Mikið rusl frá Íslandi á Jan Mayen Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. september 2019 21:30 Jarðfræðingur sem var við rannsóknir á Jan Mayen nýverið blöskraði rusl og plastmengun í og við strendur eyjunnar. Allt frá stígvélum til heilu veiðarfæranna er rusl sem að einhverju leiti hefur ferðast um þúsund kílómetra leið yfir hafið, frá Íslandi. Í ágústmánuði fóru nokkrir jarð- og jöklafærðingar til Jan Mayen í rannsóknarleiðangur. Helga Kristín Torfadóttir vann þar að doktorsritgerð í eldfjalla- og bergfræði og safnaði sýnum fyrir verkefnið.Helga Kristín Torfadóttir, jarðfræðingur ásamt tveimur norskum jöklafræðingum á Jan Mayen.Vísir/Helga KristínVerkefnið tengt hlýnun jarðar Jan Mayen er í tæplega þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Er um 55 kílómetrar að lengd og fá einum komma fimm til fimmtán kílómetrar að breidd. Enginn býr á eyjunni en um átján manns eru þar á vegum norska hersins og dvelja þeir þar sex mánuði í senn. Með verkefninu ætlar Helga ásamt tveimur norskum jöklafærðingum að tengja saman jöklasögu Jan Mayen og eldgosavirknina í þeim tilgangi að geta vonandi sýnt fram á, að með minnkun jökulsins hrindi það af stað eldgosi, því að það létti á jarðskorpunni. Helga segir verkefni í heild tengt loftlagsmálum og það að með hlýnun jarðar muni það í kjölfarið hleypa af stað keðjuverkun eldgosa, þá sérstaklega á Íslandi.Allt frá stígvélum til heilu veiðarfæranna var að finna í fjörum Jan Mayen. Hermenn frá norska hernum týna rusl í tonnatali.Vísir/Helga KristínMikið rusl og þá sérstaklega frá Íslandi vakti athygli „Það er rosalega mikið af plast rusli og þá sérstaklega íslenskt rusl og íslenskar vodkaflöskur, kassar sem stendur á umbúðamiðlun og svoleiðis,“ segir Helga. Helga segir skiljanlegt að rusli úr sjónum berist þangað en hafstraumarnir um eyjuna liggja eins og hálfgerður hvirfill sem dregur með sér sjó frá Íslandi rangsælis og leiðir upp til Jan Mayen. „Ég skildi strax að þetta væri mest allt frá Ísland og talaði við hermennina sem eru þarna þau fara oft að týna rusl og styðjast við það að þetta er margt frá Íslandi,“ segir Helga. Helga fékk þau svör frá hermönnum á svæðinu að á síðasta ári hafi þeir safnað tuttugu og sex tonnum af rusli og það sem af er þessu ári eru þau orðin átján. Helga segir þetta sýna að meira rusl sé í hafinu en fólk geri sér almennt grein fyrir sem hún segir að bregðast verði við. „Ég vill ekki vera að benda á neinn en staðreyndin er sú að það er fullt að íslensku plastrusli úr sjávariðnaðinum á Jan Mayen og á sjávarbotni og það þurfa að gerast einhverjar breytingar því þetta er rosalega mikið,“ segir Helga. Noregur Umhverfismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Jarðfræðingur sem var við rannsóknir á Jan Mayen nýverið blöskraði rusl og plastmengun í og við strendur eyjunnar. Allt frá stígvélum til heilu veiðarfæranna er rusl sem að einhverju leiti hefur ferðast um þúsund kílómetra leið yfir hafið, frá Íslandi. Í ágústmánuði fóru nokkrir jarð- og jöklafærðingar til Jan Mayen í rannsóknarleiðangur. Helga Kristín Torfadóttir vann þar að doktorsritgerð í eldfjalla- og bergfræði og safnaði sýnum fyrir verkefnið.Helga Kristín Torfadóttir, jarðfræðingur ásamt tveimur norskum jöklafræðingum á Jan Mayen.Vísir/Helga KristínVerkefnið tengt hlýnun jarðar Jan Mayen er í tæplega þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Er um 55 kílómetrar að lengd og fá einum komma fimm til fimmtán kílómetrar að breidd. Enginn býr á eyjunni en um átján manns eru þar á vegum norska hersins og dvelja þeir þar sex mánuði í senn. Með verkefninu ætlar Helga ásamt tveimur norskum jöklafærðingum að tengja saman jöklasögu Jan Mayen og eldgosavirknina í þeim tilgangi að geta vonandi sýnt fram á, að með minnkun jökulsins hrindi það af stað eldgosi, því að það létti á jarðskorpunni. Helga segir verkefni í heild tengt loftlagsmálum og það að með hlýnun jarðar muni það í kjölfarið hleypa af stað keðjuverkun eldgosa, þá sérstaklega á Íslandi.Allt frá stígvélum til heilu veiðarfæranna var að finna í fjörum Jan Mayen. Hermenn frá norska hernum týna rusl í tonnatali.Vísir/Helga KristínMikið rusl og þá sérstaklega frá Íslandi vakti athygli „Það er rosalega mikið af plast rusli og þá sérstaklega íslenskt rusl og íslenskar vodkaflöskur, kassar sem stendur á umbúðamiðlun og svoleiðis,“ segir Helga. Helga segir skiljanlegt að rusli úr sjónum berist þangað en hafstraumarnir um eyjuna liggja eins og hálfgerður hvirfill sem dregur með sér sjó frá Íslandi rangsælis og leiðir upp til Jan Mayen. „Ég skildi strax að þetta væri mest allt frá Ísland og talaði við hermennina sem eru þarna þau fara oft að týna rusl og styðjast við það að þetta er margt frá Íslandi,“ segir Helga. Helga fékk þau svör frá hermönnum á svæðinu að á síðasta ári hafi þeir safnað tuttugu og sex tonnum af rusli og það sem af er þessu ári eru þau orðin átján. Helga segir þetta sýna að meira rusl sé í hafinu en fólk geri sér almennt grein fyrir sem hún segir að bregðast verði við. „Ég vill ekki vera að benda á neinn en staðreyndin er sú að það er fullt að íslensku plastrusli úr sjávariðnaðinum á Jan Mayen og á sjávarbotni og það þurfa að gerast einhverjar breytingar því þetta er rosalega mikið,“ segir Helga.
Noregur Umhverfismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira