Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2019 09:00 Kári Ingason þreytti inntökupróf í læknadeild í annað sinn í byrjun sumars. Vísir/vilhelm Kára Ingason grunaði strax að ekki væri allt með felldu þegar hann fékk niðurstöður úr inntökuprófi í læknadeild Háskóla Íslands, sem gáfu til kynna lakari frammistöðu en hann hafði búist við. Grunsemdir Kára reyndust á rökum reistar – hann fann að endingu reiknivilluna umtöluðu sem fleytti fimm nýnemum inn í deildina. Kári gagnrýnir læknadeild fyrir seinagang í meðferð málsins. Vísir greindi fyrstur miðla frá málinu laugardaginn 7. september síðastliðinn. Þar kom fram að einn þeirra sem þreytti prófið hefði við prófsýningu tveimur dögum áður tekið eftir reiknivillu í sínu prófi. Nú hefur komið fram að svo virðist sem villan hafi komist inn í niðurstöðurnar þegar línum var bætt í excel-skjal frá því í fyrra. Reiknivillan hafði að endingu áhrif á 29 próftaka og eftir að hún hafði verið leiðrétt bættust fimm nemendur í hóp nýnema við læknadeild, þremur vikum eftir að önnin hófst. Engilbert Sigurðsson forseti læknadeildar sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að læknadeild væri afar þakklát nemanum sem benti á villuna.Niðurstaðan svolítið skrýtin Neminn sem um ræðir er Kári Ingason. Kári þreytti inntökupróf í læknisfræði ásamt 315 öðrum dagana 6.-7. júní. Kári spreytti sig þar á prófinu í annað sinn en hafði áður tekið það árið 2012. „28. júní, tæpum mánuði seinna, er sendur póstur frá læknadeildinni um að niðurstöðurnar úr prófinu liggi fyrir. Þar voru ekki miklar upplýsingar en þar kom fram að ég hefði lent í 164. sæti. Eftir tæpa mánaðarbið og mikla vinnu þar á undan var þessi útkoma vonbrigði fyrir mig og mér fannst hún svolítið skrýtin. Mér fannst eins og ég hefði staðið mig betur en ég gat auðvitað ekki útilokað að mér hefði gengið illa í prófinu,“ segir Kári í samtali við Vísi.Sjá einnig: Árni var fórnarlamb Excel-villu læknadeildar: „Fannst mér hafa gengið betur“Hann sendi því tölvupóst á læknadeild þar sem hann óskaði eftir ítarlegri niðurstöðum úr prófinu, þ.e. sundurliðuðum eftir einstaka prófþáttum, án þess þó að vita hvort það væri yfir höfuð mögulegt. Ekkert slíkt væri auglýst af hálfu deildarinnar. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé ekki einhver mismunun. Vegna þess að ef það vita ekki allir af þessu, er þá prófsýningin, og þessar ítarlegu niðurstöður, bara í boði fyrir fólk sem veit af því? Og er það þá kannski bara fólk sem þekkir einhvern sem starfar hjá deildinni eða þekkir nemendur við deildina?“ Varð að fá að sjá prófið Kári segist svo hafa fengið þau svör að fyrirspurn hans yrði skoðuð að loknum sumarleyfum í ágúst. Um miðjan mánuðinn var sundurliðun einkunna send próftökum. Þá vöknuðu strax efasemdir hjá Kára. „Þann daginn varð grunurinn hjá mér svolítið sterkari um að eitthvað væri í ólagi vegna þess að ég hafði skorað áberandi lágt í efnafræði. Þar hafði ég verið í sæti 237 af 316 og í eðlisfræði var ég í sæti 251 af 316. Þetta voru þau fög sem ég hafði lagt hvað mesta áherslu á enda eru þau mjög stór hluti af prófinu,“ segir Kári.Samtals þreyttu 316 inntökupróf í læknisfræði við Háskóla Íslands í byrjun júní.Vísir/VilhelmInntökuprófið skiptist í tvo prófþætti: A-próf (Aðgangspróf fyrir háskólastig) sem gildir 30% og L-próf (Læknadeildarpróf) sem gildir 70%. Í A-prófinu er prófað úr getu próftaka í málnotkun, talnaleikni, rökhugsun, lesskilningi og fleiri þáttum. Í L-prófinu er hins vegar prófað úr efni sem kennt er í framhaldsskóla, svo sem efnafræði, eðlisfræði og siðfræði. „Mér fannst eftirtektarvert að ég skyldi skora hátt í A-prófinu, sem ég hafði ekki getað undirbúið mig fyrir, en lágt í L-prófinu sem ég hafði lært í frekar langan tíma fyrir. Það ætti alveg að geta gerst en mér fannst það ólíklegt og það jók á efasemdir mínar. Eina leiðin fyrir mig að ganga úr skugga um að mér hefði gengið svona mikið verr en ég hélt var að fá að sjá prófið og fara yfir það.“Slumpaði og fann að ekki var allt með felldu Kári sendi því inn beiðni til deildarinnar um prófsýningu og var boðaður á slíka sýningu þann 5. september. „Þegar ég hafði talið saman þær spurningar sem ég hafði svarað rétt um á prófinu og borið saman við niðurstöðurnar sem læknadeild sendi mér pössuðu þær bara engan veginn saman. Ég spyr hvernig á því geti staðið og fæ þau svör frá þeim sem sat yfir prófinu að það hlyti að vera vegna þess að spurningarnar hefðu ekki sama vægi,“ segir Kári. „Ég slumpaði það í höfðinu út frá þeim forsendum sem ég hafði og mér fannst ólíklegt að það gæti verið vegna þess að munurinn var mjög mikill milli einkunnarinnar sem læknadeild gaf mér og þeirri sem ég hafði reiknað út á sýningunni.“ Hoppaði upp um 63 sæti Kári bað þannig um að ábendingu sinni yrði komið áleiðis til tölfræðingsins sem reiknaði út úr prófinu fyrir deildina. Kári fékk grun sinn þó ekki staðfestan fyrr en fjallað var um reiknivilluna í fjölmiðlum á laugardag, tveimur dögum eftir prófsýninguna. Hann fékk síðar staðfest að ábending hans hefði orðið til þess að reiknivillan fannst. Á mánudeginum fengu þeir sem orðið höfðu fyrir reiknivillunni tölvupóst frá læknadeild þar sem þeir voru látnir vita af henni og þeim tilkynnt um rétta röðun. Þeir sem ekki urðu fyrir villunni fengu einnig tölvupóst þess efnis. Kári reyndist hafa lent í 101. sæti í prófinu og hoppaði þannig upp um 63 sæti á listanum. „Það var ekki nóg til að lyfta mér inn en samt rosalega mikill munur,“ segir Kári. Hann bað í kjölfarið um aðra prófsýningu sem fyrst til að staðfesta að leiðrétta einkunninn stæðist. Sú prófsýning fór fram í fyrradag, 17. september, tólf dögum eftir að hann fann villuna. „Það er svolítið langur tími, finnst mér.“Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar Háskóla Íslands.Spilað með framtíðina Inntur eftir því hvernig honum hafi liðið þegar hann stóð frammi fyrir því að hafa mögulega uppgötvað villu, sem gæti haft áhrif á framtíð fjölda fólks, segist Kári vilja halda eigin tilfinningum utan við málið. „Það sem mér finnst mikilvægt fyrir þetta mál er að þetta ferli sé aðeins gegnsærra. Að fólk sem les þetta viti að það eigi rétt á prófsýningu og ítarlegri niðurstöðum þó að það sé ekki auglýst,“ segir Kári. „Upplýsingaflæðið var ekkert. Það tók mig hátt í 20 tölvupósta fram og til baka við læknadeild í allt sumar bara að fá á hreint hvenær ég gæti fengið að mæta á prófsýningu og hvenær ég mætti eiga von á að fá þessar ítarlegri niðurstöður sendar. Ég fékk mjög lítið að vita. Það er búið að taka allt sumarið bara í að fá rétta einkunn úr prófi sem er mjög mikilvægt fyrir mína framtíð og annarra sem tóku það.“ Allt gengið eðlilega fyrir sig Forsvarsmenn læknadeildar hafa ítrekað harmað að mistök hafi orðið við útreikninga í inntökuprófinu og beðið þá sem urðu fyrir reiknivillunni afsökunar. Þá hefur verið gefið út að gerðar verði breytingar á verkferlum í tengslum við inntökuprófið á næsta ári, þar sem tveir stærðfræðingar verða fengnir til að reikna lokaeinkunn, hvor í sínu lagi. Engilbert Sigurðsson forseti læknadeildar segir jafnframt í samtali við Vísi að hann hafi fengið þær upplýsingar að allt hafi gengið eðlilega fyrir sig við prófsýningarnar. Hann bendir einnig á að mikil vinna búi að baki hverri prófsýningu. „Það sem er erfitt í þessu ferli er að prófið er í júní og prófniðurstöður liggja fyrir í kringum 5.-10. júlí. Í kjölfarið fáum við sendar inn beiðnir um prófsýningar en skrifstofan er þá að fara í frí. Beiðnirnar eru teknar fyrir þegar skrifstofan kemur úr fríi í byrjun ágúst. Þá er þeim forgangsraðað sem eru næstir því að hafa náð, því að þeir eru líklegastir til að geta flust eitthvað til,“ segir Engilbert. „Svo gerist þetta á þeim tíma sem skólinn er hafinn, það þarf að tryggja yfirsetu og fá stofu. Þetta er ekki einfalt mál þannig að það verða að vera ákveðnir rammar um þetta.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fann afdrifaríka reiknivillu á prófsýningu inntökuprófa í læknisfræði Reiknivilla, sem uppgötvaðist við prófsýningu á inntökuprófum í læknisfræði við Háskóla Íslands í vikunni, varð til þess að fimm einstaklingar bætast á mánudag við hóp nýnema við læknadeild skólans, þremur vikum eftir að önnin hófst. 7. september 2019 14:30 Árni var fórnarlamb Excel-villu læknadeildar: „Fannst mér hafa gengið betur“ Árni var búinn að gefa upp alla von um að komast inn í læknisfræðina að sinni eftir að honum var tilkynnt fyrr í sumar að hann hafi ekki hlotið náð deildarinnar. Hann var búinn að nema lögfræði við HÍ í tvær vikur þegar hann fékk símtalið afdrifaríka. 7. september 2019 18:01 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent David Lynch er látinn Erlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Sjá meira
Kára Ingason grunaði strax að ekki væri allt með felldu þegar hann fékk niðurstöður úr inntökuprófi í læknadeild Háskóla Íslands, sem gáfu til kynna lakari frammistöðu en hann hafði búist við. Grunsemdir Kára reyndust á rökum reistar – hann fann að endingu reiknivilluna umtöluðu sem fleytti fimm nýnemum inn í deildina. Kári gagnrýnir læknadeild fyrir seinagang í meðferð málsins. Vísir greindi fyrstur miðla frá málinu laugardaginn 7. september síðastliðinn. Þar kom fram að einn þeirra sem þreytti prófið hefði við prófsýningu tveimur dögum áður tekið eftir reiknivillu í sínu prófi. Nú hefur komið fram að svo virðist sem villan hafi komist inn í niðurstöðurnar þegar línum var bætt í excel-skjal frá því í fyrra. Reiknivillan hafði að endingu áhrif á 29 próftaka og eftir að hún hafði verið leiðrétt bættust fimm nemendur í hóp nýnema við læknadeild, þremur vikum eftir að önnin hófst. Engilbert Sigurðsson forseti læknadeildar sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að læknadeild væri afar þakklát nemanum sem benti á villuna.Niðurstaðan svolítið skrýtin Neminn sem um ræðir er Kári Ingason. Kári þreytti inntökupróf í læknisfræði ásamt 315 öðrum dagana 6.-7. júní. Kári spreytti sig þar á prófinu í annað sinn en hafði áður tekið það árið 2012. „28. júní, tæpum mánuði seinna, er sendur póstur frá læknadeildinni um að niðurstöðurnar úr prófinu liggi fyrir. Þar voru ekki miklar upplýsingar en þar kom fram að ég hefði lent í 164. sæti. Eftir tæpa mánaðarbið og mikla vinnu þar á undan var þessi útkoma vonbrigði fyrir mig og mér fannst hún svolítið skrýtin. Mér fannst eins og ég hefði staðið mig betur en ég gat auðvitað ekki útilokað að mér hefði gengið illa í prófinu,“ segir Kári í samtali við Vísi.Sjá einnig: Árni var fórnarlamb Excel-villu læknadeildar: „Fannst mér hafa gengið betur“Hann sendi því tölvupóst á læknadeild þar sem hann óskaði eftir ítarlegri niðurstöðum úr prófinu, þ.e. sundurliðuðum eftir einstaka prófþáttum, án þess þó að vita hvort það væri yfir höfuð mögulegt. Ekkert slíkt væri auglýst af hálfu deildarinnar. