Ekki annað tækifæri á annarri plánetu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2019 19:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Loftslagsmálin voru Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ofarlega í huga í stefnuræðu sinni sem hún flutti á Alþingi nú í kvöld. Katrín gerði heimsókn varaforseta Bandaríkjanna og vinnumarkaðinn jafnframt að umræðuefni sem og jafnréttismál svo fátt eitt sé nefnt. Hún beindi jafnframt spjótum sínum að popúlískum hreyfingum og orðræðu sem hafi vaxið fiskur um hrygg í Evrópu og víðar að undanförnu. „Loftslagsváin er að skapa neyðarástand nú þegar víða um heim. Hún er okkar stærsta áskorun. Mannkynið ber ábyrgð á ástandinu, mannkyninu stafar ógn af því og nú er stærsta verkefni mannkynsins að draga úr hraða þessarar ógnvænlegu þróunar, lágmarka skaðann og tryggja framtíð okkar og lífríkisins alls á þessari plánetu,“ sagði Katrín. Mannkynið eigi ekki eftir að fá annað tækifæri á annarri plánetu. Hún sé stolt af því að leiða ríkisstjórn sem leggi fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina til að bregðast við loftslagsvánni. „Við munum nýta efnahagslega hvata til að ná loftslagsmarkmiðum, bæði græna skatta og grænar ívilnanir. Matvælastefna stjórnvalda lítur dagsins ljós í vetur en þar verða loftslagsmarkmiðin höfuðmarkmið ásamt lýðheilsu og sjálfbærni,“ sagði Katrín.Of mörg börn búi við fátækt Katrín minntist lífskjarasamninganna svokölluðu í ræðu sinni og áform ríkisstjórnarinnar sem eiga að miða að því að lækka skattbyrði tekjulægri hópa. „Nýleg skýrsla sýnir að of mörg börn búa við fátækt á Íslandi. Það er því líka sérstakt fagnaðarefni að meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld boða í vetur er fyrra skref í lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf,“ sagði Katrín. Hækkun barnabóta og hækkun skerðingarmarka barnabóta spili einnig stóra rullu í því samhengi að mati forsætisráðherra.Viðbúin fjórðu iðnbyltingunni „Það er ánægjulegt að fyrsti fundur nýs þjóðhagsráðs verður haldinn í október þar sem eiga sæti fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, og Seðlabanka,“ sagði Katrín. Hún hafi væntingar til þess að samtal stjórnvalda og vinnumarkaðar sé komið í skýran farveg sem hafi jákvæð áhrif. Þá hyggist stjórnvöld í vetur leggja fram tillögur að aðgerðum til að mæta fjórðu iðnbyltingunni og þeim áskorunum sem henni fylgi. Þá sé von á tillögum starfshóps í september um hvernig megi fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þá gerði Katrín orkumálin jafnframt að umræðuefni. „Meðferð orkuauðlindarinnar hefur verið mikið rædd á undanförnum vikum og mánuðum. Sú hatramma umræða sýnir hve mikil þörf er á því að Alþingi standi við að gera breytingar á stjórnarskrá, ekki síst með ákvæði um þjóðareign á auðlindum og umhverfissjónarmið við auðlindanýtingu,“ sagði Katrín meðal annars. Loftslagsmál Vinstri græn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Loftslagsmálin voru Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ofarlega í huga í stefnuræðu sinni sem hún flutti á Alþingi nú í kvöld. Katrín gerði heimsókn varaforseta Bandaríkjanna og vinnumarkaðinn jafnframt að umræðuefni sem og jafnréttismál svo fátt eitt sé nefnt. Hún beindi jafnframt spjótum sínum að popúlískum hreyfingum og orðræðu sem hafi vaxið fiskur um hrygg í Evrópu og víðar að undanförnu. „Loftslagsváin er að skapa neyðarástand nú þegar víða um heim. Hún er okkar stærsta áskorun. Mannkynið ber ábyrgð á ástandinu, mannkyninu stafar ógn af því og nú er stærsta verkefni mannkynsins að draga úr hraða þessarar ógnvænlegu þróunar, lágmarka skaðann og tryggja framtíð okkar og lífríkisins alls á þessari plánetu,“ sagði Katrín. Mannkynið eigi ekki eftir að fá annað tækifæri á annarri plánetu. Hún sé stolt af því að leiða ríkisstjórn sem leggi fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina til að bregðast við loftslagsvánni. „Við munum nýta efnahagslega hvata til að ná loftslagsmarkmiðum, bæði græna skatta og grænar ívilnanir. Matvælastefna stjórnvalda lítur dagsins ljós í vetur en þar verða loftslagsmarkmiðin höfuðmarkmið ásamt lýðheilsu og sjálfbærni,“ sagði Katrín.Of mörg börn búi við fátækt Katrín minntist lífskjarasamninganna svokölluðu í ræðu sinni og áform ríkisstjórnarinnar sem eiga að miða að því að lækka skattbyrði tekjulægri hópa. „Nýleg skýrsla sýnir að of mörg börn búa við fátækt á Íslandi. Það er því líka sérstakt fagnaðarefni að meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld boða í vetur er fyrra skref í lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf,“ sagði Katrín. Hækkun barnabóta og hækkun skerðingarmarka barnabóta spili einnig stóra rullu í því samhengi að mati forsætisráðherra.Viðbúin fjórðu iðnbyltingunni „Það er ánægjulegt að fyrsti fundur nýs þjóðhagsráðs verður haldinn í október þar sem eiga sæti fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, og Seðlabanka,“ sagði Katrín. Hún hafi væntingar til þess að samtal stjórnvalda og vinnumarkaðar sé komið í skýran farveg sem hafi jákvæð áhrif. Þá hyggist stjórnvöld í vetur leggja fram tillögur að aðgerðum til að mæta fjórðu iðnbyltingunni og þeim áskorunum sem henni fylgi. Þá sé von á tillögum starfshóps í september um hvernig megi fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þá gerði Katrín orkumálin jafnframt að umræðuefni. „Meðferð orkuauðlindarinnar hefur verið mikið rædd á undanförnum vikum og mánuðum. Sú hatramma umræða sýnir hve mikil þörf er á því að Alþingi standi við að gera breytingar á stjórnarskrá, ekki síst með ákvæði um þjóðareign á auðlindum og umhverfissjónarmið við auðlindanýtingu,“ sagði Katrín meðal annars.
Loftslagsmál Vinstri græn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira