlaust á allra næstu árum. Við þurfum öll að leggjast á eitt til þess að svo megi verða. Til að breyta heiminum þurfum við fyrst að breyta okkur sjálfum, margt smátt getur orðið eitthvað risastórt," segir Ásthildur. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóru Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð, segist vera ánægð með viðtökurnar sem fengust hjá fyrirtækjum og stofnunum á Akureyri og reiknar hún með að þau muni gera sitt besta til að fara eftir skilmálum yfirlýsingarinnar. „Þegar þú skrifar undir svona yfirlýsingu þá ert þú að lýsa því yfir að þú ert með skýran ásetning um að þú ætlar að mæla og birta niðurstöður um hvað þú ert að gera. Þetta er hvatningarverkefni sem að hver og einn gerir á sínum forsendum undir handleiðslu sérfræðinga og fyrst og fremst ábyrgð hvers og eins en það er okkar að taka saman árangurinn og styðja við ferlið,“ segir Hrund í samtali við fréttastofu. Akureyri Loftslagsmál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Forsvarsmenn tuttugu fyrirtækja og stofnana skrifuðu í dag undir loftslagsyfirlýsingu Akureyrarbæjar og Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð við hátíðlega athöfn í lystigarðinum á Akureyri. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, reið á vaðið og skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir hönd bæjarins. Yfirýsingin felur í sér að þeir sem undir hana skrifa skuldbinda sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka myndun úrgans auk þess sem að mæla þarf árangurinn og gefa upplýsingar um hvernig gengur að fara eftir yfirlýsingunni. Loftslagsyfirlýsingin var þróuð af Festu og Reykjavíkurborg og var fyrst undirrituð í Höfða árið 2015 af forstjórum yfir eitt hundrað fyrirtækja og stofnana í aðdraganda Parísarráðstefnunnar um loftslagsmál.Forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana í bænum skrifuðu undir yfirlýsinguna.Mynd/AkureyrarbærAkureyrarbær og Festa buðu stofnunum og fyrirtækjum í bænum að undirrita yfirlýsinguna en á vef Akureyrarbæjar er haft eftir Ásthildi að mikilvægt sé að sem flest fyrirtæki í bænum leggi lóð sitt á vogarskálarnar til að stemma stigu við skaðlegum áhrif loftslagsbreytinga. „Akureyrarbær er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi þegar kemur að því að flokka og endurnýta, og það er markmið okkar að sveitarfélagið verði kolefnishlutlaust á allra næstu árum. Við þurfum öll að leggjast á eitt til þess að svo megi verða. Til að breyta heiminum þurfum við fyrst að breyta okkur sjálfum, margt smátt getur orðið eitthvað risastórt," segir Ásthildur. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóru Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð, segist vera ánægð með viðtökurnar sem fengust hjá fyrirtækjum og stofnunum á Akureyri og reiknar hún með að þau muni gera sitt besta til að fara eftir skilmálum yfirlýsingarinnar. „Þegar þú skrifar undir svona yfirlýsingu þá ert þú að lýsa því yfir að þú ert með skýran ásetning um að þú ætlar að mæla og birta niðurstöður um hvað þú ert að gera. Þetta er hvatningarverkefni sem að hver og einn gerir á sínum forsendum undir handleiðslu sérfræðinga og fyrst og fremst ábyrgð hvers og eins en það er okkar að taka saman árangurinn og styðja við ferlið,“ segir Hrund í samtali við fréttastofu.
Akureyri Loftslagsmál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira