Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í Kreml Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2019 16:55 Vladímír Pútín Rússlandsforseti (f.m.) með Dmitrí Peskov, talsmanni Kremlar (t.v.). Vísir/EPA Talsmenn stjórnvalda í Kreml segja fréttir bandarískra fjölmiðla um að leyniþjónustan CIA hafi haft njósnara í rússnesku ríkisstjórninni séu „skáldskapur“. Þeir segja að fyrrverandi embættismaður í Kreml hafi verið rekinn og að hann hafi ekki verið hátt settur. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að CIA hafi forðað mikilvægum njósnara frá Rússlandi árið 2017. Sá hafi verið háttsettur embættismaður með aðgang að Pútín forseta og hafi upplýst um herferð rússneska forsetans til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Dmitrí Peskov, talsmanni Kremlarstjórnar, að meinti njósnarinn, sem rússneskir fjölmiðlar hafa nafngreint sem Oleg Smolenkov, hafi ekki verið hátt settur og að hann hafi verið rekinn úr starfi. Talsmaður viti ekki hvort að Smolenkov hafi verið njósnari. „Þetta er meira í flokki reifara, glæpasagna,“ segir Peskov.Reuters-fréttastofan segir enn fremur að rússneskir embættismenn segi að meinti njósnarinn hafi ekki haft aðgang að Pútín forseta. Í rússneskum fjölmiðlum hefur komið fram að Smolenkov hafi farið í frí með konu sinni og þremur börnum til Svartfjallalands í júní árið 2017 og horfið. Maður með sama nafni hafi keypt hús í Virginíuríki í Bandaríkjunum skömmu síðar ásamt konu sem heitir sama nafni og kona Smolenkov.Býr undir eigin nafni í Virginíu New York Times og CNN greindu frá aðgerðum CIA til að forða njósnaranum sem fjölmiðlarnir sögðu hafa unnið fyrir Bandaríkin í um áratug. CNN hafði eftir sínum heimildum að ákvörðunin hefði meðal annars verið tekin af ótta við að Trump forseti eða aðrir úr ríkisstjórn hans gætu ljóstrað upp um njósnarann. Forsetinn hafði þá nýlega deilt leynilegum njósnaupplýsingum með utanríkisráðherra og sendiherra Rússlands í Hvíta húsinu. Heimildir New York Times herma aftur á móti að það hafi verið áhugi bandarískra fjölmiðla á rússneska njósnaranum sem hafi orðið leyniþjónustunni tilefni til að reyna að koma honum í skjól vestanhafs. Óttast sé um líf njósnarans, ekki síst í ljósi þess að rússnesk stjórnvöld reyndu að ráða fyrrverandi njósnara af dögum á Englandi í fyrra. BBC vitnar í fréttir bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC sem fór að húsinu sem Smolenkov á að hafa keypt í Virginíu. Þar segir hún að hann búi undir eigin nafni, að því er virðist undir eftirliti bandarískra yfirvalda. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Talsmenn stjórnvalda í Kreml segja fréttir bandarískra fjölmiðla um að leyniþjónustan CIA hafi haft njósnara í rússnesku ríkisstjórninni séu „skáldskapur“. Þeir segja að fyrrverandi embættismaður í Kreml hafi verið rekinn og að hann hafi ekki verið hátt settur. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að CIA hafi forðað mikilvægum njósnara frá Rússlandi árið 2017. Sá hafi verið háttsettur embættismaður með aðgang að Pútín forseta og hafi upplýst um herferð rússneska forsetans til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Dmitrí Peskov, talsmanni Kremlarstjórnar, að meinti njósnarinn, sem rússneskir fjölmiðlar hafa nafngreint sem Oleg Smolenkov, hafi ekki verið hátt settur og að hann hafi verið rekinn úr starfi. Talsmaður viti ekki hvort að Smolenkov hafi verið njósnari. „Þetta er meira í flokki reifara, glæpasagna,“ segir Peskov.Reuters-fréttastofan segir enn fremur að rússneskir embættismenn segi að meinti njósnarinn hafi ekki haft aðgang að Pútín forseta. Í rússneskum fjölmiðlum hefur komið fram að Smolenkov hafi farið í frí með konu sinni og þremur börnum til Svartfjallalands í júní árið 2017 og horfið. Maður með sama nafni hafi keypt hús í Virginíuríki í Bandaríkjunum skömmu síðar ásamt konu sem heitir sama nafni og kona Smolenkov.Býr undir eigin nafni í Virginíu New York Times og CNN greindu frá aðgerðum CIA til að forða njósnaranum sem fjölmiðlarnir sögðu hafa unnið fyrir Bandaríkin í um áratug. CNN hafði eftir sínum heimildum að ákvörðunin hefði meðal annars verið tekin af ótta við að Trump forseti eða aðrir úr ríkisstjórn hans gætu ljóstrað upp um njósnarann. Forsetinn hafði þá nýlega deilt leynilegum njósnaupplýsingum með utanríkisráðherra og sendiherra Rússlands í Hvíta húsinu. Heimildir New York Times herma aftur á móti að það hafi verið áhugi bandarískra fjölmiðla á rússneska njósnaranum sem hafi orðið leyniþjónustunni tilefni til að reyna að koma honum í skjól vestanhafs. Óttast sé um líf njósnarans, ekki síst í ljósi þess að rússnesk stjórnvöld reyndu að ráða fyrrverandi njósnara af dögum á Englandi í fyrra. BBC vitnar í fréttir bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC sem fór að húsinu sem Smolenkov á að hafa keypt í Virginíu. Þar segir hún að hann búi undir eigin nafni, að því er virðist undir eftirliti bandarískra yfirvalda.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07