Vill skýrar reglur um kaup og sölu jarða Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2019 22:33 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að jarðamálin yrðu í brennidepli á næstu mánuðum. Hann sagði brýnt að setja skýrar reglur um kaup og sölu á jörðum því þróun síðustu ára væri algjörlega óviðeigandi. „Land er ekki eins og hver önnur fasteign. Við verðum að horfa til nágrannaþjóða okkar um það hvernig jarðamálum er best búin umgjörð. Vil ég þeim efnum sérstaklega horfa til Danmerkur og Noregs sem hafa stífa umgjörð um jarðamál,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði lífsgæði og tækifæri þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins snúast byggja á skynsamri nýtingu landsins og samspili við verndun. Ekki megi búa svo um hnúta að engin þróun geti orðið í atvinnumálum út um land. „Íslendingar eru að sönnu góðir gestgjafar en landið og náttúran er ekki aðeins til fyrir gesti, innlenda og erlenda, heldur fyrir þá sem kjósa að búa sér heimili og byggja upp starfsemi vítt um landið.“ Þá sagði Sigurður Ingi að frá upphafi kjörtímabilsins hafi samgöngumál verið tekin föstum tökum. Verulegur viðsnúningur hafi orðið og blásið sé til sóknar á öllum sviðum. „Ísland er um margt fyrirmyndarsamfélag sem er jafnan ofarlega á listum um hagsæld og lífsgæði í heiminum, deilir toppsætunum með nágrannaþjóðum okkar á Norðurlöndum. Góð heilsa, góð samskipti, húsnæði, öryggi og atvinna eru öllum mikilvæg og þá ekki síður menntun, lýðræði og jöfnuður manna á milli,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Tengdar fréttir Enn þörf fyrir kerfisbreytingar í íslensku samfélagi "Við erum einfaldlega að stela framtíðinni, selja hana í nútíðinni og köllum það verga landsframleiðslu.“ 11. september 2019 22:15 „Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 11. september 2019 20:03 Fátæktin skattlögð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór hörðum orðum um stöðu Íslands í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 21:01 Sagði ríkisstjórnina velja kyrrstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Viðreisnar, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að fylgi Viðreisnar hefði nærri því tvöfaldast á kjörtímabilinu, miðað við kannanir, og að flokkurinn hefði bætt við sig fleiri atkvæðum en nokkur annar flokkur. 11. september 2019 22:15 „Við berum sjálf mesta ábyrgð“ Þórdís Kolbrún vitnaði til taps íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Albaníu í gær en benti á að árangur Íslands sé engu að síður aðdáunarverður. 11. september 2019 20:45 Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Ekki annað tækifæri á annarri plánetu Loftslagsmálin voru Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ofarlega í huga í stefnuræðu sinni sem hún flutti á Alþingi nú í kvöld. 11. september 2019 19:31 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að jarðamálin yrðu í brennidepli á næstu mánuðum. Hann sagði brýnt að setja skýrar reglur um kaup og sölu á jörðum því þróun síðustu ára væri algjörlega óviðeigandi. „Land er ekki eins og hver önnur fasteign. Við verðum að horfa til nágrannaþjóða okkar um það hvernig jarðamálum er best búin umgjörð. Vil ég þeim efnum sérstaklega horfa til Danmerkur og Noregs sem hafa stífa umgjörð um jarðamál,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði lífsgæði og tækifæri þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins snúast byggja á skynsamri nýtingu landsins og samspili við verndun. Ekki megi búa svo um hnúta að engin þróun geti orðið í atvinnumálum út um land. „Íslendingar eru að sönnu góðir gestgjafar en landið og náttúran er ekki aðeins til fyrir gesti, innlenda og erlenda, heldur fyrir þá sem kjósa að búa sér heimili og byggja upp starfsemi vítt um landið.“ Þá sagði Sigurður Ingi að frá upphafi kjörtímabilsins hafi samgöngumál verið tekin föstum tökum. Verulegur viðsnúningur hafi orðið og blásið sé til sóknar á öllum sviðum. „Ísland er um margt fyrirmyndarsamfélag sem er jafnan ofarlega á listum um hagsæld og lífsgæði í heiminum, deilir toppsætunum með nágrannaþjóðum okkar á Norðurlöndum. Góð heilsa, góð samskipti, húsnæði, öryggi og atvinna eru öllum mikilvæg og þá ekki síður menntun, lýðræði og jöfnuður manna á milli,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Tengdar fréttir Enn þörf fyrir kerfisbreytingar í íslensku samfélagi "Við erum einfaldlega að stela framtíðinni, selja hana í nútíðinni og köllum það verga landsframleiðslu.“ 11. september 2019 22:15 „Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 11. september 2019 20:03 Fátæktin skattlögð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór hörðum orðum um stöðu Íslands í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 21:01 Sagði ríkisstjórnina velja kyrrstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Viðreisnar, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að fylgi Viðreisnar hefði nærri því tvöfaldast á kjörtímabilinu, miðað við kannanir, og að flokkurinn hefði bætt við sig fleiri atkvæðum en nokkur annar flokkur. 11. september 2019 22:15 „Við berum sjálf mesta ábyrgð“ Þórdís Kolbrún vitnaði til taps íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Albaníu í gær en benti á að árangur Íslands sé engu að síður aðdáunarverður. 11. september 2019 20:45 Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Ekki annað tækifæri á annarri plánetu Loftslagsmálin voru Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ofarlega í huga í stefnuræðu sinni sem hún flutti á Alþingi nú í kvöld. 11. september 2019 19:31 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira
Enn þörf fyrir kerfisbreytingar í íslensku samfélagi "Við erum einfaldlega að stela framtíðinni, selja hana í nútíðinni og köllum það verga landsframleiðslu.“ 11. september 2019 22:15
„Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 11. september 2019 20:03
Fátæktin skattlögð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór hörðum orðum um stöðu Íslands í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 21:01
Sagði ríkisstjórnina velja kyrrstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Viðreisnar, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að fylgi Viðreisnar hefði nærri því tvöfaldast á kjörtímabilinu, miðað við kannanir, og að flokkurinn hefði bætt við sig fleiri atkvæðum en nokkur annar flokkur. 11. september 2019 22:15
„Við berum sjálf mesta ábyrgð“ Þórdís Kolbrún vitnaði til taps íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Albaníu í gær en benti á að árangur Íslands sé engu að síður aðdáunarverður. 11. september 2019 20:45
Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55
Ekki annað tækifæri á annarri plánetu Loftslagsmálin voru Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ofarlega í huga í stefnuræðu sinni sem hún flutti á Alþingi nú í kvöld. 11. september 2019 19:31