Loks lönduðu Solskjær og hans menn þremur stigum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. september 2019 15:45 Rashfod fagnar sigurmarki dagsins. vísir/getty Sigurinn var einkar tæpur en eina mark leiksins kom strax í upphafi. Caglar Soyuncu braut þá klaufalega á Marcus Rashford innan vítateigs og vítaspyrna umsvifalaust dæmd. Rashford sjálfur fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi en mikið þras hefur verið í vetur yfir vítaspyrnum United en Paul Pogba klúðraði víti í 1-1 jafnteflinu gegn Wolves og þá klikkaði Rashford í 2-1 tapinu gegn Crystal Palace. Eftir þetta var leikurinn nokkuð jafn á öllum vígstöðvum en David De Gea, sem hefur víst samþykkt nýjan samning, átti nokkrar góðar vörslur og sá til þess að United landaði stigunum þremur. Rashford var svo nálægt því að skora sitt annað mark í leiknum undir lok leiks þegar aukaspyrna hans fór í slá og yfir. Lokatölur 1-0 og annar sigur United á leiktíðinni staðreynd sem og fyrsta tap Leicester. Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans eru því komnir með átta stig og sitja í 4. sæti á meðan lið Brendan Rodgers er einu sæti neðar með lakari markatölu. Enski boltinn
Sigurinn var einkar tæpur en eina mark leiksins kom strax í upphafi. Caglar Soyuncu braut þá klaufalega á Marcus Rashford innan vítateigs og vítaspyrna umsvifalaust dæmd. Rashford sjálfur fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi en mikið þras hefur verið í vetur yfir vítaspyrnum United en Paul Pogba klúðraði víti í 1-1 jafnteflinu gegn Wolves og þá klikkaði Rashford í 2-1 tapinu gegn Crystal Palace. Eftir þetta var leikurinn nokkuð jafn á öllum vígstöðvum en David De Gea, sem hefur víst samþykkt nýjan samning, átti nokkrar góðar vörslur og sá til þess að United landaði stigunum þremur. Rashford var svo nálægt því að skora sitt annað mark í leiknum undir lok leiks þegar aukaspyrna hans fór í slá og yfir. Lokatölur 1-0 og annar sigur United á leiktíðinni staðreynd sem og fyrsta tap Leicester. Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans eru því komnir með átta stig og sitja í 4. sæti á meðan lið Brendan Rodgers er einu sæti neðar með lakari markatölu.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti