Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði að Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefði sloppið í gegn „eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ í umfjöllun fjölmiðla þegar Geir var skipaður sendiherra Íslands í Washington.
Friðrik tók ummælunum ekki illa eins og Vísir greindi frá á sínum tíma.
Á dögunum birti Friðrik Ómar myndband frá jólatónleikum sínum Heima um jólin sem fram fóru í Hofi á Akureyri fyrir síðustu jól þar sem þeir Jógvan Hansen gerðu grín að atvikinu.
Þar söng Jógvan: „Hrærum það saman og höfuð það gaman með smokka og smjör.“
Friðrik stöðvaði þá flutninginn og úr varð mjög skemmtilegt samtal þeirra á milli eins og sjá má hér að neðan.