Olíuverð hækkar í kjölfar árása Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2019 23:41 Olíuverð á heimsmarkaði fer nú hækkandi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. vísir/ap Olíuverð hefur hækkað um allt að 20 prósent í kjölfar drónaárása á tvær af stærstu olíuvinnslustöðvum Sádi-Arabíu. Tunnan af Brent-hráolíu kostar nú rétt tæplega 68 Bandaríkjadollara, en á föstudag var verðið nokkrum sentum yfir 60 dollara markinu. Hæst fór tunnan í 71,95 dollara. Þá hefur Vestur Texas-hráolía einnig hækkað um 16 prósent, eða upp í 63,60 dollara. Washington Post hefur eftir sérfræðingi í olíumarkaðnum að búast megi við meiri hækkunum á næstu dögum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú gefið grænt ljós á að seilst verði í varaolíubirgðir Bandaríkjanna vegna ástandsins sem ríkir á olíumarkaði vegna árásanna. Þessu lýsti hann yfir á Twitter fyrr í kvöld. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hversu mikið magn verður tekið úr birgðinum til þess að bregðast við hækkununum.Based on the attack on Saudi Arabia, which may have an impact on oil prices, I have authorized the release of oil from the Strategic Petroleum Reserve, if needed, in a to-be-determined amount.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2019 Trump tísti stuttu síðar stuttri orðsendingu þar sem hann gefur í skyn að Bandaríkin búi yfir nóg af olíu til þess að tækla þann vanda sem upp er kominn vegna árásanna. „HELLINGUR AF OLÍU!“ tísti forsetinn.PLENTY OF OIL! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2019 Olíuvinnslustöðvarnar tvær sem ráðist var á eru í eigu sádiarabíska ríkisfyrirtækisins Aramco. Sú stærri framleiðir alla jafna um eitt prósent allra olíubirgða heims. Uppreisnarhópar Húta frá Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum en Bandaríkjamenn telja Írani standa að baki árásunum. Írönsk stjórnvöld hafa hins vegar alfarið hafnað nokkurs konar aðild að árásunum. Bandaríkin Bensín og olía Donald Trump Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Olíuverð hefur hækkað um allt að 20 prósent í kjölfar drónaárása á tvær af stærstu olíuvinnslustöðvum Sádi-Arabíu. Tunnan af Brent-hráolíu kostar nú rétt tæplega 68 Bandaríkjadollara, en á föstudag var verðið nokkrum sentum yfir 60 dollara markinu. Hæst fór tunnan í 71,95 dollara. Þá hefur Vestur Texas-hráolía einnig hækkað um 16 prósent, eða upp í 63,60 dollara. Washington Post hefur eftir sérfræðingi í olíumarkaðnum að búast megi við meiri hækkunum á næstu dögum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú gefið grænt ljós á að seilst verði í varaolíubirgðir Bandaríkjanna vegna ástandsins sem ríkir á olíumarkaði vegna árásanna. Þessu lýsti hann yfir á Twitter fyrr í kvöld. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hversu mikið magn verður tekið úr birgðinum til þess að bregðast við hækkununum.Based on the attack on Saudi Arabia, which may have an impact on oil prices, I have authorized the release of oil from the Strategic Petroleum Reserve, if needed, in a to-be-determined amount.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2019 Trump tísti stuttu síðar stuttri orðsendingu þar sem hann gefur í skyn að Bandaríkin búi yfir nóg af olíu til þess að tækla þann vanda sem upp er kominn vegna árásanna. „HELLINGUR AF OLÍU!“ tísti forsetinn.PLENTY OF OIL! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2019 Olíuvinnslustöðvarnar tvær sem ráðist var á eru í eigu sádiarabíska ríkisfyrirtækisins Aramco. Sú stærri framleiðir alla jafna um eitt prósent allra olíubirgða heims. Uppreisnarhópar Húta frá Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum en Bandaríkjamenn telja Írani standa að baki árásunum. Írönsk stjórnvöld hafa hins vegar alfarið hafnað nokkurs konar aðild að árásunum.
Bandaríkin Bensín og olía Donald Trump Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37
Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44
Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48
Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44