„Hið eina sem hún getur ekki er að láta eins og ekkert hafi gerst“ Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2019 08:30 Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Össur Skarphéðinsson kallar eftir viðbrögðum dómsmálaráðherra vegna málsins. Fréttablaðið/Anton Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður, kallar eftir því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra bregðist við þeim ummælum sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lét falla í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í gær. Þar hélt Haraldur því fram að markvisst væri reynt að hrekja hann úr embætti og til þess hafi lögreglumenn, sem kunni ekki að meta það þegar tekið sé á þeirra málum hjá embættinu, farið fram með rógburð og ósannindi.Sjá einnig: Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar„Nýr dómsmálaráðherra verður annað hvort að láta rannsaka hvaða rök liggja að baki svo alvarlegri ásökun eða skipta um ríkislögreglustjóra með hraði,“ sagði Össur í Facebook-færslu sinni í gær. Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald Johannessen ríkislögreglustjóra en Landssamband lögreglumanna og nokkur félög innan þess hafa greint frá mikilli óánægju með nokkra þætti í rekstri embættisins, meðal annars í bíla- og fatamálum. Leggja á niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra um áramótin og stendur til að ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Þá hefur því verið haldið fram að Haraldur gangi fram með ógnar- og óttastjórnun.Sjá einnig: Segir yfirlýsingar lögreglufélaga ámælisverðar„Ríkislögreglustjóri fullyrðir í dag í viðtali við dagblað sem aldrei lýgur að spilling ríki innan lögreglunnar. Þetta virkar galið en engar forsendur hef ég til að efast um að ríkislögreglustjóri sé með réttu ráði. Viðtalið ber líka með sér að hin fordæmalausa og sögulega yfirlýsing um spillta lögreglu hafi verið sett fram að yfirlögðu ráði. Hvernig ætlar dómsmálaráðherrann að bregðast við? Hún getur ekki setið aðgerðalaus,“ sagði Össur jafnframt. Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur sagði í samtali við fréttastofu í gær að framkoma Haraldar í umræddu viðtali væri honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast.Sjá einnig: Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer framÖssur Skarphéðinsson segir málið vera alvarlegt og kalla á viðbrögð. „Hið eina sem hún getur ekki er að láta eins og ekkert hafi gerst. Málið er of alvarlegt til þess. Ef rannsókn leiðir í ljós að yfirlýsing ríkislögreglustjóra á við rök að styðjast er gott til að þess að vita að nýi dómsmálaráðherrann er vösk og líkleg til að láta hendur standa fram úr ermum við að hreinsa til í löggunni. Ef niðurstaðan er á annan veg verður staða ríkislögreglustjóra væntanlega auglýst á næstunni," bætti Össur við. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg Björn Leví segir Haraldar Johannessen vilja skjóta sendiboðann. 13. september 2019 10:22 Ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra funda í næstu viku Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og mun fundurinn fara fram í næstu viku að sögn ráðherra. Þar verða málefni embættisins til umræðu. 13. september 2019 23:30 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður, kallar eftir því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra bregðist við þeim ummælum sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lét falla í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í gær. Þar hélt Haraldur því fram að markvisst væri reynt að hrekja hann úr embætti og til þess hafi lögreglumenn, sem kunni ekki að meta það þegar tekið sé á þeirra málum hjá embættinu, farið fram með rógburð og ósannindi.Sjá einnig: Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar„Nýr dómsmálaráðherra verður annað hvort að láta rannsaka hvaða rök liggja að baki svo alvarlegri ásökun eða skipta um ríkislögreglustjóra með hraði,“ sagði Össur í Facebook-færslu sinni í gær. Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald Johannessen ríkislögreglustjóra en Landssamband lögreglumanna og nokkur félög innan þess hafa greint frá mikilli óánægju með nokkra þætti í rekstri embættisins, meðal annars í bíla- og fatamálum. Leggja á niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra um áramótin og stendur til að ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Þá hefur því verið haldið fram að Haraldur gangi fram með ógnar- og óttastjórnun.Sjá einnig: Segir yfirlýsingar lögreglufélaga ámælisverðar„Ríkislögreglustjóri fullyrðir í dag í viðtali við dagblað sem aldrei lýgur að spilling ríki innan lögreglunnar. Þetta virkar galið en engar forsendur hef ég til að efast um að ríkislögreglustjóri sé með réttu ráði. Viðtalið ber líka með sér að hin fordæmalausa og sögulega yfirlýsing um spillta lögreglu hafi verið sett fram að yfirlögðu ráði. Hvernig ætlar dómsmálaráðherrann að bregðast við? Hún getur ekki setið aðgerðalaus,“ sagði Össur jafnframt. Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur sagði í samtali við fréttastofu í gær að framkoma Haraldar í umræddu viðtali væri honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast.Sjá einnig: Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer framÖssur Skarphéðinsson segir málið vera alvarlegt og kalla á viðbrögð. „Hið eina sem hún getur ekki er að láta eins og ekkert hafi gerst. Málið er of alvarlegt til þess. Ef rannsókn leiðir í ljós að yfirlýsing ríkislögreglustjóra á við rök að styðjast er gott til að þess að vita að nýi dómsmálaráðherrann er vösk og líkleg til að láta hendur standa fram úr ermum við að hreinsa til í löggunni. Ef niðurstaðan er á annan veg verður staða ríkislögreglustjóra væntanlega auglýst á næstunni," bætti Össur við.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg Björn Leví segir Haraldar Johannessen vilja skjóta sendiboðann. 13. september 2019 10:22 Ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra funda í næstu viku Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og mun fundurinn fara fram í næstu viku að sögn ráðherra. Þar verða málefni embættisins til umræðu. 13. september 2019 23:30 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg Björn Leví segir Haraldar Johannessen vilja skjóta sendiboðann. 13. september 2019 10:22
Ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra funda í næstu viku Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og mun fundurinn fara fram í næstu viku að sögn ráðherra. Þar verða málefni embættisins til umræðu. 13. september 2019 23:30
Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13