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé ekki einhver mismunun. Vegna þess að ef það vita ekki allir af þessu, er þá prófsýningin, og þessar ítarlegu niðurstöður, bara í boði fyrir fólk sem veit af því? Og er það þá kannski bara fólk sem þekkir einhvern sem starfar hjá deildinni eða þekkir nemendur við deildina?“ Varð að fá að sjá prófið Kári segist svo hafa fengið þau svör að fyrirspurn hans yrði skoðuð að loknum sumarleyfum í ágúst. Um miðjan mánuðinn var sundurliðun einkunna send próftökum. Þá vöknuðu strax efasemdir hjá Kára. „Þann daginn varð grunurinn hjá mér svolítið sterkari um að eitthvað væri í ólagi vegna þess að ég hafði skorað áberandi lágt í efnafræði. Þar hafði ég verið í sæti 237 af 316 og í eðlisfræði var ég í sæti 251 af 316. Þetta voru þau fög sem ég hafði lagt hvað mesta áherslu á enda eru þau mjög stór hluti af prófinu,“ segir Kári.Samtals þreyttu 316 inntökupróf í læknisfræði við Háskóla Íslands í byrjun júní.Vísir/VilhelmInntökuprófið skiptist í tvo prófþætti: A-próf (Aðgangspróf fyrir háskólastig) sem gildir 30% og L-próf (Læknadeildarpróf) sem gildir 70%. Í A-prófinu er prófað úr getu próftaka í málnotkun, talnaleikni, rökhugsun, lesskilningi og fleiri þáttum. Í L-prófinu er hins vegar prófað úr efni sem kennt er í framhaldsskóla, svo sem efnafræði, eðlisfræði og siðfræði. „Mér fannst eftirtektarvert að ég skyldi skora hátt í A-prófinu, sem ég hafði ekki getað undirbúið mig fyrir, en lágt í L-prófinu sem ég hafði lært í frekar langan tíma fyrir. Það ætti alveg að geta gerst en mér fannst það ólíklegt og það jók á efasemdir mínar. Eina leiðin fyrir mig að ganga úr skugga um að mér hefði gengið svona mikið verr en ég hélt var að fá að sjá prófið og fara yfir það.“Slumpaði og fann að ekki var allt með felldu Kári sendi því inn beiðni til deildarinnar um prófsýningu og var boðaður á slíka sýningu þann 5. september. „Þegar ég hafði talið saman þær spurningar sem ég hafði svarað rétt um á prófinu og borið saman við niðurstöðurnar sem læknadeild sendi mér pössuðu þær bara engan veginn saman. Ég spyr hvernig á því geti staðið og fæ þau svör frá þeim sem sat yfir prófinu að það hlyti að vera vegna þess að spurningarnar hefðu ekki sama vægi,“ segir Kári. „Ég slumpaði það í höfðinu út frá þeim forsendum sem ég hafði og mér fannst ólíklegt að það gæti verið vegna þess að munurinn var mjög mikill milli einkunnarinnar sem læknadeild gaf mér og þeirri sem ég hafði reiknað út á sýningunni.“ Hoppaði upp um 63 sæti Kári bað þannig um að ábendingu sinni yrði komið áleiðis til tölfræðingsins sem reiknaði út úr prófinu fyrir deildina. Kári fékk grun sinn þó ekki staðfestan fyrr en fjallað var um reiknivilluna í fjölmiðlum á laugardag, tveimur dögum eftir prófsýninguna. Hann fékk síðar staðfest að ábending hans hefði orðið til þess að reiknivillan fannst. Á mánudeginum fengu þeir sem orðið höfðu fyrir reiknivillunni tölvupóst frá læknadeild þar sem þeir voru látnir vita af henni og þeim tilkynnt um rétta röðun. Þeir sem ekki urðu fyrir villunni fengu einnig tölvupóst þess efnis. Kári reyndist hafa lent í 101. sæti í prófinu og hoppaði þannig upp um 63 sæti á listanum. „Það var ekki nóg til að lyfta mér inn en samt rosalega mikill munur,“ segir Kári. Hann bað í kjölfarið um aðra prófsýningu sem fyrst til að staðfesta að leiðrétta einkunninn stæðist. Sú prófsýning fór fram í fyrradag, 17. september, tólf dögum eftir að hann fann villuna. „Það er svolítið langur tími, finnst mér.“Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar Háskóla Íslands.Spilað með framtíðina Inntur eftir því hvernig honum hafi liðið þegar hann stóð frammi fyrir því að hafa mögulega uppgötvað villu, sem gæti haft áhrif á framtíð fjölda fólks, segist Kári vilja halda eigin tilfinningum utan við málið. „Það sem mér finnst mikilvægt fyrir þetta mál er að þetta ferli sé aðeins gegnsærra. Að fólk sem les þetta viti að það eigi rétt á prófsýningu og ítarlegri niðurstöðum þó að það sé ekki auglýst,“ segir Kári. „Upplýsingaflæðið var ekkert. Það tók mig hátt í 20 tölvupósta fram og til baka við læknadeild í allt sumar bara að fá á hreint hvenær ég gæti fengið að mæta á prófsýningu og hvenær ég mætti eiga von á að fá þessar ítarlegri niðurstöður sendar. Ég fékk mjög lítið að vita. Það er búið að taka allt sumarið bara í að fá rétta einkunn úr prófi sem er mjög mikilvægt fyrir mína framtíð og annarra sem tóku það.“ Allt gengið eðlilega fyrir sig Forsvarsmenn læknadeildar hafa ítrekað harmað að mistök hafi orðið við útreikninga í inntökuprófinu og beðið þá sem urðu fyrir reiknivillunni afsökunar. Þá hefur verið gefið út að gerðar verði breytingar á verkferlum í tengslum við inntökuprófið á næsta ári, þar sem tveir stærðfræðingar verða fengnir til að reikna lokaeinkunn, hvor í sínu lagi. Engilbert Sigurðsson forseti læknadeildar segir jafnframt í samtali við Vísi að hann hafi fengið þær upplýsingar að allt hafi gengið eðlilega fyrir sig við prófsýningarnar. Hann bendir einnig á að mikil vinna búi að baki hverri prófsýningu. „Það sem er erfitt í þessu ferli er að prófið er í júní og prófniðurstöður liggja fyrir í kringum 5.-10. júlí. Í kjölfarið fáum við sendar inn beiðnir um prófsýningar en skrifstofan er þá að fara í frí. Beiðnirnar eru teknar fyrir þegar skrifstofan kemur úr fríi í byrjun ágúst. Þá er þeim forgangsraðað sem eru næstir því að hafa náð, því að þeir eru líklegastir til að geta flust eitthvað til,“ segir Engilbert. „Svo gerist þetta á þeim tíma sem skólinn er hafinn, það þarf að tryggja yfirsetu og fá stofu. Þetta er ekki einfalt mál þannig að það verða að vera ákveðnir rammar um þetta.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fann afdrifaríka reiknivillu á prófsýningu inntökuprófa í læknisfræði Reiknivilla, sem uppgötvaðist við prófsýningu á inntökuprófum í læknisfræði við Háskóla Íslands í vikunni, varð til þess að fimm einstaklingar bætast á mánudag við hóp nýnema við læknadeild skólans, þremur vikum eftir að önnin hófst. 7. september 2019 14:30 Árni var fórnarlamb Excel-villu læknadeildar: „Fannst mér hafa gengið betur“ Árni var búinn að gefa upp alla von um að komast inn í læknisfræðina að sinni eftir að honum var tilkynnt fyrr í sumar að hann hafi ekki hlotið náð deildarinnar. Hann var búinn að nema lögfræði við HÍ í tvær vikur þegar hann fékk símtalið afdrifaríka. 7. september 2019 18:01 Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent David Lynch er látinn Erlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Sjá meira
Fann afdrifaríka reiknivillu á prófsýningu inntökuprófa í læknisfræði Reiknivilla, sem uppgötvaðist við prófsýningu á inntökuprófum í læknisfræði við Háskóla Íslands í vikunni, varð til þess að fimm einstaklingar bætast á mánudag við hóp nýnema við læknadeild skólans, þremur vikum eftir að önnin hófst. 7. september 2019 14:30
Árni var fórnarlamb Excel-villu læknadeildar: „Fannst mér hafa gengið betur“ Árni var búinn að gefa upp alla von um að komast inn í læknisfræðina að sinni eftir að honum var tilkynnt fyrr í sumar að hann hafi ekki hlotið náð deildarinnar. Hann var búinn að nema lögfræði við HÍ í tvær vikur þegar hann fékk símtalið afdrifaríka. 7. september 2019 18:01
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent