Matarhátíðin Reykjavík Food Festival, einnig nefnd Matarhátíð Reykjavíkur, verður haldin í áttunda skipti á laugardag. Hátíðin sem hefur verið staðsett á Skólavörðustíg frá upphafi, hefur nú verið flutt inn í bílastæðahúsið á gatnamótum Bergstaðastrætis og Skólavörðustígs.
Upphaflega ætluðu skipuleggjendur hátíðarinnar að halda hana í ár með óbreyttu sniði á Skólavörðustígnum en er þessi ákvörðun sögð hafa verið tekin vegna slæmrar veðurspár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Veðurstofan spáir nú rigningu í Reykjavík á laugardag og þrettán til átján metrum á sekúndu síðdegis.
Yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er Úr flóa að fjalli, og munu tólf veitingastaðir úr borginni vera með veitingabása og bjóða upp á kræsingar. Einnig verða lífleg skemmtiatriði í boði og mun lúðraþytur óma, er fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar.
Færð inn í bílastæðahús vegna veðurs
Eiður Þór Árnason skrifar
