Útgjöld eftirlitsstofnana aukast áfram Ari Brynjólfsson skrifar 16. september 2019 06:00 Fjárlög næsta árs voru kynnt í síðustu viku. Útgjöld til eftirlitsstofnana ríkisins halda áfram að aukast líkt og fyrri ár. Fréttablaðið/Anton Brink Útgjöld eftirlitsstofnana jukust um meira en helming á árunum 2010 til 2018. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem kynnt var fyrir helgi er gert ráð fyrir vaxandi útgjöldum eftirlitsstofnana. Í tölum sem Fréttablaðið tók saman úr ársskýrslum 21 stofnunar sem sinnir eftirliti kemur í ljós að útgjöld stofnananna jukust um rúm 57 prósent frá 2010 til 2018. Þegar tekin eru saman framlög til stofnananna í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að útgjöld þeirra verði 2,3 prósentum hærri en árið 2018. Alls sinna 34 stofnanir eftirliti hér á landi, sumar þeirra hafa það ekki sem aðalhlutverk. Er því erfitt að meta heildarumfang. Sem dæmi gaf Seðlabanki Íslands frá sér tölur um eftirlitshlutverk sitt í tengslum við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, árið 2016, var þá fjöldi stöðugilda sem sinnti eftirlitsstörfum kominn í 24 úr 10. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu sinna 11 starfsmenn eftirliti af alls 184 starfsmönnum.Nokkrar eftirlitsstofnanir hafa ekki gefið út ársskýrslu og er ekki að finna á fjárlögum, eru það Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, sem starfar innan félagsmálaráðuneytisins, og Endurskoðendaráð og Eftirlitsnefnd fasteignasala sem fjármagna sig alfarið með gjaldtöku. Ein ný eftirlitsstofnun tók til starfa á tímabilinu sem Fréttablaðið skoðaði. Nefnd um eftirlit með lögreglu tók til starfa í byrjun árs 2017. Útgjöldin fyrsta starfsárið voru 12,8 milljónir, ári eftir voru útgjöldin komin upp í 21,7 milljónir. Til að meta umfang eftirlitsstofnana tók Fréttablaðið saman útgjöld 21 stofnunar eins og þau koma fram í ársskýrslum áranna 2010, 2014 og 2018. Útgjöld þeirra fóru úr 12 milljörðum króna árið 2010 í 12,8 milljarða árið 2014 og í 19 milljarða króna árið 2018 þegar miðað er við verðlag ársins 2019. Á næsta ári er gert ráð fyrir að útgjöldin verði 19,5 milljarðar króna til þessara eftirlitsstofnana. Nokkur umræða skapaðist um eftirlitsstofnanir árið 2013 í tengslum við vinnu hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi varaformaður hagræðingarhópsins og núverandi utanríkisráðherra, sagði við Fréttablaðið í september 2013 að fyrri ríkisstjórn hefði forgangsraðað í þágu eftirlitsiðnaðarins. Vildi hann þá endurskipuleggja kerfið með það að markmiði að ná fram hagræðingu. Gagnrýndi hann meðal annars að framlög til fjölmiðlanefndar hefðu hækkað úr 17,5 milljónum árið 2008 í 38,5 milljónir árið 2012. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, skipaði vinnuhóp sumarið 2014 til að fara yfir lög, reglur og stjórnsýslu mikilvægra eftirlitsstofnana. Sá hópur skilaði áfangaskýrslu haustið 2014 þar sem lagt var til að heildarendurskoðun yrði gerð á eftirlitsstofnunum þar sem verkefni þeirra yrðu greind og að því búnu sameinuð og samþætt. Einnig að fjárveitingar til eftirlitsstofnana yrðu grundvallaðar á árangursmati og að þingnefnd yrði falið að hafa eftirlit með starfsemi þeirra.Skúli Sveinsson lögmaður var formaður vinnuhóps forsætisráðherra sem átti að fara yfir lög um eftirlitsstofnanir.Fréttablaðið/ErnirMiðuðu tillögurnar að því að stofnanirnar hættu að vera í eins konar löggæsluhlutverki og yrðu þjónustustofnanir. Til hliðsjónar voru gögn og skýrslur OECD um hvernig stuðla megi að hagkvæmni og skilvirkni við meðferð mála. Skúli Sveinsson lögmaður, sem gegndi formennsku í vinnuhópnum, segir að vinnan hafi runnið út í sandinn eftir útgáfu fyrstu áfangaskýrslunnar. „Það virtist ekki vera áhugi hjá stjórnvöldum á að halda starfi hópsins áfram, eftir að ég skilaði skýrslunni heyrði ég ekki meira af þessu,“ segir Skúli. Verkefnið var mjög umfangsmikið. „Við áttum að skoða allar reglur og fara yfir allar eftirlitsstofnanir. Það er bara lífstíðarverkefni. Það kostar stórfé að skoða þetta af einhverri alvöru,“ segir Skúli. „En ef þú setur það í samhengi við kostnaðinn við að reka eftirlitsstofnanirnar þá væri hægt að setja af stað vinnu við að straumlínulaga kerfið fyrir aðeins 0,1 prósent af þeim kostnaði, það var meira en við fengum.“Fréttin hefur verið leiðrétt vegna reiknivillu. Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2020 Stjórnsýsla Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Útgjöld eftirlitsstofnana jukust um meira en helming á árunum 2010 til 2018. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem kynnt var fyrir helgi er gert ráð fyrir vaxandi útgjöldum eftirlitsstofnana. Í tölum sem Fréttablaðið tók saman úr ársskýrslum 21 stofnunar sem sinnir eftirliti kemur í ljós að útgjöld stofnananna jukust um rúm 57 prósent frá 2010 til 2018. Þegar tekin eru saman framlög til stofnananna í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að útgjöld þeirra verði 2,3 prósentum hærri en árið 2018. Alls sinna 34 stofnanir eftirliti hér á landi, sumar þeirra hafa það ekki sem aðalhlutverk. Er því erfitt að meta heildarumfang. Sem dæmi gaf Seðlabanki Íslands frá sér tölur um eftirlitshlutverk sitt í tengslum við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, árið 2016, var þá fjöldi stöðugilda sem sinnti eftirlitsstörfum kominn í 24 úr 10. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu sinna 11 starfsmenn eftirliti af alls 184 starfsmönnum.Nokkrar eftirlitsstofnanir hafa ekki gefið út ársskýrslu og er ekki að finna á fjárlögum, eru það Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, sem starfar innan félagsmálaráðuneytisins, og Endurskoðendaráð og Eftirlitsnefnd fasteignasala sem fjármagna sig alfarið með gjaldtöku. Ein ný eftirlitsstofnun tók til starfa á tímabilinu sem Fréttablaðið skoðaði. Nefnd um eftirlit með lögreglu tók til starfa í byrjun árs 2017. Útgjöldin fyrsta starfsárið voru 12,8 milljónir, ári eftir voru útgjöldin komin upp í 21,7 milljónir. Til að meta umfang eftirlitsstofnana tók Fréttablaðið saman útgjöld 21 stofnunar eins og þau koma fram í ársskýrslum áranna 2010, 2014 og 2018. Útgjöld þeirra fóru úr 12 milljörðum króna árið 2010 í 12,8 milljarða árið 2014 og í 19 milljarða króna árið 2018 þegar miðað er við verðlag ársins 2019. Á næsta ári er gert ráð fyrir að útgjöldin verði 19,5 milljarðar króna til þessara eftirlitsstofnana. Nokkur umræða skapaðist um eftirlitsstofnanir árið 2013 í tengslum við vinnu hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi varaformaður hagræðingarhópsins og núverandi utanríkisráðherra, sagði við Fréttablaðið í september 2013 að fyrri ríkisstjórn hefði forgangsraðað í þágu eftirlitsiðnaðarins. Vildi hann þá endurskipuleggja kerfið með það að markmiði að ná fram hagræðingu. Gagnrýndi hann meðal annars að framlög til fjölmiðlanefndar hefðu hækkað úr 17,5 milljónum árið 2008 í 38,5 milljónir árið 2012. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, skipaði vinnuhóp sumarið 2014 til að fara yfir lög, reglur og stjórnsýslu mikilvægra eftirlitsstofnana. Sá hópur skilaði áfangaskýrslu haustið 2014 þar sem lagt var til að heildarendurskoðun yrði gerð á eftirlitsstofnunum þar sem verkefni þeirra yrðu greind og að því búnu sameinuð og samþætt. Einnig að fjárveitingar til eftirlitsstofnana yrðu grundvallaðar á árangursmati og að þingnefnd yrði falið að hafa eftirlit með starfsemi þeirra.Skúli Sveinsson lögmaður var formaður vinnuhóps forsætisráðherra sem átti að fara yfir lög um eftirlitsstofnanir.Fréttablaðið/ErnirMiðuðu tillögurnar að því að stofnanirnar hættu að vera í eins konar löggæsluhlutverki og yrðu þjónustustofnanir. Til hliðsjónar voru gögn og skýrslur OECD um hvernig stuðla megi að hagkvæmni og skilvirkni við meðferð mála. Skúli Sveinsson lögmaður, sem gegndi formennsku í vinnuhópnum, segir að vinnan hafi runnið út í sandinn eftir útgáfu fyrstu áfangaskýrslunnar. „Það virtist ekki vera áhugi hjá stjórnvöldum á að halda starfi hópsins áfram, eftir að ég skilaði skýrslunni heyrði ég ekki meira af þessu,“ segir Skúli. Verkefnið var mjög umfangsmikið. „Við áttum að skoða allar reglur og fara yfir allar eftirlitsstofnanir. Það er bara lífstíðarverkefni. Það kostar stórfé að skoða þetta af einhverri alvöru,“ segir Skúli. „En ef þú setur það í samhengi við kostnaðinn við að reka eftirlitsstofnanirnar þá væri hægt að setja af stað vinnu við að straumlínulaga kerfið fyrir aðeins 0,1 prósent af þeim kostnaði, það var meira en við fengum.“Fréttin hefur verið leiðrétt vegna reiknivillu.
Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2020 Stjórnsýsla Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira