Segir vinnubrögð ráðamanna í loftslagsmálum byggjast á sýndarmennsku Sylvía Hall skrifar 29. september 2019 16:29 Sigmundi þykir óviðeigandi að Greta Thunberg sé í forsvari fyrir aðgerðarsinna í loftslagsmálum. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir loftslagsumræðu vera á villigötum og snúist að mestu leyti um sýndarmennsku. Leiðtogar heimsins hittist á „sýndarfundum“ á meðan aðgerðir sem raunverulega virka séu fólgnar í tækniframförum. Sigmundur Davíð var einn gesta í umræðuvettvangi dagsins í Silfrinu í dag. Þar ræddi hann meðal annars loftslagsmálin og sagði menn ekki vera að nálgast þau á réttan hátt. „Þetta snýst allt um einhverja sýndarmennsku. Hér á Íslandi er farið að moka ofan í skurði og búa til einhverjar kenningar um að það leysi loftslagsmálin fyrir okkur. Á meðan hafa aðgerðir sem raunverulega virka birst í tækniframförum og til dæmis bara í því að færa sig úr olíu og kolum yfir í gas. Það er ástæðan fyrir því að Bandaríkin hafa dregið verulega úr kolefnislosun sinni, þau hafa færst sig í auknum mæli yfir í gasbrennslu,“ sagði Sigmundur Davíð. Attenborough, sem er á tíræðisaldri, ræddi við Vilhjálm Bretaprins um loftslagsmál í Davos.Vísir/EPAFljúga á einkaþotum til þess að ræða alvöru aðgerðir Hann sagði þetta sýna sig best í fjölda loftslagsráðstefna og alþjóðlegra funda þar sem leiðtogar heimsins ræða aðgerðir í loftslagsmálum. Það skjóti skökku við að fólk fljúgi þangað á einkaþotum og ætli að fara leggja almenningi línurnar. „Það hittist eitthvað fólk sem kemur saman á einkaþotunum, sextán hundruð einkaþotur í Davos, til þess að ræða loftslagsmál og útskýra fyrir almenningi að hann verði nú að hætta þessum ferðum sínum til Kanaríeyja og leggja einkabílnum, fara í borgarlínu. Svo fljúga menn heim á einkaþotunni á næsta sýndarfund.“ Hann sagði Gretu Thunberg skýrt dæmi um sýndarpólitíkina í loftslagsmálum. Honum þætti í raun óviðeigandi að nota barn í „pólitískri baráttu á heimsvísu“ eins og hann komst að orði. Þá bætti hún við að hún væri ekki eina barnið í þessari stöðu.Skiptir mestu að málið sé komið á dagskrá Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, svaraði Sigmundi Davíð og sagði að ef hann væri ekki loftslagsafneitunarsinni væri hann í það minnsta tortrygginn varðandi slík mál. Mikilvægast væri þó að fólk væri farið að ræða hvernig það gæti gert betur í umhverfismálum. „Það skiptir öllu máli að þetta sé komið á dagskrá, og það getur vel verið að vinnubrögðin til að byrja með séu fumkennd vegna þess að þetta gerist ekki í garðinum hjá einstaklingum heldur þarf þetta að gerast hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum,“ sagði Logi. Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48 Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15 Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Aðeins þeir leiðtogar sem koma með lausnir á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna fá að halda ræðu. 23. september 2019 14:21 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir loftslagsumræðu vera á villigötum og snúist að mestu leyti um sýndarmennsku. Leiðtogar heimsins hittist á „sýndarfundum“ á meðan aðgerðir sem raunverulega virka séu fólgnar í tækniframförum. Sigmundur Davíð var einn gesta í umræðuvettvangi dagsins í Silfrinu í dag. Þar ræddi hann meðal annars loftslagsmálin og sagði menn ekki vera að nálgast þau á réttan hátt. „Þetta snýst allt um einhverja sýndarmennsku. Hér á Íslandi er farið að moka ofan í skurði og búa til einhverjar kenningar um að það leysi loftslagsmálin fyrir okkur. Á meðan hafa aðgerðir sem raunverulega virka birst í tækniframförum og til dæmis bara í því að færa sig úr olíu og kolum yfir í gas. Það er ástæðan fyrir því að Bandaríkin hafa dregið verulega úr kolefnislosun sinni, þau hafa færst sig í auknum mæli yfir í gasbrennslu,“ sagði Sigmundur Davíð. Attenborough, sem er á tíræðisaldri, ræddi við Vilhjálm Bretaprins um loftslagsmál í Davos.Vísir/EPAFljúga á einkaþotum til þess að ræða alvöru aðgerðir Hann sagði þetta sýna sig best í fjölda loftslagsráðstefna og alþjóðlegra funda þar sem leiðtogar heimsins ræða aðgerðir í loftslagsmálum. Það skjóti skökku við að fólk fljúgi þangað á einkaþotum og ætli að fara leggja almenningi línurnar. „Það hittist eitthvað fólk sem kemur saman á einkaþotunum, sextán hundruð einkaþotur í Davos, til þess að ræða loftslagsmál og útskýra fyrir almenningi að hann verði nú að hætta þessum ferðum sínum til Kanaríeyja og leggja einkabílnum, fara í borgarlínu. Svo fljúga menn heim á einkaþotunni á næsta sýndarfund.“ Hann sagði Gretu Thunberg skýrt dæmi um sýndarpólitíkina í loftslagsmálum. Honum þætti í raun óviðeigandi að nota barn í „pólitískri baráttu á heimsvísu“ eins og hann komst að orði. Þá bætti hún við að hún væri ekki eina barnið í þessari stöðu.Skiptir mestu að málið sé komið á dagskrá Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, svaraði Sigmundi Davíð og sagði að ef hann væri ekki loftslagsafneitunarsinni væri hann í það minnsta tortrygginn varðandi slík mál. Mikilvægast væri þó að fólk væri farið að ræða hvernig það gæti gert betur í umhverfismálum. „Það skiptir öllu máli að þetta sé komið á dagskrá, og það getur vel verið að vinnubrögðin til að byrja með séu fumkennd vegna þess að þetta gerist ekki í garðinum hjá einstaklingum heldur þarf þetta að gerast hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum,“ sagði Logi.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48 Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15 Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Aðeins þeir leiðtogar sem koma með lausnir á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna fá að halda ræðu. 23. september 2019 14:21 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48
Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15
Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Aðeins þeir leiðtogar sem koma með lausnir á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna fá að halda ræðu. 23. september 2019 14:21