Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í Kreml Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2019 16:55 Vladímír Pútín Rússlandsforseti (f.m.) með Dmitrí Peskov, talsmanni Kremlar (t.v.). Vísir/EPA Talsmenn stjórnvalda í Kreml segja fréttir bandarískra fjölmiðla um að leyniþjónustan CIA hafi haft njósnara í rússnesku ríkisstjórninni séu „skáldskapur“. Þeir segja að fyrrverandi embættismaður í Kreml hafi verið rekinn og að hann hafi ekki verið hátt settur. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að CIA hafi forðað mikilvægum njósnara frá Rússlandi árið 2017. Sá hafi verið háttsettur embættismaður með aðgang að Pútín forseta og hafi upplýst um herferð rússneska forsetans til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Dmitrí Peskov, talsmanni Kremlarstjórnar, að meinti njósnarinn, sem rússneskir fjölmiðlar hafa nafngreint sem Oleg Smolenkov, hafi ekki verið hátt settur og að hann hafi verið rekinn úr starfi. Talsmaður viti ekki hvort að Smolenkov hafi verið njósnari. „Þetta er meira í flokki reifara, glæpasagna,“ segir Peskov.Reuters-fréttastofan segir enn fremur að rússneskir embættismenn segi að meinti njósnarinn hafi ekki haft aðgang að Pútín forseta. Í rússneskum fjölmiðlum hefur komið fram að Smolenkov hafi farið í frí með konu sinni og þremur börnum til Svartfjallalands í júní árið 2017 og horfið. Maður með sama nafni hafi keypt hús í Virginíuríki í Bandaríkjunum skömmu síðar ásamt konu sem heitir sama nafni og kona Smolenkov.Býr undir eigin nafni í Virginíu New York Times og CNN greindu frá aðgerðum CIA til að forða njósnaranum sem fjölmiðlarnir sögðu hafa unnið fyrir Bandaríkin í um áratug. CNN hafði eftir sínum heimildum að ákvörðunin hefði meðal annars verið tekin af ótta við að Trump forseti eða aðrir úr ríkisstjórn hans gætu ljóstrað upp um njósnarann. Forsetinn hafði þá nýlega deilt leynilegum njósnaupplýsingum með utanríkisráðherra og sendiherra Rússlands í Hvíta húsinu. Heimildir New York Times herma aftur á móti að það hafi verið áhugi bandarískra fjölmiðla á rússneska njósnaranum sem hafi orðið leyniþjónustunni tilefni til að reyna að koma honum í skjól vestanhafs. Óttast sé um líf njósnarans, ekki síst í ljósi þess að rússnesk stjórnvöld reyndu að ráða fyrrverandi njósnara af dögum á Englandi í fyrra. BBC vitnar í fréttir bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC sem fór að húsinu sem Smolenkov á að hafa keypt í Virginíu. Þar segir hún að hann búi undir eigin nafni, að því er virðist undir eftirliti bandarískra yfirvalda. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Talsmenn stjórnvalda í Kreml segja fréttir bandarískra fjölmiðla um að leyniþjónustan CIA hafi haft njósnara í rússnesku ríkisstjórninni séu „skáldskapur“. Þeir segja að fyrrverandi embættismaður í Kreml hafi verið rekinn og að hann hafi ekki verið hátt settur. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að CIA hafi forðað mikilvægum njósnara frá Rússlandi árið 2017. Sá hafi verið háttsettur embættismaður með aðgang að Pútín forseta og hafi upplýst um herferð rússneska forsetans til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Dmitrí Peskov, talsmanni Kremlarstjórnar, að meinti njósnarinn, sem rússneskir fjölmiðlar hafa nafngreint sem Oleg Smolenkov, hafi ekki verið hátt settur og að hann hafi verið rekinn úr starfi. Talsmaður viti ekki hvort að Smolenkov hafi verið njósnari. „Þetta er meira í flokki reifara, glæpasagna,“ segir Peskov.Reuters-fréttastofan segir enn fremur að rússneskir embættismenn segi að meinti njósnarinn hafi ekki haft aðgang að Pútín forseta. Í rússneskum fjölmiðlum hefur komið fram að Smolenkov hafi farið í frí með konu sinni og þremur börnum til Svartfjallalands í júní árið 2017 og horfið. Maður með sama nafni hafi keypt hús í Virginíuríki í Bandaríkjunum skömmu síðar ásamt konu sem heitir sama nafni og kona Smolenkov.Býr undir eigin nafni í Virginíu New York Times og CNN greindu frá aðgerðum CIA til að forða njósnaranum sem fjölmiðlarnir sögðu hafa unnið fyrir Bandaríkin í um áratug. CNN hafði eftir sínum heimildum að ákvörðunin hefði meðal annars verið tekin af ótta við að Trump forseti eða aðrir úr ríkisstjórn hans gætu ljóstrað upp um njósnarann. Forsetinn hafði þá nýlega deilt leynilegum njósnaupplýsingum með utanríkisráðherra og sendiherra Rússlands í Hvíta húsinu. Heimildir New York Times herma aftur á móti að það hafi verið áhugi bandarískra fjölmiðla á rússneska njósnaranum sem hafi orðið leyniþjónustunni tilefni til að reyna að koma honum í skjól vestanhafs. Óttast sé um líf njósnarans, ekki síst í ljósi þess að rússnesk stjórnvöld reyndu að ráða fyrrverandi njósnara af dögum á Englandi í fyrra. BBC vitnar í fréttir bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC sem fór að húsinu sem Smolenkov á að hafa keypt í Virginíu. Þar segir hún að hann búi undir eigin nafni, að því er virðist undir eftirliti bandarískra yfirvalda.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07