Kona ættuð frá Rússlandi með græna fingur í Borgarnesi Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2019 20:00 Í Borgarnesi býr kona ættuð frá Rússlandi sem beitir óvenjulegum aðferðum við að rækta kartöflur þannig að þær vaxa hraðar en gengur og gerist og lengur fram á haustið en Íslendingar eiga að venjast. Þá ræktar hún alls kyns grænmeti og ávexti og býr til líkjör úr sólberjum, allt eftir aðferðum sem rússnesk amma hennar kenndi henni. Elena Lyngdal flutti frá Rostov í Rússlandi í Borgarnes fyrir fjórtán árum þar sem hún býr með íslenskri fjölskyldu sinni. Hún situr aldrei auðum höndum, vinnur á þremur stöðum, meðal annars á dvalarheimili aldraðra og þrífur tuttugu og fjögur heimili í bænum á milli þess sem hún ræktar grænmeti og ávexti eftir rússneskum aðferðum í garði sínum með slíkum árangri að eftir er tekið. Hún leggur útsæðið ofan á moldarlag og leggur gras yfir.Og þetta vex svona rosalega vel hjá þér, betur en í moldinni? „Já, já ég hugsa það. Þetta er bara gras og kartöflur,“ segir Elena stolt þar sem hún sýnir fréttamanni vænar kartöflur sem hún tekur beint undan graslagi í timburkassa.Þær eru stórar og fínar? „Já eitthvað um 200 grömm. Við smíðuðum kassa í enda apríl og sáðum kartöflum úr Húsasmiðjunni,“ segir Elena stolt. Eftir því sem kartöflukálið vex leggur Elena meira gras yfir kartöflurnar og segist geta tekið upp nýjar kartöflur langt fram á haustið. „Ég lærði þetta á YouTube. Svona gerir fólk þetta í Síberíu í Rússlandi þar sem fólk hefur tekið upp níu kíló af kartöflum út frá einni kartöflu. Ég veit ekki hvað mikið ég tek hér,“ segir Elena. En hún er nú þegar búin að taka upp sex kíló úr einu litlu hólfi í kassanum sínum.Gúrkur, mandarínur og líkjör En hún ræktar ekki bara kartöflur. Í gróðurhúsi sem Högni maður hennar smíðaði kennir ýmissa grasa, oft af fræjum sem hún flytur inn frá heimalandinu eins og tómatafræ. „Hafa þetta sætt og safaríkt. Allir koma og smakka hvað þetta er rosalega gott. Og góð lykt eins og þú finnur,“ segir Elena og réttir fréttamanni vænan og eldrauðan tómat.Þetta lyktar mjög vel. „Já, þetta er tómatalykt.“Má ég bíta í hann? „Já, já gjörðu svo vel.“Þetta er frábær tómatur. „Já, já,“ segir Elena hæst ánægð með árangurinn. Það er of langt að telja upp öll berin, grænmetið og ávextina eins og mandarínur sem Elena ræktar. „Ég er búin að taka um 30 kíló á þessu ári af gúrku. Og gjörðu svo vel þú mátt smakka. Hvernig finnst þér,“ spyr Elena.Þetta er úrvals gúrka og hún er líka svolítið sæt. „Já, fólk spyr hvort þetta séu grænir bananar,“ segir Elena og hlær. En áður en fréttamaður kvaddi lumaði Elena á enn einu leyndarmálinu, líkjör úr sólberjum sem hún ræktar. Þetta er rautt eins og Rússland, sagði fréttamaður Þar sem hann leit á mjöðinn í staupinu. „Smakkaðu,“ sagði Elena sem upplýsti að uppskriftin væri kíló af sólberjum, hálft kíló af sykri og eins flaska af vodka.Þetta er æðislegt, sagði fréttamaður eftir að af dreypt á líkjörnum. „Ekki spurning,“ sagði Elena. Borgarbyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Í Borgarnesi býr kona ættuð frá Rússlandi sem beitir óvenjulegum aðferðum við að rækta kartöflur þannig að þær vaxa hraðar en gengur og gerist og lengur fram á haustið en Íslendingar eiga að venjast. Þá ræktar hún alls kyns grænmeti og ávexti og býr til líkjör úr sólberjum, allt eftir aðferðum sem rússnesk amma hennar kenndi henni. Elena Lyngdal flutti frá Rostov í Rússlandi í Borgarnes fyrir fjórtán árum þar sem hún býr með íslenskri fjölskyldu sinni. Hún situr aldrei auðum höndum, vinnur á þremur stöðum, meðal annars á dvalarheimili aldraðra og þrífur tuttugu og fjögur heimili í bænum á milli þess sem hún ræktar grænmeti og ávexti eftir rússneskum aðferðum í garði sínum með slíkum árangri að eftir er tekið. Hún leggur útsæðið ofan á moldarlag og leggur gras yfir.Og þetta vex svona rosalega vel hjá þér, betur en í moldinni? „Já, já ég hugsa það. Þetta er bara gras og kartöflur,“ segir Elena stolt þar sem hún sýnir fréttamanni vænar kartöflur sem hún tekur beint undan graslagi í timburkassa.Þær eru stórar og fínar? „Já eitthvað um 200 grömm. Við smíðuðum kassa í enda apríl og sáðum kartöflum úr Húsasmiðjunni,“ segir Elena stolt. Eftir því sem kartöflukálið vex leggur Elena meira gras yfir kartöflurnar og segist geta tekið upp nýjar kartöflur langt fram á haustið. „Ég lærði þetta á YouTube. Svona gerir fólk þetta í Síberíu í Rússlandi þar sem fólk hefur tekið upp níu kíló af kartöflum út frá einni kartöflu. Ég veit ekki hvað mikið ég tek hér,“ segir Elena. En hún er nú þegar búin að taka upp sex kíló úr einu litlu hólfi í kassanum sínum.Gúrkur, mandarínur og líkjör En hún ræktar ekki bara kartöflur. Í gróðurhúsi sem Högni maður hennar smíðaði kennir ýmissa grasa, oft af fræjum sem hún flytur inn frá heimalandinu eins og tómatafræ. „Hafa þetta sætt og safaríkt. Allir koma og smakka hvað þetta er rosalega gott. Og góð lykt eins og þú finnur,“ segir Elena og réttir fréttamanni vænan og eldrauðan tómat.Þetta lyktar mjög vel. „Já, þetta er tómatalykt.“Má ég bíta í hann? „Já, já gjörðu svo vel.“Þetta er frábær tómatur. „Já, já,“ segir Elena hæst ánægð með árangurinn. Það er of langt að telja upp öll berin, grænmetið og ávextina eins og mandarínur sem Elena ræktar. „Ég er búin að taka um 30 kíló á þessu ári af gúrku. Og gjörðu svo vel þú mátt smakka. Hvernig finnst þér,“ spyr Elena.Þetta er úrvals gúrka og hún er líka svolítið sæt. „Já, fólk spyr hvort þetta séu grænir bananar,“ segir Elena og hlær. En áður en fréttamaður kvaddi lumaði Elena á enn einu leyndarmálinu, líkjör úr sólberjum sem hún ræktar. Þetta er rautt eins og Rússland, sagði fréttamaður Þar sem hann leit á mjöðinn í staupinu. „Smakkaðu,“ sagði Elena sem upplýsti að uppskriftin væri kíló af sólberjum, hálft kíló af sykri og eins flaska af vodka.Þetta er æðislegt, sagði fréttamaður eftir að af dreypt á líkjörnum. „Ekki spurning,“ sagði Elena.
Borgarbyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira