106 sm lax úr Haukadalsá Karl Lúðvíksson skrifar 12. september 2019 09:00 106 sm alxinn úr Haukadalsá Mynd: SVFR FB Eins og við höfum verið að greina frá reglulega síðustu daga er þetta klárlega árstími stóru laxana og oft koma þeir úr litlu ánum. Haukadalsá lætur nú ekki mikið fyrir sér fara í samanburði við árnar sem eru þekktar fyrir stórlaxa en í henni veiðast þó reglulega mjög stórir laxar en sá stærsti sem við vitum um að hafi komið upp úr henni síðustu ár veiddist í fyrradag. Laxinn sem sést á myndinni var mældur 106 sm og er líklega milli 24 og 26 pund en eins og sést vel er þetta þykkur og fallegur hausthængur. Það fylgir því miður ekki fréttinni hvar hann tók eða hvað hann tók en honum var sleppt aftur að lokinni viðureign eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Það gæti vel farið svo að einhver annar fái ánægjuna af því að glíma við þennan. Haukan hefur verið svo gott sem uppseld í sumar en samkvæmt vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er laust holl 17-19. september. Ef svona tröll hreyfa ekki aðeins við mönnum að kíkja í ánna þá gerir það ekkert. Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði
Eins og við höfum verið að greina frá reglulega síðustu daga er þetta klárlega árstími stóru laxana og oft koma þeir úr litlu ánum. Haukadalsá lætur nú ekki mikið fyrir sér fara í samanburði við árnar sem eru þekktar fyrir stórlaxa en í henni veiðast þó reglulega mjög stórir laxar en sá stærsti sem við vitum um að hafi komið upp úr henni síðustu ár veiddist í fyrradag. Laxinn sem sést á myndinni var mældur 106 sm og er líklega milli 24 og 26 pund en eins og sést vel er þetta þykkur og fallegur hausthængur. Það fylgir því miður ekki fréttinni hvar hann tók eða hvað hann tók en honum var sleppt aftur að lokinni viðureign eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Það gæti vel farið svo að einhver annar fái ánægjuna af því að glíma við þennan. Haukan hefur verið svo gott sem uppseld í sumar en samkvæmt vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er laust holl 17-19. september. Ef svona tröll hreyfa ekki aðeins við mönnum að kíkja í ánna þá gerir það ekkert.
Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði