Formannsdagar Jóns á enda Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. september 2019 07:15 Hlé varð á formennsku Bergþórs í umhverfis- og samgöngunefnd eftir Klausturmálið. Fréttablaðið/Anton Brink Enn er ósamið milli þingflokka stjórnarandstöðunnar um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki samkomulagi munu stjórnarflokkarnir taka við formennsku í nefndinni. Samkvæmt reiknireglu þingsins ætti formennskan að falla VG í skaut og herma heimildir Fréttablaðsins að flokkurinn muni gera tilkall til formennskunnar nái minnihlutinn ekki lendingu. Formenn þingflokks minnihlutans hafa fundað undanfarna daga vegna óskar þingflokks Miðflokksins um breytingar á nefndaskipan. Krafan er tilkomin af því að þingmönnum flokksins hefur fjölgað um tvo og er flokkurinn nú stærstur flokka í stjórnarandstöðu. Í kjölfar kosninga fékk stjórnarandstaðan formennsku í þremur þingnefndum samkvæmt samkomulagi við stjórnarflokkana. Hafa Píratar gegnt formennsku í velferðarnefnd og Samfylkingin í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en samkvæmt samkomulagi flokkanna hafa þeir nú skipti á formennsku í þeim nefndum. Miðflokkurinn fór með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd en Bergþór Ólason hefur ekki gegnt formennsku í nefndinni frá því upp úr sauð á fundi nefndarinnar við endurkomu hans til þings eftir leyfi sem hann tók í kjölfar Klausturhneykslisins. Þingflokkar minnihlutans gátu ekki komið sér saman um hvernig halda skyldi á formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd eftir endurkomu Bergþórs og úr varð að varaformaður nefndarinnar, Jón Gunnarsson í Sjálfstæðisflokki, settist í formannsstól tímabundið. Með vísan til þess að Miðflokkurinn er orðinn stærstur stjórnarandstöðuflokka hefur hann haldið fram rétti sínum til að eiga fyrsta val um formennsku í nefnd og heimildir blaðsins herma að þingflokkurinn hafi sóst eftir formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Sú ósk hefur ekki mælst vel fyrir hjá öðrum þingflokkum minnihlutans, enda samkomulag milli Pírata og Samfylkingar um að Píratar taki við formennsku í nefndinni af Samfylkingunni. Hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tekið sæti í nefndinni í stað Jóns Þórs Ólafssonar og að óbreyttu tekur hún við formennsku í nefndinni af Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Helga Vala tekur hins vegar við formennsku í velferðarnefnd af Halldóru Mogensen. Lendingu um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd hefur enn ekki verið náð og munu formenn þingflokka minnihlutans funda áfram um málið í dag. Flestir sem Fréttablaðið ræddi við segja erfitt að líta fram hjá því að Miðflokkurinn er stærstur stjórnarandstöðuflokka og ólýðræðislegt að synja honum um áhrif í samræmi við þingstyrk sinn. Þá hafa nokkrir þingmenn hreyft því sjónarmiði að fyrst minnihlutinn geti fellt sig við Þórhildi Sunnu á formannsstóli þingnefndar sé erfitt að hafna Bergþóri Ólasyni eða öðrum þingmanni Miðflokksins á formannsstóli á forsendum siðareglna. Takist minnihlutanum hins vegar ekki að ná saman um málið fellur formennska í nefndinni Vinstri grænum í skaut og mun Jón þá þurfa að víkja fyrir nýjum formanni, líklegast Ara Trausta Guðmundssyni sem er annar varaformaður nefndarinnar. Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra og þingmönnum VG yrði án efa létt við slík skipti enda langt frá því að Jón Gunnarsson og Guðmundur Ingi eigi samleið í málum ráðherrans sem koma til umfjöllunar í nefndinni, svo mjög reyndar að stjórnarslitum hefur verið hótað. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira
Enn er ósamið milli þingflokka stjórnarandstöðunnar um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki samkomulagi munu stjórnarflokkarnir taka við formennsku í nefndinni. Samkvæmt reiknireglu þingsins ætti formennskan að falla VG í skaut og herma heimildir Fréttablaðsins að flokkurinn muni gera tilkall til formennskunnar nái minnihlutinn ekki lendingu. Formenn þingflokks minnihlutans hafa fundað undanfarna daga vegna óskar þingflokks Miðflokksins um breytingar á nefndaskipan. Krafan er tilkomin af því að þingmönnum flokksins hefur fjölgað um tvo og er flokkurinn nú stærstur flokka í stjórnarandstöðu. Í kjölfar kosninga fékk stjórnarandstaðan formennsku í þremur þingnefndum samkvæmt samkomulagi við stjórnarflokkana. Hafa Píratar gegnt formennsku í velferðarnefnd og Samfylkingin í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en samkvæmt samkomulagi flokkanna hafa þeir nú skipti á formennsku í þeim nefndum. Miðflokkurinn fór með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd en Bergþór Ólason hefur ekki gegnt formennsku í nefndinni frá því upp úr sauð á fundi nefndarinnar við endurkomu hans til þings eftir leyfi sem hann tók í kjölfar Klausturhneykslisins. Þingflokkar minnihlutans gátu ekki komið sér saman um hvernig halda skyldi á formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd eftir endurkomu Bergþórs og úr varð að varaformaður nefndarinnar, Jón Gunnarsson í Sjálfstæðisflokki, settist í formannsstól tímabundið. Með vísan til þess að Miðflokkurinn er orðinn stærstur stjórnarandstöðuflokka hefur hann haldið fram rétti sínum til að eiga fyrsta val um formennsku í nefnd og heimildir blaðsins herma að þingflokkurinn hafi sóst eftir formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Sú ósk hefur ekki mælst vel fyrir hjá öðrum þingflokkum minnihlutans, enda samkomulag milli Pírata og Samfylkingar um að Píratar taki við formennsku í nefndinni af Samfylkingunni. Hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tekið sæti í nefndinni í stað Jóns Þórs Ólafssonar og að óbreyttu tekur hún við formennsku í nefndinni af Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Helga Vala tekur hins vegar við formennsku í velferðarnefnd af Halldóru Mogensen. Lendingu um formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd hefur enn ekki verið náð og munu formenn þingflokka minnihlutans funda áfram um málið í dag. Flestir sem Fréttablaðið ræddi við segja erfitt að líta fram hjá því að Miðflokkurinn er stærstur stjórnarandstöðuflokka og ólýðræðislegt að synja honum um áhrif í samræmi við þingstyrk sinn. Þá hafa nokkrir þingmenn hreyft því sjónarmiði að fyrst minnihlutinn geti fellt sig við Þórhildi Sunnu á formannsstóli þingnefndar sé erfitt að hafna Bergþóri Ólasyni eða öðrum þingmanni Miðflokksins á formannsstóli á forsendum siðareglna. Takist minnihlutanum hins vegar ekki að ná saman um málið fellur formennska í nefndinni Vinstri grænum í skaut og mun Jón þá þurfa að víkja fyrir nýjum formanni, líklegast Ara Trausta Guðmundssyni sem er annar varaformaður nefndarinnar. Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra og þingmönnum VG yrði án efa létt við slík skipti enda langt frá því að Jón Gunnarsson og Guðmundur Ingi eigi samleið í málum ráðherrans sem koma til umfjöllunar í nefndinni, svo mjög reyndar að stjórnarslitum hefur verið hótað.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira