Býst ekki við breiðri andstöðu gegn samgöngusamkomulaginu Andri Eysteinsson skrifar 29. september 2019 19:45 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Samgönguráðherra segist ekki búast við breiðri andstöðu gegn nýundirrituðum sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þó hefur Miðflokkurinn tekið afstöðu gegn sáttmálanum og segir ráðherra það ekkert nýtt að Miðflokkurinn tali með þeim hætti. „Á þinginu í fyrravetur var rætt mikið um veggjöld. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Bergþór Ólason, var sá sem var helsti talsmaður þess að setja á veggjöld um allt land. Það kemur að einhverju leyti á óvart en kannski alls ekki að Miðflokkurinn skuli allt í einu tala í hina áttina akkúrat núna, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag.Málið hafi verið rætt innan flokka í vetur Sigurður sagði enn fremur að slíkt væri ekkert nýtt í pólitík Miðflokksins. „Við getum spilað margar ræður eftir Bergþór Ólason og jafnvel aðra úr Miðflokknum um þetta atriði í fyrravetur. Ég á ekki von á breiðri andstöðu um þetta,“ sagði ráðherrann. Sigurður minntist þá á hina fjölmörgu flokka sem eru í meirihlutum sveitastjórna höfuðborgarsvæðisins. Sagði ráðherra að þó að ekki ættu allir þingflokkar sína fulltrúa í meirihlutum hafi líkast til verið fjallað um málið innan þeirra flokka sem eiga fulltrúa í sveitastjórnum. Samgönguráðherra sagði þá að sveitarfélögin og ríkisstjórnin ættu að breyta umræðuaðferðum sínum, hætta að ræða samgöngumál sín á milli í fjölmiðlum og ættu að setjast saman og flétta saman hugmyndir sínar. „Allir myndu viðurkenna að þeirra eina lausn væri ekki lausnin, heldur yrðu allir að gefa aðeins eftir og flétta saman þessar mismunandi lausnir til þess að við náum utan um verkefnið,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Reykjavík Samgöngur Víglínan Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Samgönguráðherra segist ekki búast við breiðri andstöðu gegn nýundirrituðum sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þó hefur Miðflokkurinn tekið afstöðu gegn sáttmálanum og segir ráðherra það ekkert nýtt að Miðflokkurinn tali með þeim hætti. „Á þinginu í fyrravetur var rætt mikið um veggjöld. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Bergþór Ólason, var sá sem var helsti talsmaður þess að setja á veggjöld um allt land. Það kemur að einhverju leyti á óvart en kannski alls ekki að Miðflokkurinn skuli allt í einu tala í hina áttina akkúrat núna, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag.Málið hafi verið rætt innan flokka í vetur Sigurður sagði enn fremur að slíkt væri ekkert nýtt í pólitík Miðflokksins. „Við getum spilað margar ræður eftir Bergþór Ólason og jafnvel aðra úr Miðflokknum um þetta atriði í fyrravetur. Ég á ekki von á breiðri andstöðu um þetta,“ sagði ráðherrann. Sigurður minntist þá á hina fjölmörgu flokka sem eru í meirihlutum sveitastjórna höfuðborgarsvæðisins. Sagði ráðherra að þó að ekki ættu allir þingflokkar sína fulltrúa í meirihlutum hafi líkast til verið fjallað um málið innan þeirra flokka sem eiga fulltrúa í sveitastjórnum. Samgönguráðherra sagði þá að sveitarfélögin og ríkisstjórnin ættu að breyta umræðuaðferðum sínum, hætta að ræða samgöngumál sín á milli í fjölmiðlum og ættu að setjast saman og flétta saman hugmyndir sínar. „Allir myndu viðurkenna að þeirra eina lausn væri ekki lausnin, heldur yrðu allir að gefa aðeins eftir og flétta saman þessar mismunandi lausnir til þess að við náum utan um verkefnið,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag.
Reykjavík Samgöngur Víglínan Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira