Þórdís Lóa á toppnum með 1,7 milljónir og varaborgarfulltrúar fá hálfa milljón Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2019 14:15 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins fylgist með, Þórdísi Lóu á hægri hönd. Vísir/Vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, er launahæsti borgarfulltrúinn, samkvæmt tölum yfir laun og kostnaðargreiðslur borgarfulltrúa. Þórdís Lóa er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. Á vef Reykjavíkurborgar, þar sem tölurnar birtast, kemur fram að frá og með 1. ágúst 2019 séu grunnlaun borgarfulltrúa 763.833 krónur og grunnlaun varaborgarfulltrúa 534.683 krónur. Þá fær borgarfulltrúi greiddan starfskostnað að upphæð 55.164 króna „til að mæta öllum persónulegum kostnaði vegna starfsins,“ að því er segir á vefnum.Sjá einnig: Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Þá eiga borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar jafnframt rétt á álagi á laun fyrir setu og formennsku í hinum ýmsu ráðum og nefndum. Þannig á t.d. formaður borgarráðs rétt á 40% álagi og borgarfulltrúi sem situr í þremur eða fleiri fastanefndum á rétt á 25% álagi.Borgarstjóri með tæpar 2,2 milljónir Þórdís Lóa er eins og áður launahæsti borgarfulltrúinn með 1.742.2018 krónur í heildarlaun. Þórdís Lóa á enda sæti í ýmsum stjórnum á vegum Reykjavíkurborgar, til dæmis í stjórn Faxaflóahafna og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún fær hæstu greiðslu allra borgarfulltrúa fyrir stjórnarsetu.Pawel (lengst til hægri) er næstlaunahæstur borgarfulltrúa. Heiða Björg Hilmisdóttir (þriðja frá hægri) er þriðja launahæst.Vísir/VilhelmNæstur á eftir Þórdísi Lóu er flokksbróðir hennar Pawel Bartoszek með 1.475.296 krónur í heildarlaun en hann situr m.a. í stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða og fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Fast á hæla hans kemur Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar með 1.440.631 krónur í heildarlaun. Heiða á m.a. sæti í stjórn Félagsbústaða. Launahæstu varaborgarfulltrúarnir eru Daníel Örn Arnarsson fyrir Sósíalistaflokkinn, Baldur Borgþórsson fyrir Miðflokkinn og Elín Oddný Sigurðardóttir fyrir Vinstri græn. Þau eru hvert um sig með 826.635 krónur í heildarlaun. Launahæstur allra er þó Dagur B. Eggertsson borgarstjóri en hann fær 1.976.025 krónur í laun. Auk þess fær hann þóknun fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, eða 222.707 krónur. Samtals eru laun borgarstjóra því 2.198.732 krónur.Skjáskot af færslu Gunnars Smára inni í Facebook-hóp Sósíalistaflokks Íslands.Skjáskot/FacebookGunnar Smári Egilsson einn stofnenda Sósíalistaflokks Íslands vandar borgarfulltrúum og borgarstjóra ekki kveðjurnar í færslu sem hann birti nú fyrir skömmu í Facebook-hóp Sósíalistaflokksins. „Eftir því sem kjörnir fulltrúar skammta sér hærri laun því grófara verða þeir í að smyrja aukagreiðslum ofan á launin sín. Það er lögmál. Há laun draga að sér skítapakk, alveg eins og kúadella dregur að sér haugflugur,“ skrifar Gunnar Smári, og deilir frétt Fréttablaðsins um laun borgarfulltrúanna. „Borgarstjóri skammtar sér rétt tæplega sjöföld laun konunnar sem þrífur undan honum skítinn. Og hann skammast sín ekki neitt, verandi fulltrúi einhvers grínflokks sem kallar sig Jafnaðarmannaflokk Íslands á tyllidögum.“ Borgarstjórn Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Dæmi eru um að laun borgarfulltrúa í Reykjavík hafi hækkað um rúmlega 20 prósent á um sjö mánaða tímabili. Ástæða hækkana hrókeringar á embættum innan stjórnkerfisins sem og þóknanir vegna sérstakrar reglu um að seta í þremur fastanefndum veiti rétt á 200 þúsund króna álagsgreiðslu á mánuði. 6. september 2019 06:15 19,3 milljónir í aðstoðarmann borgarstjóra Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekið var fyrir á fundi borgarráðs í dag. 15. ágúst 2019 19:08 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, er launahæsti borgarfulltrúinn, samkvæmt tölum yfir laun og kostnaðargreiðslur borgarfulltrúa. Þórdís Lóa er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. Á vef Reykjavíkurborgar, þar sem tölurnar birtast, kemur fram að frá og með 1. ágúst 2019 séu grunnlaun borgarfulltrúa 763.833 krónur og grunnlaun varaborgarfulltrúa 534.683 krónur. Þá fær borgarfulltrúi greiddan starfskostnað að upphæð 55.164 króna „til að mæta öllum persónulegum kostnaði vegna starfsins,“ að því er segir á vefnum.Sjá einnig: Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Þá eiga borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar jafnframt rétt á álagi á laun fyrir setu og formennsku í hinum ýmsu ráðum og nefndum. Þannig á t.d. formaður borgarráðs rétt á 40% álagi og borgarfulltrúi sem situr í þremur eða fleiri fastanefndum á rétt á 25% álagi.Borgarstjóri með tæpar 2,2 milljónir Þórdís Lóa er eins og áður launahæsti borgarfulltrúinn með 1.742.2018 krónur í heildarlaun. Þórdís Lóa á enda sæti í ýmsum stjórnum á vegum Reykjavíkurborgar, til dæmis í stjórn Faxaflóahafna og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún fær hæstu greiðslu allra borgarfulltrúa fyrir stjórnarsetu.Pawel (lengst til hægri) er næstlaunahæstur borgarfulltrúa. Heiða Björg Hilmisdóttir (þriðja frá hægri) er þriðja launahæst.Vísir/VilhelmNæstur á eftir Þórdísi Lóu er flokksbróðir hennar Pawel Bartoszek með 1.475.296 krónur í heildarlaun en hann situr m.a. í stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða og fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Fast á hæla hans kemur Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar með 1.440.631 krónur í heildarlaun. Heiða á m.a. sæti í stjórn Félagsbústaða. Launahæstu varaborgarfulltrúarnir eru Daníel Örn Arnarsson fyrir Sósíalistaflokkinn, Baldur Borgþórsson fyrir Miðflokkinn og Elín Oddný Sigurðardóttir fyrir Vinstri græn. Þau eru hvert um sig með 826.635 krónur í heildarlaun. Launahæstur allra er þó Dagur B. Eggertsson borgarstjóri en hann fær 1.976.025 krónur í laun. Auk þess fær hann þóknun fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, eða 222.707 krónur. Samtals eru laun borgarstjóra því 2.198.732 krónur.Skjáskot af færslu Gunnars Smára inni í Facebook-hóp Sósíalistaflokks Íslands.Skjáskot/FacebookGunnar Smári Egilsson einn stofnenda Sósíalistaflokks Íslands vandar borgarfulltrúum og borgarstjóra ekki kveðjurnar í færslu sem hann birti nú fyrir skömmu í Facebook-hóp Sósíalistaflokksins. „Eftir því sem kjörnir fulltrúar skammta sér hærri laun því grófara verða þeir í að smyrja aukagreiðslum ofan á launin sín. Það er lögmál. Há laun draga að sér skítapakk, alveg eins og kúadella dregur að sér haugflugur,“ skrifar Gunnar Smári, og deilir frétt Fréttablaðsins um laun borgarfulltrúanna. „Borgarstjóri skammtar sér rétt tæplega sjöföld laun konunnar sem þrífur undan honum skítinn. Og hann skammast sín ekki neitt, verandi fulltrúi einhvers grínflokks sem kallar sig Jafnaðarmannaflokk Íslands á tyllidögum.“
Borgarstjórn Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Dæmi eru um að laun borgarfulltrúa í Reykjavík hafi hækkað um rúmlega 20 prósent á um sjö mánaða tímabili. Ástæða hækkana hrókeringar á embættum innan stjórnkerfisins sem og þóknanir vegna sérstakrar reglu um að seta í þremur fastanefndum veiti rétt á 200 þúsund króna álagsgreiðslu á mánuði. 6. september 2019 06:15 19,3 milljónir í aðstoðarmann borgarstjóra Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekið var fyrir á fundi borgarráðs í dag. 15. ágúst 2019 19:08 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Dæmi eru um að laun borgarfulltrúa í Reykjavík hafi hækkað um rúmlega 20 prósent á um sjö mánaða tímabili. Ástæða hækkana hrókeringar á embættum innan stjórnkerfisins sem og þóknanir vegna sérstakrar reglu um að seta í þremur fastanefndum veiti rétt á 200 þúsund króna álagsgreiðslu á mánuði. 6. september 2019 06:15
19,3 milljónir í aðstoðarmann borgarstjóra Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekið var fyrir á fundi borgarráðs í dag. 15. ágúst 2019 19:08