Hjólbörugöngunni að ljúka Sandra Guðrún Sæmundsdóttir skrifar 14. september 2019 10:00 Veðrið hefur leikið við Huga á göngunni. Hugi hefur verið á göngu frá því 5. júní og segir hann að ferðin hafi gengið mjög vel. „Þetta hafa verið 80 göngudagar og 22 hvíldardagar svo þetta eru 102 dagar samtals.“ Hvíldardagana nýtti Hugi í að þvo föt, versla aðeins og slappa af. „Reyndar gisti ég aldrei meira en eina nótt frá Ísafirði til Akureyrar svo fjögurra daga hvíld á Akureyri var þeim mun betri.“ Veðrið hefur heldur betur leikið við Huga á ferðalaginu. Hann segir að versta veðrið hafi fylgt haustinu, þegar það komu tvær vikur af rigningu. „En það var kannski bara sanngjarnt þar sem fyrstu vikurnar var mikil sól.“ Það sem stendur upp úr í ferðinni að sögn Huga eru dagarnir þar sem „mórall var hár“ og langar brekkur niður á við með endalausu útsýni. „En líka erfiðu og löngu dagarnir þar sem ég þurfti að halda mér gangandi með fáum og stuttum pásum. Oft vegna veðurs eða svo ég yrði ekki enn þá úti eftir myrkur.“67 kílómetrar á 13 dögum Hann nefnir dæmi um það þegar hann labbaði frá Kirkjubæjarklaustri til Víkur en það var lítið af gististöðum þar á milli. „Ég byrjaði sex kílómetrum fyrir utan Klaustur og labbaði 67 kílómetra til Víkur á 13 klukkustundum með þeirri aðferð að styðja mig við hjólbörurnar til að halda stöðugum 7-9 kílómetra gönguhraða í 13 tíma. Ég rétt náði fyrir almyrkur. En ég var nokkuð búinn á því eftir það og náði varla 20 kílómetrum á átta klukkutímum daginn eftir.“ Hugi labbaði frá Reykjavík til Hveragerðis í gær, í dag geta vegfarendur rekist á hann á leið á Úlfljótsvatn og þaðan gengur hann á Þingvelli á morgun. „Ég ætla að reyna að taka sunnudaginn upp í beinni. Ef ég finn út hvernig ég geri það,“ segir Hugi. Hann segir að söfnunin fyrir Krabbameinsfélagið hafi ekki gengið alveg eins vel og hann bjóst við. „En það var áður en ég viss af arkaranum Evu og Veigu Grétarsdóttur sem var á kajak. Þær voru líka að styrkja góð málefni.“ Hugi segist samt hafa náð að safna að minnsta kosti hálfri milljón. „Það er nokkuð ágætt miðað við að bara eitt fyrirtæki hefur gefið styrk.“ Það er enn hægt að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning númer: 0301-26-005035, kennitala: 700169-2789. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Hugi hefur verið á göngu frá því 5. júní og segir hann að ferðin hafi gengið mjög vel. „Þetta hafa verið 80 göngudagar og 22 hvíldardagar svo þetta eru 102 dagar samtals.“ Hvíldardagana nýtti Hugi í að þvo föt, versla aðeins og slappa af. „Reyndar gisti ég aldrei meira en eina nótt frá Ísafirði til Akureyrar svo fjögurra daga hvíld á Akureyri var þeim mun betri.“ Veðrið hefur heldur betur leikið við Huga á ferðalaginu. Hann segir að versta veðrið hafi fylgt haustinu, þegar það komu tvær vikur af rigningu. „En það var kannski bara sanngjarnt þar sem fyrstu vikurnar var mikil sól.“ Það sem stendur upp úr í ferðinni að sögn Huga eru dagarnir þar sem „mórall var hár“ og langar brekkur niður á við með endalausu útsýni. „En líka erfiðu og löngu dagarnir þar sem ég þurfti að halda mér gangandi með fáum og stuttum pásum. Oft vegna veðurs eða svo ég yrði ekki enn þá úti eftir myrkur.“67 kílómetrar á 13 dögum Hann nefnir dæmi um það þegar hann labbaði frá Kirkjubæjarklaustri til Víkur en það var lítið af gististöðum þar á milli. „Ég byrjaði sex kílómetrum fyrir utan Klaustur og labbaði 67 kílómetra til Víkur á 13 klukkustundum með þeirri aðferð að styðja mig við hjólbörurnar til að halda stöðugum 7-9 kílómetra gönguhraða í 13 tíma. Ég rétt náði fyrir almyrkur. En ég var nokkuð búinn á því eftir það og náði varla 20 kílómetrum á átta klukkutímum daginn eftir.“ Hugi labbaði frá Reykjavík til Hveragerðis í gær, í dag geta vegfarendur rekist á hann á leið á Úlfljótsvatn og þaðan gengur hann á Þingvelli á morgun. „Ég ætla að reyna að taka sunnudaginn upp í beinni. Ef ég finn út hvernig ég geri það,“ segir Hugi. Hann segir að söfnunin fyrir Krabbameinsfélagið hafi ekki gengið alveg eins vel og hann bjóst við. „En það var áður en ég viss af arkaranum Evu og Veigu Grétarsdóttur sem var á kajak. Þær voru líka að styrkja góð málefni.“ Hugi segist samt hafa náð að safna að minnsta kosti hálfri milljón. „Það er nokkuð ágætt miðað við að bara eitt fyrirtæki hefur gefið styrk.“ Það er enn hægt að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning númer: 0301-26-005035, kennitala: 700169-2789.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira